Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						20
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1981.
Menning
Menning
Menning
Menning
Kjarval: Lærdómsárin
Safn Grethe og Ragnars Ásgí
Meðan íslendingar áttu sér engin
opinber listasöfn eða liststofnanir,
utan máttlítið Menntamálaráð, urðu
myndlistarmenn hér að reiða sig á
stuðning almennings í ríkara mæli en
gerðist í öðrum nágrannalöndum
okkar.
Þar brást íslenskt listáhugafólk
ekki og er saga islenskrar myndlistar
á þessari öld morandi í nöfnum stór-
Snilldin sem guðs gjöf ?
Sýningin að Kjarvalsstöðum er
sérlega mikilvæg fyrir það ljós sem
hún bregður yfir mótunarskeið Kjar-
vals, árin 1918—1930. Sé hér einhver
Kjarvalsaðdáandinn sem enn trúir á
snilldina sem guðs gjöf, rustann með
listgáfuna eða hinn sjálímenntaða
sérvitring, ætti sá liinn sami að haska
sér á staðinn til að láta leiða sig i allan
árið 1918 eytt einum tiu árum í skól-
um eða við að skóla sig, fyrst á nám-
skeiðum hjá Ásgrími Jónssyni, svo í
London 1911—1912, í teikninámi í
tækniskóla í Kaupmannahöfn
1912—1913 ög loks i Konunglegu
dönsku akademíunni 1914—1918. 1
akademíunni virðist Kjarval ekki
aðeins hafa fullnumað sig í olíumál-
verki,   teikningu   (með   kolum,
Þekkt og óþekkt ainllit eftir Kjarval.
tækra safnara: Markús ivarsson,
Ragnar f Smára, Sverrir Sigurðsson,
ÞorvaldurGuðmundsson og Gunnar
í Geysi, svo einhverjir séu nefndir. Af
þessum nöfnum sést ennfremur að
safnarar og velunnarar listarinnar
komu úr ölhini stéttum þjóðfélags-
ins.
Við þennan lista þarf nú að bæta
nafni Ragnars Asgeirssonar garð-
yrkjumanns og Grethe konu hans, en
nú eru á annað hundrað myndir úr
eigu þeirra hjóna til sýnis að Kjar-
valsstöðum. Þarna eru fágætar
myndir eftir Scheving og Ásgrím
Jónsson, gott safn mynda eftir þá
Guðmund Einarsson frá Miðdal og
Höskuld Björnsson, myndir eftir
Grete Björnsson, Johannes Larsen og
grafíkmynd eftir Rembrandt.
Vinátta við
listamenn
En stolt og prýði þessa safns eru að
sjálfsögðu 80 verk eftir Kjarval frá
þroskaskeiði hans. Voru það börn
þeirra Ragnars og Grethe (látin 1973
og 1971) sem buðu þetta safn for-
eldra sinna til sýningar og stöndum
við í mikilli þakkarskuld við þau fyrir
vikið.
Ragnar Ásgeirsson var tíu árum
yngri en Kjarval en kynntist honum í
Kaupmannahöfn árið 1915 er báðir
voru þar við nám, Kjarval við lista-
akademiuna, Ragnar í garðyrkju.'
Þau kynni, svo og návist danskra
listasafna, vöktu með Ragnari list-
áhugann. Árið 1920 keypti hann sina
fyrstu Kjarvalsmynd, rauðkritar-
myndina Hesliviður, sem þarna er á
sýningunni. í kjölfarið fylgdi vinátta
vio marga listamenn, sem stundum
bjuggu á heimili þeirra hjóna, og
tókst Ragnari iðulega að greiða götu
þeirra með ýmsum hætti,'eins og
bréfasafn fjölskyldunnar sýnir.
Meðan Ragnar sat í Menntamálaráði
kom hann því sömuleiðis til leiðar að
ríkið keypti mannamyndir þær, eða
„hausana", sem Kjarval gerði á
Austurlandi árið 1927, sem annars
hefðu tvístrast um landsbyggðina.
Þykja þær myndir nú einhverjar
mestu perlur sem eftir listamanninn
liggja.
sannleik, eða a.m.k. part af sann-
leikanum, um tilurð myndlistar-
mannsins Kjarvals. Samt er enn
margt á huldu um þetta skeið en
væntanlega verða því gerð ítarleg skil
í bók þeirri um listamanninn sem
Reykjavíkurborg hefur kostað og á
að koma út á aldarafmæli hans 1985.
Hér er sem sagt opinber gjör mikil
barátta metnaðarfutls lærlings i list-
inni, tilraunir hans með ýmis stílform
og stílbrögð, viðbrögð hans við nýju
umhverfi, linnulausar æfingar með
ýmsum miðlum. Varla er hægt að
segja að þessu umbrotaskeiði í ævi
og list Kjarvals ljúki fyrr en undir
1930, þegar listamanninum verður
loksins ljóst að landið sjálft er það
viðfangsefni sem stendur honum
næst.
Tíu ára skólun
Þessi leit Kjarvals að „stíl", og
jafnframt að sjálfum sér, er ekki síst
áhugaverð fyrir það að tæknilega séð
á hann litið ólært. Enda hafði hann
rauðkrlt, blýanti o.fl.) heldur liggja
einnig eftir hann nokkrar grafik-
myndir frá þessum tíma. Ekki þarf
að efa það að hann hefur lagt hart að
sér í þessu náiiii, bréf hans bera vott
um það og einnig hafa samstúdentar
hans á akademiunni orð á vinnusemi
Kjarvals. Óneitanlega skýtur skökku
við þegar íslenskir samtimamenn
hans og jafnvel eftirkomendur hafa
orð á menntunarleysi eða sjálfs-
menntun listamannsins og nota slíkar
lýsingar til að skjóta stoðum undir
kenninguna um hinn fullmótaða
snilling sem stekkur alskapaður úr
höfði Seifs til að leggja grunn að
íslensku landslagsmálverki.
