Vísbending


Vísbending - 04.11.1993, Blaðsíða 1

Vísbending - 04.11.1993, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 4. nóvember 1993 43. tbl. 11. árg. Ávöxtunarkrafa helstu ríkisverðbréfa á Verðbréfaþingi íslands 1/10'93 - 2/11'93 Ríkisbréf ___________________Húsbréf__________ Spariskírteini 8% 6% 4% - 2% 0% 4 5 6 7 Heimild: Verðbréfaþing Islands 11 12 13 14 15 18 19 20 21 22 25 26 27 28 29 1 2 Mánaðardagur Erlend lántaka er flóttaleið Nú er liðin tæp vika frá því ríkissljórnin kynnti nýjustu aðgerðir sínar í vaxtamálum. Mikið umrót varð á verðbréfamarkaði strax á föstudags- morgun þrátt fyrir að ríkisstjórnin gæfi ekki út yfirlýsingu um fyrirætlanir sínar fyrr en á fréttamannafundi í hádeginu. Einhverjir ijáifestar hafa því augljóslega haft veður af aðgerðunum. Viðskipti skráð á Verðbréfaþingi Islands á föstudaginn námu samtals um 700 milljónum króna en heildarviðskipti í verðbréfakerfinu eru talin eitthvað á annan milljarð króna. Eins og sést á meðfylgjandi mynd hefur ávöxtunar- krafa á ríkisverðbréfum lækkað verulega frá því aðgerðirnar voru kynntar eða að meðaltali um 0,9 punkta. Mikil viðskipti hafa verið með spariskírteini og ríkisbréf en minna með húsbréf vegna lítils framboðs á þeim. Ávöxtunarkrafa á spariskírteinum nam á föstudaginn 6,7% en þegar þetta er skrifað (í lok þriðjudags) var hún komin niður í 5,6%. Ávöxtunarkrafa á ríkisbréfum hefur á sama tíma fallið úr tæpum 8,6% í 7,8% og á húsbréfum úr 7,1% f tæp 6,2%. Umbætur og flótti Aðgerðum ríkisstjórnarinnar má skipta í tvennt. Annars vegar er í megindráttum fylgt eftir tillögum sem svokölluð ,,vaxtamyndunarnefnd“sem viðskiptaráðherra skipaði í júlí síðastliðnum lagði fram í nýlegri skýrslu sinni. Þessar aðgerðir, sem fjallað var um í 41. tölublaði, miða að því að gera fjármagnsmarkaðinn virkari og sveig- janlegri en nú erog munu hafa í för með sér varanlega breytingu á vaxtastiginu. Á hinn bóginn hefur ríkisstjórnin nú ákveðið að hvika frá þeim meginstefnu að fjármagna eins og kostur er láns- fjárþörfríkissjóðsáinnlendummarkaði. Tekin verða lán í útlöndum ef kjörin sem bjóðast þar eru betri en hér heima. I þessu felstengin varanlegúrbótheldur l'lótti frá öðru vandantáli sem varað hefur í íslensku efnahagslífi um langt skeið. Opinber lánafyrirgreiðsla veldur háum vöxtum Vandinn felst í tveimur þáttum sem tengjast hvor öðrum. í fyrsta lagi er eftirspurn eftir lánsfé allt of mikil hér á landi miðað við sparnað. Þetta á jafnt við um heimili og fyrirtæki sem og ríkissjóð. Það er rétt að ríkissjóður og lánastofnanir hans taka árlega þorrann af öllum nýjum lánum hér innanlands í sínu nafni en ef litið er til endanlegra notenda fjármagnsins rennur einungis um fjórðungur til ríkisins. í öðru lagi stuðlar núverandi fyrirkomulag opinberrarlánafyrirgreiðslu að alvarlegri skekkjuívaxtamynduninni. Eftirfarandi staðreyndir eiga við í þessu sambandi: 1) Stjórnmálamönnum hefurekki tekist að ná niður fjárlagahallanum. Þessum umframútgjöldum hefur að mestu verið varið til samneyslu en ekki til arðbœrra fjárfestinga. 2) Þorrinn aföllum húsnœðislánum til einstaklinga er veitturafríkissjóði á kjörum undir markaðsvöxtum. 3) Lánastofnanir í eigu ríkisins veita óarðbœrum jyrirtækjum lán á of hagstœðum kjörum miðað við lánshœfi þeirra. Þetta hefur valdið meiri ásókn í lánsfé en við aðstæður þar sem ríkissjóður væri rekinn skynsamlega og lántakendur þyrftu að greiða ntarkaðsverð fyrir lánin. Ef pólítískur vilji er á annað borð fyrir því að niðurgreiða lánskjör til heimila og fyrirtækja er hagkvæmara að veita slfkum styrkjum beint til þeirra en ekki unt opinbert lánakerfi. I því felst að húsnæðiskaupendur og atvinnufyrirtæki skipti beint við fjármálastofnanir á einkamarkaði en ríkið veiti síðan styrkjum til þeirra. Þella myndi hafa ntarga kosti í för með sér. í fyrsta lagi er líklegt að eitthvað myndi slá á vilja stjórnvalda til að styrkja fjárfestingu þegar augljósara yrði hvað þeir styrkir í raun kosta ríkissjóð árlega. í kjölfar þess yrði lánsfjáreftirspurn minni og vextir myndu lækka. í öðru lagi myndi samkeppni aukast milli lánastofnana og grundvöllur þannig skapast fyrir lækkun vaxtaog eðlilegri vaxtamyndun. I þriðjalagi myndi lánsfjárþörfríkissjóðs stórminnka í kjölfar þess gríðarlega hagræðis sem af því hlytist að leggja niður lánakerfi rikisins. Þetta myndi enn fremur stuðla að lækkun vaxta. Afleiðingar núverandi iyrirkomulags birtast í því að þrátt fyrir mikinn efnahagssamdrátt frá árinu 1988 hafa raunvextir lítið lækkað. Vextir haldast hærri en sú arðsemi sem atvinnulífið er fært unt að skila. Til lengri tíma gengur slíkteðlilegaekki upp. Súniðurgreiðsla á lánskjörum sem einstaklingum og fyrirtækjum er veitt af hálfu ríkisins við nú verandi aðstæður er endurgoldin dýru verði aftur af þeim sjálfum í gegnum • Aðgerðir í vaxtamálum • Verðtrygging lána • Vaxtanutnur • Gengisþróunin • Verðbréfaleikurinn í Vaxtamál í brennidepli N Umræða um vaxtamál hefur verið mjög í deiglunni undanfarið ekki síst í lengslum við nýjustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í vaxtamálum. Af þessu tilefni birtast nú í blaðinu greinar sem allar varða þetta málefni á einhvern hátt. V^Góða lesningu!~ J

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.