Dagblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1980. Max Pechstein — Sjílfsmynd með pipu, trérista. pláguna. En það eru sennilega ekki allir sem vita að þessi mikla gróska á að miklu leyti uppruna sinn i Þýska- landi á árunum fyrir og eftir fyrri heimsstyrjöld. Að listamönnum eins og Picasso, Dufy eða Bonnard ólöst- uðum, þá eru það hinir svokölluðu þýsku expressjónistar sem leggja hinn eiginlega grunn að grafikinni sem sjálfstæðri listgrein á þessari öld. Framlag þeirra er einkar mikilvægt fyrir það að grafíkin var þeim fæst- um aukagrein, hvíld frá annarri og „mikilvægari” listsköpun, heldur eitt af aðalvopnunum í sókn þeirra á nýjar vigstöðvar listarinnar. Stórkostleg uppákoma Nú vill svo til að rjóminn af verk- um þessara listamanna er til sýnis að Kjarvalsstöðum fyrir tilstilli félagsins Germaníu og ættu allir þeir sem hallir eru undir listir að skunda þangað áður en það er um seinan, því sýning- unni lýkur sunnudaginn 18. maí. í stuttu máli sagt er þetta hreint stór- kostleg uppákoma sem likja má við Sonja Henie-Niels Onstad sýninguna fyrir stuttu. Um þýsku expressjónistana mætti segja margt. Meðan París var hin óopinbera menningarmiðstöð allrar Evrópu á 19. öld, náði Þýskaland aldrei að eignast eina óumdeilanlega menningarborg sökum skiptingar rikisins. í stað þess dreifðu menn kröftum sínum í Berlín, í Múnchen, í Hamborg o.s.frv. og eyddu orku sinni í akademísk skilirí eða blaut- legar rómantískar landslagsmyndir. Það fór þó svo að nokkrum hug- sjónamönnum í Dresden blöskraði ástandið og árið 1905 stofnuðu þeir listamannasamtök undir nafninu „Die Briicke” (Brúin). Að endurheimta tilfinningar Þetta voru nemendur í arkitektúr, Ernst-Ludwig Kirchner, Karl Schmidt-Rottluf, Erich Heckel o.fl. Þeir vildu mótmæla viðteknum aka- demískum gildum i list, endurheimta sterkar og frumstæðar kenndir mannsins og finna aftur það sakleysi og ferskleika sem þeir töldu manninn hafa tapað með tilkomu iðnbylting- arinnar forðum. Allir urðu þessir menn afkastamiklir listmálarar, en inn í hreyfinguna bárust tónskáld (Schðenberg), rithöfundar (Ko- koschka o. fl.), myndhöggvarar (Barlach, Lehmbruck) og dansarar, en á fyrstu árum hreyfingarinnar var samt megináhersla lögðá grafik. Það var ekki síst miðlunargildi hennar sem heillaði þá, sú staðreynd að henni mátti dreifa til fjölda fólks á lágu verði en þeir gerðu sér einnig grein fyrir hinum sérstöku eiginleik- um hennar sem sjálfstæðrar list- greinar, — að trérista var boðberi annars konar tilfinninga en kopar- stungan, o.s.frv. Diirer, Munch og Freud Þessi nýja upphefð grafíkur hafði að vissu leyti í för með sér afturhvarf til eldri listar, til þeirrar hefðar sem Gutenberg gerði mögulega og lista- menn eins og Schongauer og Diirer lyftu i hæstar hæðir, en auk þess töldu hinir ungu þýsku oflátungar sig geta lært ýmislegt af Edward Munch, sem var í miklu uppáhaldi í Þýska- landi á þessum árum. Ekki má heldur gleyma áhrifum frumstæðrar listar á viðhorf þeirra, svo og kenningum Freuds sem flett hafði ofan af sálinni stuttu áður. Það má eiginlega skipta hinum þýska expressjónisma í þrennt, i grafík jafnt sem málverki. Fyrst