Milli tveggja póla
Vissulega voru Kjarval mislagðar
hendur og mistök hans má finna á
þessari sýningu að Kjarvalsstöðum
sem annars staðar. En það breytir
ekki þeirri staðreynd að þar eru einn-
ig nokkrar bestu rauðkrítarmyndir
hans, úrvals mannamyndir og seið-
magnaðar huldumyndir.
Á þessu tímabili virðist sem Kjar-
val sveiftist milli tveggja póla, ýtrustu
nákvæmni og raunsæis annars vegar
og draumkenndra hugarsmíða hins
vegar. Dæmi um hið fyrrnefnda eru
nokkrar rauðkrítarmyndirnar, af
laufum og trjágróðri, byggingum,
málverk af Vídalínspostillu, Rauð-
maga og fleiru hversdagslegu. Inni i
því dæmi eru einnig nokkrar manna-
mynda Kjarvals. Á hinn bóginn eru
huldumyndir (frá London 1912?),
yfirnáttúruleg atvik, töfraskip, helgir
menn, loftandar, allt upp í myndir
sem eru úr öllum tengslum við veru-
leikann, eins og afstraktmyndirnar
frá 1929.
í smiðju annarra
Ekki er síður athyglisvert hvar
Kjarval ber niður í verkum annarra
listamanna á þessum árum. Breski
málarinn Turner er augljóslega
kveikjan að nokkrum huldufólks-
myndum og bátamyndum, allt frá
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
.....¦......   ' .....*  '.  '¦'   '   '                                                              '  "
Frá Flórens, rauðkrít, 1920.
Vfdalfnspostilla, olia, ár?
1912 og fram yfir 1920, og ekki er úr
vegi að álykta að Kjarval hafi séð
myndir eftir Matisse eða Nabi málar-
ana í Kaupmannahöfn sem skila sér
svo í flötum, fígúratífum táknmynd-
um (eins og Listamenn kringum
skilningstréð, Listas. ísl.). Á ítalíu
1920 kóperar Kjarval eða líkir eftir
freskum eftir Michelangeló og Gióttó
og einhvers staðar sér hann skógar-
myndir eftir Cézanne, sjá „Divina
Comedia" nr. 59 og Undirheima, nr.
87. Gauguin hefur stundum verið
nefndur í tengslum við þær einkenni-
lega frumstæðu helgimyndir sem
Kjarval gerði rétt eftir 1925 og það
hlýtur að vera hverjum manni ljóst
að léttleikandi landslagsmyndir
impressjónista setja sitt mark á
Frakklandsmyndir hins íslenska
meistara, sjá mynd nr. 114.
Trú á eigin mátt
og megin
Hins vegar eru þess engin merki í
list Kjarvals fyrir 1929 að hann hafi
haft náin kynni af kúbisma þótt hann
hafi eflaust af þeirri stefnu vitað,
kannski alveg frá lærdómsárunum i
Kaupmannahöfn. Á sýningunni að
Kjarvalsstöðum eru tvær myndir sem
virðast alveg óhlutbundnar og þar er
eins og blandist hugmyndir Kjarvals
um kúbisma annars vegar en hreint
afstrakt hins vegar en það er eins og
„Sirts", oifa, 1933.
(DB-myndir Sig. Þorri).
þessi mixtúra gangi ekki fyllilega upp
— af ástæðum sem gaman væri að
ræða í betra tómi.
En þótt hér hafi verið vikið að
áhrifum annarra listamanna þá eru
þau hvergi afgerandi í myndlist Kjar-
vals. Alls staðar skín í gegn sannfær-
ing hans og trú á eigin mátt og megin.
Það er sú trú sem fleytir honum í
gegnum eitt erfiðasta timabil lifs hans
og gerir honum kleift að takast á við
þau verkefni sem íslenskt Iandslag
settihonum.
Merk bróf
í landslagsmyndum sinum tekst
Kjarval að finna tviþætta lausn á
listrænum vanda sínum. Sjálft landið
var í sjálfu sér hlutlæg staðreynd en á
því var einnig reist þjóðsagnaleg og
yfirnáttúruleg arfleifð landsmanna. í
einni og sömu myndinni gat Kjarval
fengið útrás fyrir fantasiu sína og
skírskotað til þekkjanlegs veruleika.
Um Kjarvalssafn þeirra hjónanna
Ragnars og Gréthe mætti segja heil
ósköp f viðbót. Aðeins eitt að lokum:
í eigu erfingja þeirra er mikið magn
merkra bréfa frá Kjarval og öðrum
listamönnum. Það ætti að vera hlut-
verk Kjarvalsstaða að koma upp
arkífi með bréfum og öðrum skjölum
sem tengd eru íslenskri list og lista-
,mönnum. Og auðvitað á að ljós-
mynda öll þessi verk bak og fyrir i
sama tilgangi.
Þótt verk Kjarvals hafi verið i
brennidepli þessarar greinar þá er
einnig rétt að minna á verk Schev-
ings, sem eru hreint afbragð, og sama
er að segja um verk Ásgríms. Einnig
má vera að Höskuldur Björnsson
hafi verið vanmétinn listamaður en
ég held að yfirlitssýningu þurfi til að
skera endanlega úr um það..    -Al.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28