Vísbending


Vísbending - 31.10.1992, Blaðsíða 2

Vísbending - 31.10.1992, Blaðsíða 2
Forsendur fastgengis- stefnunnar Dr. Þorvaldur Gylfason Paðerengintilviljun.aðMyntbandalag Evrópu (e. European Monetary System eða EMS) var stofnað á sínum tíma, árið 1979, sem eins konar botnlangi Evrópu- bandalagsins. Þá hafði gengi flestra evrópskra gjaldmiðla verið á floti inn- byrðis og út á við síðan 1971-73, þegar fastgengiskerfið, semkennterviðBretton Woods, hafði gengið sér til húðar. Þá, við upphaf áttunda áratugsins, virtist mörgum ekki annað konta til greina en að reyna fljótandi gengi, úr því að gengisfestan hafði brostið. Mörgum þótti tilraunin lofa góðu. Hvf skyldi gengi gjaldmiðla ekki fá að ráðast á frjálsum markaði eins og annað verð yfirleitt? spurðu menn. Hlaut ekki að vera hagræði að þv í að ley fa gengi að ráðast af framboði og eftirspurn á frjálsum markaði frekar en af tilskipunum stjómvalda með gamla laginu? Þetta voru góðar spurningar. Gengissveiflur og verðbólga En flotgengiskerfið kom á óvart með árunum að tvennu leyti. I fyrsta lagi sýndi það sig, að frjálst gengi var sífellt á fleygiferð, ýmist upp eða niður. Gengissveiflurnar sköpuðu óvissu í rekstri fyrirtækja og virtust draga úr viðskiptum og fjárfestingu með því móti. Menn höfðu ekki séð þetla fyrir. Gjaldmiðlareru varanlegeign, sem kallar á spákaupmennsku eins og til að mynda gull og aðrir góðmálmar. Menn kaupa gjaldeyri, þegar þeir halda, að hann sé ódýr, til þess eins að geyma hann og selja hann síðan aftur, þegar hann hefur hækkað í verði. Spákaupmennsku- eftirspurn eftirerlendum gjaldeyri getur dugað ti 1 þess ein sér að knýja gengi hans upp á við og gengi heimamyntarinnar niður á við um leið. Með sama hætti sjá spákaupmenn sér iðulega hag í því að selja ,,veika“ gjaldmiðla og knýja gengi þeirra niður á við, eins og gerðist nú fyrir sköntmu með finnska markið, sterlingspundið, pesetann og líruna. Það hefur sýnt sig, að það er mjög erfitt og oft ógerlegt að verja „veika“ gjaldmiðla falli. Og hverjir eru spákaupmennirnir? Þeir eru aðallega starfsmenn lífeyrissjóða, banka, félaga og fyrirlækja, sem reyna eftir megni að fara eins vel með fé umbjóðenda sinna og þeim er unnt með því til dæmis að brenna ekki inni með eignir í erlendum gjaldeyri, sem er í þann veginn að falla í verði. I öðru lagi sýndist mörgum fljótandi gengi stuðla að aukinni verðbólgu á áttunda áratugnum. Margt þótti benda til þess, að gengi gjaldmiðla væri hreyfanlegra niður á við en upp. Ef gengi hefði hækkað og lækkað á víxl, hefðu verðlagsáhrif gengisbreytinga getað jafnazt út nokkurn veginn með tímanum, en þetta gerðist ekki. Stjórn- völd létu gengissig iðulega óáreitt, en þau komu stundum í veg fyrir gengisris til mótvægis með peningaprentun, ríkshallarekstri eða öðrum ráðum. Við þekkjum þessa tilhneigingu hér heima: íslenzk stjórnvöld felldu gengi krónunnar hvað eftir annað í hallæri, áður en fastgengisstefnan festist í sessi 1989, en gengið var næstum aldrei hækkað í góðæri til að jafna metin. Þessi skoðun á verðbólguáhrifum fljótandi gengis er samt ekki einhlít. Margt annað gerðist samtímis gengis- flotinu á áttunda áratugnum, þar á meðal olíverðshækkunin 1973-74, sem hleypti verðlagi upp í olíuinnflutningslöndum og olli auknu atvinnuleysi