Vísbending


Vísbending - 17.02.1994, Blaðsíða 2

Vísbending - 17.02.1994, Blaðsíða 2
þessum málum til athugunar á síðuslu árum. Aherslan hefur færst frá sértækum stuðningsaðgerðum til almennra og stofnanirog sjóðirhafa verið sameinaðir, t.d. íNoregi og Svíþjóð. Meiraer nú lagt upp úr langtímastefnumörkun og sam- ræmingu aðgerða þar sem í ljós hefur kornið að árangur af því starfi sem fram hefur farið er óljós og erfitt oft að sjá tengsl milli aðgerða og árangurs. Hér á landi hefur einkum verið stutt við nýsköpunarstarf með sértækum hætti, þ.e. með beinum fjárframlögum eða veitingu áhættufjár, í landbúnaðar- greinum, svo sem fiskeldi og loðdýra- rækt. Því miður hefur árangur þessa starfs oft verið lítill. I sjávarútvegi og sérstaklega úrvinnslugreinum iðnaðar hafa aðgerðir hins vegar í ríkara rnæli verið almenns eðlis. Bein framlög til stofnana og sjóða á vegum ríkisins, sem sinna að einhverju leyti starfi sem tengja má nýsköpun, eru mjög mismunandi eftir ráðuneytum og ógerlegt að greina nákvæmlega hvaða fjármunir eru nýttir beint í þágu ný- sköpunar. Ljóst er þó að atvinnuvega- ráðuneytin, ásamt menntamálaráðu- neyti, veita mestum fjármunum til þessa starfs eins og vænta má. Rannsóknarráð ríkisins, sem starfar undir menntamálaráðuneyti, hefur þá sérstöðu að úthluta styrkjum til nýsköp- unarstarfs hjá fyrirtækjum, algjörlega óháð greinum atvinnulífs, en þeir styrkir eru veittir úr Rannsóknasjóði. Stuðn- ingurerhinsvegartakmarkaðurviðrann- sóknar og þróunarþátt nýsköpunar. Nýsköpunarstefnan í hnotskurn í október árið 1992 kynnti vísinda- nefnd OECD niðurstöður skýrslu um vísinda-, tækni- og nýsköpunarstefnu Islendinga sem samin var að beiðni menntamálaráðherra. Skýrslan er vægt til orðatekiðáfellisdómuryfirstefnu (eða stefnuleysi) Islendinga í nýsköpunar- málum. Þarkemur m.a. fram að framtíðar- stefna sé óljós, stjórnmálamenn og al- menningur hér á landi eigi erfitt með að skilja mikilvægi stefnu í vísindum og tækni og að Islendingar hafi tamið sér að hugsa til skamms tíma. Nýsköpunarnefnd ríkisstjórnarinnar tekur í skýrslu sinni undir það sjónarmið að efnahagslegt mikilvægi nýsköpunar sé vanmetið hér á landi. Jafnframt telur hún að samræmingu á starfsemi ráðu- neyta og stofnana skorti og leggur til að hin hefðbundna atvinnuvegaskipting verði látin víkja þegar fyrirkomulag og verkaskipting milli ráðuneyta, stofnana og sjóða er ákveðin. Við það skapist forsendur fyrir róttækri uppstokkun á núverandi fyrirkomulagi sem er dýrt, óskilvirkt, og úr takti við nútímann. ------♦----♦----♦------ ISBENDING Af hverju er hagkvæmt að kaupaíslenskar vömr? / Asgeir Valclimarsson Undanfarið hefur verið í gangi herferð hér á landi fyrir kaupurn á íslenskum vörum undir kjörorð- inu „Islenskt, já takk“. Þetta er að mínu mati gott framtak. En hvað vinnst með því að kaupa innlenda vöru í stað inn- fluttraroghversumikludýrari má hún vera frá sjónarhóli neyt- andans ef þjóðhagsleg áhrif kaupa hans á vörunni eru reiknuð með? Svör við þessum spurn- ingum ætti að vera meginatriði í allri umræðu um þetta mál. Innlendur og erlendur hluti vöruverðs Sundurliða má vöruverð hér innanlands, jafnt á íslenskum sem og innfluttum vörum, í innlendan og erlend- an hluta. I meðfylgjandi töflu er sett fram eitt dæmi um slíka skiptingu. Þegar búið er að aðgreina að fullu innlendan og erlendan hluta íslensku vörunnar eins og gert er í töflunni kemur í ljós að 83% af verði hennar renna til innlendra aðila en 17% til erlendra aðila (vegna erlendra hráefna og véla). Þegar um innfluttu vöruna er að ræða renna 60% smásöluverðsins til innlendra aðila en erlendi framleiðandinn fær 40% í sinn hlut. Gert er ráð fyrir því að vörurnar tvær séu eins að gerð og gæðum. Mismunur á því sem verður eftir af vöruverðinu hér innanlands á þessum tveimur vörum er 2.300 krónur eða 23% af smásöluverði (0,83* 10.000-0,6* 10.000). Hvort þetta er raunhæft eða ekki má eflaust deila um, en ég tel að hér geti verið um dæmigerða „hálfvaranlega" neysluvöru að ræða, svo sent fatnað eða h'til heimilistæki. Margföldunaráhrif skipta máli Skipting vöruverðs í innlendan og erlendan hluta 100* 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Innlend vara Innflutt vara - - - - - - - ; - □ Erlendur hluti □ Innlendur hluti r \ Sundurliðun á smásöluverði inn- lendra og innfluttra vara Tölur í ísl. krónum Innlend Erlend vara vara Verð út úr búð 10.000 10.000 Virðisaukaskattur (24,5%) 2.000 2.000 Smásöluálagning (33%) 2.000 2.000 Heildsöluálagning (20%) 1.000 1.000 Vörugjald(19%) 800 800 Flutningskostn. 200* 1 Verðfráverksm. 4.200 4.0002 Sundurliðun verksmiðjuverðs: Laun 40% Innlenthráefni 10% Innflutthráefni 10% Innlendarvélar 3% Inníluttarvélar 7% Húsnæði 10% Stjórnun.sala 20% Innlendurhiuti alls 83% 60% Erlendurhluti alls 17% 40% 1 Flutt með íslensku skipafélagi. 2FOB verð. V Þegar við kaupum innflutta vöru fer vissulega meira en helmingur smásölu- verðsins til innlendra aðila. Fjörutíu prósent vöruverðsins renna þó aftur í vasa erlendra framleiðenda vörunnar og valda því ekki margföldunaráhrifum í íslenska hagkerfinu. Það eru einmitt þessi meu'g- földunaráhrif sem eru svo mikilvæg. Þau gera það að verkum að hver greiðsla til innlendra aðila þrefaldar vellu sína, þ.e. þjóðartekjur þrefaldast um þá upphæð sem greidd er, ef miðað er við varlega áætlun um margfeldisáhrif. I þessum margfeldisáhrifum felst t.a.m. það að neytandi borgar múrara fyrir að gera við húsið sitt, múrarinn borgar svo bifvélavirkja fyrir viðgerð á bflnum sínum og bifvélavirkinn borgar hár- greiðslukonu fyrirklippingu. A þennan hátt má rekja áhrif fyrstu greiðslunnar sem átti sér stað í gegnum hagkerfið. Margföldunaráhrifin geta verið 2-5 föld upphafleg greiðsla eftir því hversu stórum hluta af tekjum sínum innlendir neytcndur verja til sparnaðar og kaupa á innfluttri vöru. Meiri sparnaður og innflutningur leiðir til minni margfeldis- áhrifa en ella. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.