Vísbending


Vísbending - 19.02.1993, Blaðsíða 1

Vísbending - 19.02.1993, Blaðsíða 1
ISBENDING 19. febrúar 1993 V i k u u m v i ð s k i p t i og efnahagsmál 7. tbl. 11. árg. Raunvextir á niðurleið Vextir verðtryggðra skuldabréfa hafa verið á niðurleið undanfama mánuði. Ávöxtunarkrafa húsbréfa náði síðast hámarki í nóvember og var þá að meðaltali 7,9% í viðskiptum á Verðbréfaþingi, en þegar blaðið fór í prentun var hún nálægt 7,4%. Vextir annarra langtímaskuldabréfa hafa þróast svipað og vextir húsbréfa. Húsbréf eru stór hluti markaðsins, en mestu um áhrif þeirra á vaxtamyndun ræður það að framboð þeirra sveiflast mjög mikið. Myndin sýnir ávöxtunarkröfu húsbréfa í viðskiptum á Verðbréfaþingi ásamt framboði nýrra bréfa á markaðsvirði (miðsett þriggja mánaða meðaltal). Eftir myndinni að dæma eru breytingar í framboði húsbréfa ágætisfyrirboði um vaxtabreytingar. Framboðið hefurverið lítið undanfamar vikur og því útlit fyrir að vextimir lækki enn. Gera verður ráð fyrir að vextir spariskírteina og annarra verðtryggðra skuldabréfa fylgi á eftir. Almenn krafa um vaxtalækkun og umræður um lækkun vaxta erlendis auka líkurnar á að vextir lækki. Vergar, innlendar Iántökur hins opinbera, milljarðar króna, 1993: lánsfjárlög Alls 1992 29 1993 31 Ríkissjóður A-hluti 9 10 Byggingarsjóðir 8 11 Húsbréf 11 10 Aðrir 2 1 Hreinar, innlendar lántökur hins opinbera (afborganir dregnar frá) 1992 1993 Alls 17 16 Ríkissjóður A-hluti 5 6 Byggingarsjóðir 5 5 Húsbréf 10 8 Aðrir -2 -3 Óvissa er um útgáfu húsbréfa á árinu en aðrar lántökur hins opinberafara vaxandi Húsbréf eru á markaðsverði Heimild: Fjármálaráðuneyli Ávöxtunarkrafa húsbréfa, % (vinstri kvarði), framboð húsbréfa, milljónir króna (hægri kvarði) Vextir húsbréfa----Framboð Breytingar í framboði húsbréfa eru fyrirboði um vaxtabreytingar Heimildir: Verðbréfaþing, Húsnæðisstofnun Háir vextir hér á landi Vextir hafa farið lækkandi víða um heim að undanförnu, einkum á skammtímalánum. Stjórnvöld hafa víðast stuðlað að lækkuninni. Eiga íslensk stjómvöld að beita sér fyrir vaxtalækkun hér á landi? Það er staðhæft í Fréttabréfi Verðbréfaviðskipta Samvinnubankans, sem út kom fyrir skömmu. Þar kemur fram að raunvextir spariskírteina ríkissjóðs í 14 iðnríkjum eru tæp 5% að meðaltali urn þessar mundir, en vextir spariskírteina em nú yfir 7% hér á landi. Halli á ríkisrekstri er minni hér en í öðrum löndum sem skoðuð eru, að einu undanskildu (á íslandi var hallinn rúm 2% lands- framleiðslu áliðnu ári, en í Bretlandi var hann 6-7% og í Svíþjóð tæp 8%). Niðurstaða greinarhöfundar er að ekki sé óeðlilegt að stefna að því að raunvextir spariskírteina lækki í áföngum í 5%. Ríkið gæti stuðlað að þessu með því að taka erlend lán fyrr á árinu en nú er fyrirhugað og framlag Seðlabanka yrði fólgið í því að kaupa meira af rflcis- skuldabréfum en ráðgert hefur verið. Ekki hefur tekist að sýna fram á einhlítt samband halla á ríkissjóði og vaxta, þótt jafnan sé gert ráð fyrir því að ríkishalli ýti vöxtum upp á við. Hafa ber í huga að lántökur ríkissjóðs em aðeins hluti af lántökum hins opinbera. Eins og sést í töflunni eru lántökur ríkissjóðs hér á landi aðeins um þriðjungur þess sem hið opinbera tekur að láni, en lántökur húsnæðiskerfisins eru tveir þriðju hlutar. Þá er framboð sparifjár hér á landi minna en víðast annars staðar. í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar í desember kemur fram að á Islandi hafi nýr spamaður verið 13-17% landsframleiðslu undanfarin ár og farið minnkandi, en spamaður í aðildarríkjum OECD hafi jafnan verið um og yfir 20%. En hvað sem þessu líður er ljóst að 7-8% raunvextir á ríkistryggðum bréfum eru afar háir vextir. Yfirburðir íslenskra spari skírteina aukast þegar haft er í huga að raunávöxtun þeirra er tryggð (nema ríkið standi ekki við gerða samninga), en erlendis eiga menn oftast á hættu að verðbólga geri hana að engu. Horfur um vaxtaþróun þegar líða tekur á árið Sennilega halda vextir áfram að lækka fram yfir kjarasamninga. Vera kann að ýmsir fresti húsnæðiskaupum fram að þeim, eins og í fyrra, og framboð húsbréfa aukist að þeim loknum. Framboð annarra ríkisskuldabréfa fer vaxandi (sjá töflu) og það eykur spennu á skuldabréfa- markaði. Óvissa í gengismálum kann einnig að ýta undir vaxtahækkanir þegar líður á árið, einkum ef samið verður um meira en 2-3% kauphækkun. _ • Vaxtamál • Kaupmáttur • Gœðastjórnun

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.