var það Dresden-kjarninn, Kirchner, Heckel, Schmidt-Rottluf og Fritz Bleyl. Árið 1906 gekk Emil Nolde, sem var mun eldri og reyndari lista- maður, í þennan hóp og var viðloð- andi hann á annað ár. Árið 1910 var svo Otto Múller boðin þátttaka. Árið 1911 kom til sögunnar annar kjarni, „Blaue Reiter” (Blái riddarinn) suður í Múnchen og þar voru for- sprakkar Rússinn Wassili Kandinsky, Franz Marc, August Macke, Alexei von Jawlensky og Paul Klee. Að breyta mannlrfinu Þeir gerðu sér svipaðar hugmyndir um listsköpun og þeir Brúcke-menn nema hvað dulspeki var ríkari þáttur af hugmyndafræði þeirra. Þessi hópur tengdist svo ýmsum express- jónistum „aðutan”, þ.e. fráAustur- ríki, Berlín o.s.frv. Þar voru fremst í flokki Oskar Kokoschka, svo og Berlínarbúarnir Max Beckmann, Otto Dix, Kathe Kollwitz o.fl. Allt voru þetta mjög ólíkir listamenn en Myndlist Wassili Kandinsky — Litill heimur nr. VIII, trérista. Paul Klee — Hið innra Ijós, stein- prent i listum. Oskar Kokoschka — Emmy Helm, steinpr. markmið þeirra voru í stórum drátt- um þau sömu, að breyta þýsku þjóð- félagi og mannlífi til betri vegar með list sinni. Á sýningunni að Kjarvalsstöðum er að finna blómann af grafík fiestra þessara listamanna. Þar kemur fram sú mikla áhersla sem þeir lögðu á ein- falda, volduga tréristu og fáa, sterka litfleti, — en i notkun litar í tréristu og dúkristu eru þeir brautryðjendur á vorum timum. En á sýningunni ætti að koma i ljós framlag þeirra til nú- timalistar: táknrænar uppstillingar Beckmanns, Ijóðrænn pantheismi Campendonks, þjóðfélagsádrepur Otto Dix, stílhreinar en dularfullar útsetningar Feiningers, árásarhneigð Grosz o.s.frv. Að vísu saknar maður listamanna eins og Kathe Kollwitz og Barlach, — en nóg er fyrir samt. - A1 Þunnur þrettándi Kvikmynd: Chariaston Leikstjóri: MarceNo Fondato Handrit: MarcaNo Fondato Kvikmyndataka: Giorgio di Battista TónHsL Guldo og Maurizio da AngaNs Meflal laikanda: Bud Spancar, Herbert Lom Sýningarstaflur: Austurfasajarbfó . Það er harla fátt um þessa mynd að segja, enda er hún fiarska rislítil og rýr í roðinu. Efnið er lítt til þess fallíð að vekja hjá manni áhuga og auk þess er illa úr þvi unnið. Söguþráður- inn er til að mynda of ruglingslegur og óljós til að hægt sé að hafa gaman 4C Bud Spencer. af atburðarásinni. Það hefði hugsan- lega verið hægt að berja í brestina með þvi að láta betri leikurum í té betri tækifæri til að láta ljós sitt skína, en því er ekki að heilsa. Það er einna helst að Herbert Lom i hlut- verki lögregluforingjans takist að koma brosviprunum af stað með harla góðum leik sinum, en það er líka allt og sumt. Charleston, sem leikinn er af Bud Spencer, er býsna litlaus persóna. Hann á að vera hinn fullkomni sjentilglæpon sem verður aldrei uppi- skroppa með sniðugar og arðbærar hugmyndir. Bud Spencer er i þessu hlutverki afskaplega tilþrifalitill. Það er þvi varla nema von, að árangurinn verði lakur. Efnið, sem mynd þessi er unn- in úr, er í rauninni þakklátt, en þaðer nú þrátt fyrir allt nauðsynlegt að vanda til verksins. Það hefur ekki verið gert í þessu tilviki. Kvik myndir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.