um leið. En hvort sem flotgengiskerfið var sjálfstæður verðbólguvaldur eða ekki, virðist það hafa kynt undir verðbólgu, sem var runnin af öðrum rótum, svo sem hækkun olíuverðs. Gengisfesta, verðbólga og atvinnuleysi Af þessari frásögn má ráða þær forsendur, sem stofnun Myntbandalags Evrópu hvíldi á fyrir 13 árum. Það, sem vakti fyrir aðildarþjóðununt, var fyrst og fremst að tryggja stöðug gengishlutföll inn á við (meðfram sameiginlegu gengisfloti út á við) til að tryggja greiðari milliríkjaviðskipti, meiri fjárfestingu og örari hagvöxt í álfunni og til að stuðla jafnframt að stöðugra verðlagi ískjóli stöðugsgengis og öflugs aðhalds í peningamálum og ríkisfjármálum. Gengisfestan inn á við átti ekki að vera alger í upphafi, enda hafa nokkrar aðildarþjóðir Myntbandalagsins breytt gengi gjaldmiðla sinna á undanförnum árum. Belgar felldu lil dæmis gengi belgíska frankans 1982 með ágætum árangri í samráði viðhinarEMS-þjóðimar. EMS- löndunum fjölgaði smám saman: í hilteðfyrra voru öll EB-löndin nema Grikkland og Portúgal orðin aðilar að EMS. Og svo er ein forsenda enn, og hún skiptir líka miklu máli. EMS-löndin komu sér saman um föst gengishlutföll ÍSBENDING innbyrðis í þeirri von og vissu, að þjóðarframleiðsla og atvinna væru óháðar fyrirkomulagi gengisskráningar til langs tíma litið. Hugsunin var þessi: raunstærðir eins og framleiðsla og atvinnuleysi kunna að vísu að bregðast við breytingum á nafnstærðum eins og gengi og peningamagni í bráð, en ekki í lengd. Þegartil lengdarlætur, kemst full atvinna á af sjálfri sér allsendis óháð því, hvort gengi gjaldmiðlanna er hátt eða lágt eða hvort það er skráð á þennan hátt eða hinn. En hvað hefur gerzt? V erðbólgan hefur minnkað verulega í skjóli fastgengis- stefnunnar í Evrópu: hún var 11% að meðaltali íEMS-löndunum 1980 og 5% 1991, alveg eins og að var stefnt. Þetta sáu menn fyrir. Hitt hefur komið ýmsum á óvart, að atvinnuleysi hefur rokið upp úr öllu valdi í Evrópu á sama tíma. Það var 5% að meðaltali í EMS-löndunum 1980 og 9% 1991. Það er eftirtektarvert, að atvinnuleysið hefur aukizt talsvert meira í EMS-löndum en í öðrum Evrópuríkjum (aðallega EFT A-löndum), sem hafa kosið að standa utan Myntbandalagsins. Þessa þróun er hægt að túlka með tvennum hætti. Sumir rekja aukningu atvinnuleysis til bresta í innviðum vinnumarkaðsins í Evrópu og til aukinnar skattlagningar á atvinnuvegina þar. En þá þarf að sýna fram á það, að brestimir séu dýpri og skattbyrðin þyngri í EMS- löndum en annars staðar í Evrópu, og það hefur ekki verið gert. Aðrir telja atvinnuleysistölurnar vera vísbendingu um það, að fast gengi geti bitnað á atvinnuástandi ekki aðeins í bráð, heldur yfir löng tímabil líka, enda þótt full atvinna geti komizt á af sjálfri sér, áður en yfir lýkur. En jafnvel þótt hjöðnun verðbólgu í skjóli stöðugs gengis geti kostað stóraukið atvinnuleysi árunt saman, öndvertþví, sem margiráttu von á, virðist reynslan engu að síður benda til þess, að minni verðbólga sé forsenda aukins hagvaxtar, þegar frá Iíður. Þess vegna eru Frakkar og Þjóðverjar staðráðnir í að standa vörð um fastgengisstefnu Myntbandalagsins, þótt Bretar og Italar hafi guggnað í bili. Höfundw er prófessor við Háskóla Islands I 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.