Vísbending


Vísbending - 07.10.1993, Blaðsíða 2

Vísbending - 07.10.1993, Blaðsíða 2
því ætti debetkortakerfið að stuðla að réttlátari kostnaðarskiptingu milli viðskiptavina bankakerfisins. Ut frá þessum sjónarhóli eru debertkortin því ótvírætt hagkvæmari kostur en tékkaformið. ...en kostnaður sumra Það sem hins vegar skiptir neytendur og kaupmenn máli á endanum er það hvort þeir fái að njóta þessa ávinnings peningalega. Samkvæmt yfirlýsingum banka og sparisjóða er gert ráð fyrir því að innheimta 0,5-1,5% þjónustugjald af sölu- og þjónustuaðilum. Korthafar munu á hinn bóginn bera 10 króna færslugjald fyrir hverja úttekt auk 1.200 króna árgjalds. Miðað við 1% þjónustugjald og 25 milljarða króna veltu munu kaup- menn því bera samtals 250 milljóna króna beinan kostnað af þessu. A móti má þó búast við að eitthvað muni draga úr notkun kreditkorta í kjölfarið eins og gerst hcl'ur annars staðar. Kaupmenn greiða nú á bilinu 0,9-3% þjónustugjald fyrir kreditkortin auk þess sem greiðslur berast ekki fyrr en að 15-45 dögum liðnum. Kreditkortavelta var ífyrra sam- tals rúmir 45 milljarðar króna hér innan- lands og ef miðað er við að raunverulegt þjónustugjald sé um 3% að meðtöldum greiðslufresti og að debetkortin muni laka um 10% af kreditkortaveltunni munu kaupmenn spara þar um 135 milljónir króna. Hreinn kostnaður verslunarinnar í landinu gæti því numið ríflega 100 milljónum króna. Þetta svarar til tæpra 0,1% af allri smásöluverslun í landinu. Þá hefur ekki verið tekið tillit til þess hagræðis sem verslunin mun hljóla af debetkortunum en áætla má að það verði umtalsvert. Á hinn bóginn má búast við að almenningur muni bera u.þ.b. 120 milljóna króna kostnað vegna færslu- gjalda sé miðað við um 12 milljónir færslna og 10 króna færslugjald og að aukium50milljónirkrónavegnaárgjalda (m.v. 40.000 kort). Til samanburðar væri fróðlegt að bera saman áætlað hagræði banka og spari- sjóða vegna þessa en eins og áður var sagt hafa engar tölur fengist urn það. Ljóst er þó að bankakerfið mun missa umlalsverðartekjurvegnainnstæðulausra tékka sem fram að þessu hafa minnkað kostnað við tékkaumsýsluna. Reynslan góð Reynsla nágrannaþjóðanna af stað- greiðslukortum hefur verið góð. Danir tóku t.a.m. upp hið svokallaða Dankort árið 1983 og urðu þá uppi samskonar umræður og hér hafa farið fram undanfarnar vikur. Margir Danir töluðu þá um þvingun þar sem bankarnir lögðu samtímis á hærri þjónustugjöld fyrir tékkaviðskipli. Nú 10 árum síðar hefur ISBENDING tékkaútgáfa fallið úr 230 milljónum ávísana í ríflega 100 milljónir þar. Debetkortafærslur eru á hinn bóginn um 200 milljónir ídag. Þessa staðreynd má glöggt sjá í töflunni á bls. 1, en Danmörk, Noregur, Svíþjóðog Finnland hafa öll tekið upp debetkort. Á tíma- bilinufrá 1987-1991 hefur tékkaútgáfa á íbúa minnkað mjög verulega hjá þessum þjóðum með samsvarandi hag- ræði sem því fylgir. Á sama tímabili hefur tékkaútgáfa aukist um 25% hér heima sem kann að fela í sér þá staðreynd að kostnaður notenda er lítill þótt tékkakerfið sem slíkt sé dýrt. Þetta kemur vel fram á meðfylgjandi mynd. Ef debetkort líta dagsins ljós hér á landi á næstunni gæti líkleg þróun orðið í þá átt sem lýst er á myndinni. Miðað við reynslu annarra er líklegt að verulega dragi úr notkun tékka í viðskiptum. Á hinn bóginn mætti ætla að notkun