Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 132

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 132
FINNBOGI GUÐMUNDSSON ISLENZK RANNSÓKNARBÓKASÖFN Ég FAGNA því fyrst, að Bókavarðafélag Islands skuli hafa efnt til þessa landsfundar til að ræða ástand og horfur í bókasafnsmálum þjóðarinnar. 1 fyrrahaust bar svo til, að við dr. Björn Sigfússon vorum gestir á þingi norskra bókavarða, og var það hvorki meira né minna en 52. ársþing þeirra, svo að það er víst ekki seinna vænna, að vér, íslenzkir bókaverðir, komum saman og þingum um málefni vor. Þar sem mér er ætlað að reifa mál íslenzkra rannsóknarbókasafna, sný ég mér gagn- gert að þeim og mun einkum dveljast við þau, eins og ástatt er um þau nú, en jafn- framt reyna að skyggnast nokkuð fram í tímann. Saga Landsbókasafns var sem kunn- ugt er rifjuð upp á 150 ára afmæli safnsins fyrir tveimur árum, og Einar Sigurðsson fyrsti bókavörður ritaði grein um Háskólabókasafnið og birti í 8. tbl. Lesbókar Morg- unblaðsins 1966 í tilefni af 25 ára afmæli safnsins. En Háskólabókasafn var formlega opnað í hinu nýja háskólahúsi með ræðu Alexanders Jóhannessonar rektors 1. nóv- ember 1940. Stofn safnsins voru söfn embættismannaskólanna gömlu, Prestaskólans, Lækna- skólans og Lagaskólans, að svo miklu leyti, sem bókakosti þeirra hafði ekki þegar verið fenginn samastaður í Landsbókasafni. En auðvitað eignaðist Háskólinn smám saman nokkurn bókakost, og var bókaeign hans 1940 um 30 þúsund bindi, en er nú orðin 150 þúsund bindi. Dr. Einar Ól. Sveinsson veitti safninu forstöðu frá upphafi lil 1945, er dr. Björn Sigfússon tók við forstöðu þess, en embætti háskólabókavarðar var formlega stofnað 1943. Þótt dr. Björn nyti nokkurrar aðstoðar öðru hverju í safninu, er það staðreynd, að hann var eini fasti bókavörðurinn í samfleytt nítján ár eða unz Einar Sigurðsson var ráðinn að Háskólabókasafni 1964. Mætti helzt líkja þrekvirki því, er Björn vann í Háskólabókasafni á þessum árum, við það, er smiðurinn gerði goðunum borg, en það var að sögn Snorra-Eddu „snimma í öndverða byggð goðanna, þá er goðin höfðu sett Miðgarð og gert Valhöll“. Þar segir einnig, að hann skyldi „af engum manni lið þiggja til verksins“. En hann beiddist þess í staðinn, að þeir skyldu lofa, að hann hefði lið af hesti sínum. Smiðurinn tók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.