Vísbending


Vísbending - 21.07.1992, Blaðsíða 3

Vísbending - 21.07.1992, Blaðsíða 3
Forsendur vaxta- munar Jón Snorri Snorrason Þegar við lítum yfir vaxtatöflur frá því í maí 1991, áður en vextir hækkuðu og skoðum þær aftur núna eftir lækkun, kemur í ljós að ávöxtunarkrafa spariskírteina á eftirmarkaði er svipuð nú og hún var þá. Mikið hefur þó gerst á þessu tímabili og miklar og örar vaxtabreytingar hafa átt sér stað. Það kemur í ljós við frekari skoðun á þróuninni á þessu tímabili að hægt er að finna ákveðna reglu í vaxtatöflunum. Vextir á spariskírteinum eru nokkurs konar kjörvextir markaðarins og aðrir vextirfylgjaþeimeftirhlutfallslega.Þetta á fyrst og fremst við þegar jafnvægi er á markaði, en sveiflur í framboði einstakra skuldabréfa geta valdið blæbrigðamun í vaxtatöflum, enda engin góð regla án undantekninga. Samtenging vaxta Skuldabréf virðast hafa ákveðinn margföldunarstuðul á vexti spari- skírteina, nokkurs konar álag. Vextir húsbréfa virðast yfirleitt hafa verið með stuðulinn 1,05-1,07 m.v. eftirmarkað (en allt að 1,1 m.v. frummarkað spari- skírteina). Bankabréf hafa stuðulinn 1,1. m.v. eftirmarkað spariskírteina. Skulda- bréf eignaleigufyrirtækjahafa veriðmeð stuðulinn 1,2-1,25 á vexti spariskírteina á eftirmarkaði (en oftast um 2 prósentu- stigum hærri en á frummarkaði). I eftirfarandi vaxtatöflu koma fram þeir mánuðir þegar „stökkbreytingar“ verða á vöxtum spariskírteina, skv. ákvörðun ríkisstjómar á hverjum tíma. Þess ber að geta að samanburður á ákveðnum tímum geturoftreynsterfiður þar sem framboð skuldabréfa banka og eignaleigufyrirtækja er ekki eins stöðugt og framboð húsbréfa og spariskírteina. Avöxtunarkrafahúsbréfa breyttist mikið milli þessara tímapunkta (sem nam sveiflum í framboði og eftirspum) á meðan vextir spariskírteina á frummarkaði héldust óbreyttir. ISBENDING Jafla 1 1 9 9 1 1 9 92 Mars Júní Mars Júní Sp.sk. ný 6,0 8,0 7,5 6,5 Sp.sk. eldri 6,7-6,9 8,0-8,2 7,6-7,8 6,6-6,8 Húsbréf 7,6-7,8 8,6-8,8 7,6-7,8 7,1-7,2 Bankabréf 7,0-7,4 8,5-8,7 7,9-8,2 7,2-7,4 Eignaleigur 8,0-8,4 9,5-10,0 9,2-9,8 8,6-9,3 í töflu 2 þá virðist ólík afkoma og efnahagur þeirra hafa áhrif á ávöxtunarkröfu. Áhrif lífeyrissjóða Samtenging skuldara Helsta ástæðan fy rir þessum vaxtamun ólíkra skuldabréfa er ekki endilega fólgin í lengd þeirra eða áhættunni af skuldaranum eins og margir myndu ætla og eðlilegt væri. Margir fjárfestar telja í raun stigsmun frekar en eðlismun á bréfunum og að vaxtamunur sé því of mikill. Þeir benda f ■' á að ríkið gefur út spariskírteini (með 6,5% vöxtum) á Búnaðarbanka og Landbanka Islands, sem eru útgefendur bankabréfa (með 7,1% vöxtum). Bankamir eiga síðan báðir 80% eignaleigufyrirtækja sem gefa út skuldabréf (með 8,6% og 9% vöxtum). Þeir efast ekki um að ríkið standi í raun að baki skuldbindingum þessara bréfa þegar öllu er á botninn