greiðslukorta muni haldast nokkuð stöðug eftir að debetkortin koma á markaðinn. Einkamál allra Staðgreiðslukort eru ótvírætt hagkvæmari greiðslumáti en tékkar, jafnt fyrir banka og sparisjóði sem og viðskiptamenn þeirra. Það mun hins vegar ráða framtíð þeirra h vort peninga- legt hagræði hlýst af framkvæmdinni. Samtök kaupmanna telja smásölu- verslunina og neytendur bera skarðan hlut frá borði miðað við þærhugmyndir sem bankarnir hafa lagt fram og hafa fært fyrir því töluleg rök. Bankar og sparisjóðir hafa á hinn bóginn engar tölur birt um áætlað hagræði banka- kerfisins. Vera kann að einhverjum þyki það einkamál banka og sparisjóða hvaða ávinning þcir hljóta. Á móti kemur hins vegar sú séríslenska staðreynd að allir sparisjóðir og flestir bankarhér eru íeigualmenningsog því kynni einhver að segja að einkamál bankakerfisisins séþví í raun einkamál allra. Athafnakonur á * Islandi Margrét Richter Eftirfarandi grein er unnin upp úr kandídatsritgerð höfundar í viðskiptafrceði við Háskóla Islands vorið 1992. Ritgerðin er byggð á niðurstöðum spurningar- eyðublaða sem send voru 373fyrirtœkjum sem eru í eigu kvenna hér á landi. AIls svöruðu 99 konur eða 26,5%. Samsetning þeirra sem svöruðu virtist vera mjög svipuð og samsetning alls hópsins hvað varðaði aldur kvennanna og hvers konarfyrirtœki þœr ráku. Fyrirtæki kvenna Einkafyrirtækin voru skráð af Hagstofu íslands í desember 1991 og skiptust þannig að 1336 fyrirtæki voru skráð á karla og 373 á konur. Aukþessvoru 172 fyrirtæki skráð á hjón. Einkafyrirtæki kvenna eru flest mjög smá. Af alls 373 fyrirtækjum voru um 80%meðtvostarfsmenneðafærri. Líkleg skýring þessa gæti verið sú að þegar fyrirtækin séu orðin umsvifamikil og með marga starfsmenn þá sé þeim oft breytt í hlutafélög til að draga úr áhættu. Það kom í ljós að frekar sjaldgæft er að konur sjái um rekstur margra fyrirtækja í einu. Meðfylgjandi tafla sýnir tíu algengustu tegundir fyrirtækja kvenna og karla, í desember 1991, samkvæmt staðli Hagstofu Islands. Athyglisvert er að um 20% fyrirtækja kvenna eru hárgreiðslu-, rakara-, og snyrtistofur og önnur 20% fatnaðar-, vefnaðar- og tískuvöruverslanir. Karl- arnir komust hér hins vegar ekki á blað. Næstalgengast var að konur rækju heildsöluverslanir, eða tæp 11 %, sem er reyndar svipað hlutfall og hjá körlunum. Önnur fyrirtæki voru um og undir 5% en þar voru einnig dæmigerð kvennafyrir- tæki svo sem blómabúðir og snyrti- og hreinlætisvöruverslanir. Þegar litið er á einkafyrirtæki karlanna kemur í ljós að fjölbreytni þeirra er talsvert meiri en hjá konunum. Algengustu fyrirtæki karla eru heildsöluverslanir, eða um 11%, en allar aðrar teg- undirvoruundir5%. Dæmi- gerð karlafyrirtæki eru t.d. bílaviðgerðir, bílasmíði, smurstöðvar, málmsmíði, málmvöruviðgerðir, vél- smiðjur, bygging og við- gerðir mannvirkja, raf- magnsvörur, rafmagns- tækjagerð og rafmagns- viðgerðir. f Kvennafyrirtæki á íslandi 'N\ Hárgreiðslu-, rakara- og snyrlistofur Fjöldi 74 20% Fatnaðar, vefnaðar- og tískuvöruverslanir 71 19% Heildsöluverslanir 40 11% Sérverslanir 21 6% Blómabúðir 18 5% Tóbaks- og sælgætisverslanir og söluturnar 17 5% Veitingastaðir 14 4% Snyrti- og hreinlætisvöruverslanir 12 3% Matvöruverslanir 10 3% Annað 96 26% Samtals 373 100% Heimild: Hagstofa lslands 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.