hvolft. En hvers vegna er þá þessi mikli vaxtamunur á milli þeirra? Þeir telja að munurinn sé ekki vegna skuldarans heldur vegna takmörkunar í eftirspum. Stærstu og öflugustu fjárfestar landsins, lífeyrissjóðimir, mega fæstir kaupa skuldabréf nema þau séu með veði eða tengd bönkum eða ríkinu. Þetta takmarkar verulega eftirspumarhliðina og minnkar þann hóp fjárfesta sem kaupir t.d. skuldabréf eignaleigufyrirtækja og skapar þannig hærri vexti á þessum bréfum en öðrum. Samspil afkomu og vaxta Þótt ástæður vaxtamunur milli skuldabréfaflokka á markaði kunni að liggja í takmörkuninni í eftirspurn, þá er athyglisvert að skoða þann vaxtamun sem er kann að vera innan þeirra. Það kcntur í ljós að það er óverulegur munur á ávöxtunarkröfu milli skuldabréfa ríkisbanka, einkabanka og sparisjóða og hann virðist óháðureignarhaldi, stærð og afkomu þeirra og stöðu. Öll fjögureignaleigufyrirtækin buðu í júní skuldabréf til sölu á frummarkaði og því má bera saman ávöxtunarkröfu. Eigendur allra fyrirtækjanna eru traustir, en þau eru öll sjálfstæð félög og engin bein ábyrgð frá eigendum fylgir skuldabréfumþeirra. Eins og framkemur Eins og áður sagði er þáttur lífeyrissjóða mjög mikill í vaxtaákvörðun á markaði, enda 1 jóst að sá sem hefur næstum 30 milljarða til ráðstöfunar á hverju ári á hinurn veika og litla verðbréfamarkaði Islands ræður miklu um það á hvaða vaxtastigi skulda-bréf lenda. Hlutverk lífeyrissjóða er að ávaxta fé sjóðfélaga til þess að mæta skuldbindingum í framtíðinni og því eiga þeir að hafa hámarksávöxtun með lágmarksáhættu að leiðarljósi. En eins og staðan er nú Tafla 2 Hagn. % af E.fé+ % af Ávöxt. e.skatta veltu vík.lán eign. í júní Lýsing hf. 31 M 8,8% 567 M 23% 8,6-8,7 Glitnir hf. 22 M 3,9% 413 M 14% 8,8-9,0 Féfanghf. 27 M 4,8% 302 M 11% 9,0-9,1 Lind hf. 5 M 1,4% 246 M 10% 9,0-9,3 eru það lög og reglugerðir þeirra sjálfra sem takmarka kaup þeirra á verðbréfamarkaði og með því rýra þeir ekki aðeins fjármuni sjóðfélaga (með minni ávöxtun), heldur koma þeir í veg fyrirnauðsynlegaáhættudreifingu.Þetta vita engir betur en forsvarsmenn lífeyrissjóða og því eru þeir að vinna að því að fá þessu breytt. Takmörkunum aflétt Eftir að íslenskur fjármagnsmarkaður opnast um næstu áramót munu vextir erlendis hafa sífellt meiri áhrif á vexti hér. Með EES-samningnum er verðbréfa- sjóðum gert að kaupa 90% af verðbréfum sínum í skráðum bréfum á verð- bréfaþingum og ekki væri óeðlilegt að lífeyrissjóðir settu svipaðar reglur hjá sér. Breytingará þessari stöðu sjóðanna myndu eflaust hafa áhrif á eftirspum eftir bréfum og stuðla að breytingum vaxta. Vaxtamunur myndi minnka á markaðinum og taka mið af eðlilegum þáttum framboðs og eftirspumar en ekki skekkjast með óþörfum takmörkunum á þeim. Höfundur er hagfrœðingur og starfar hjá Lýsingu hf 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.