Vísbending


Vísbending - 25.05.1994, Blaðsíða 2

Vísbending - 25.05.1994, Blaðsíða 2
Stjórnun viðskipta- krafna Agnar Kofoed-Hansen s Aráðstefnu sem nýlega var haldin í London var fjallað um það sem á erlendri tungu er kallað „Credit management“ og mætti þýða yfir á ís- lensku sem „kröfustjórnun“ eða stjórnun viðskiptakrafna. Samhliðaráðstefnunni stóðu ráðgjafarfyrirtæki fyrir sýningu á því nýjasta sem er að gerast í upp- lýsingatækni áþessusviði. Undirritaður átti þess kost að sækja ráðstefnuna og er ætlunin að fjalla hér um nokkur atriði sem þótt gætu áhugaverð fyrir íslensk fyrirtæki. Gjaldþrotum hefur fjölgað Fram kom að sú efnahagslægð sem nú hefur varað í Evrópu frá því á árinu 1990 hefur m.a. haft þær afleiðingar að gjald- þrota fyrirtækjum hefur fjölgað. Sem dæmi má nefna að um 55.000 fyrirtæki lögðu upp laupana í Bretlandi á síðasta ári og um 63.000 fyrirtæki í Frakklandi en þessi fjöldi er miklum mun meiri en á uppgangstímanum í kringum 1988. I kjölfar þessa hefur áhugi aukist hjá fyrirtækjumað leitaleiða til að lágmarka tap vegnagjaldþrota viðskiptavina. Hafa þróast út frá þessu nýir stjórnunarhættir sem kalla mætti kröfustjórnun með sama hætli og mikið hefur verið fjallað um skuldastýringu og skuldastjómun. Megin- inntakið í þessum aðferðum er að hafa þurfi stjórn á báðum hliðum efnahags- reikningsins, þ.e. skuldum og eignum. Ein leið til að afla peninga er að hætta að tapa þeim! Komið hefur fram að fyrirtæki í Bretlandi, þar sem lánsviðskipti eru algengasti viðskiptamátinn, tapa árlega sem nemur 0,5-2% af heildartekjum sínum vegna greiðsluþrots viðskiptavina. Þetta tap verður oft á tíðum mun hærra en sjaldan mikið lægra en 0,5% af veltu. Ekki verður séð að íslensk fyrirtæki séu neitt frábrugðin þeim bresku að þessu leyti og er því raunhæft að ætla að svipaðar tölur eigi við hér á landi. Fyrirtæki sem tapar 1,5% af heildar- tekjum sínum á ári hverju og hagnast um 5,0% af veltu fyrir kröfutap þarf að auka tekjur sínar um 30% á ári til þess að bæta upp það tap sem það verður fyrir. Þessu má snúa á þann veg að lækkun kröfutaps um t.d. 0,5% af veltu jafngildi veltuaukn- ingu upp á 10% að öllu óbreyttu. Samkvæmt reynslu breskra fyrirtækja er hægt að lækka kröfutap um 15% til 20% með tiltölulegaeinföldum aðhalds- aðgerðum. Það markmið sem talið er eðlilegt að stefna að hjáfyrirtækjum sem lána stóran hluta af sínum viðskiptum án sérstakra trygginga er 0,5% af veltu. Eftirfarandi hefur verið nefnt sem helstu ástæður þess að fyrirtæki eru að tapa kröfum umfram ofangreint 0,5% markmið: • Skortur á fræðslu starfsmanna • Of lítil ábyrgðardreifing • Rúm viðskiptakjör • Stjórnendur eru of sveigjanlegir í samningum • Viðbrögð við vanskilum eru sein Til eru margar leiðir til að minnka kröfutap. Þær leiðir sem teljast „lág- marksaðgerðir" og flokkast sem fyrstu skrefin eru gjarnan taldar eftirfarandi: • Endurskipuleggja vinnubrögð við reikningsviðskipti • Sækjast eftir ítarlegum upplýsingum um fjárhagsstöðu viðskiptavina • Flokka viðskiptavini í áhættuflokka • Meta viðskiptin með hliðsjón af áhættu • Víkja ekki frá reglum • Bregðast skjótt við Þessar lágmarksaðgerðir er í flestum tilvikum hægt að innleiða með litlum tilkostnaði og geta leitt af sér meiri hagkvæmniáöðrumsviðum. Þvímiður er víða ekkert samræmi milli þeirra viðskiptakjara sem veitt eru í lánsvið- skiptum og fjárhagslegs styrkleika viðskiptavina. Þeir sem eru frekastir fá oft bestu kjörin. Upplýsingar um fjárhagsstöðu við- skiptavina fást úr opinberum skrám og hjáfyrirtækjum sembjóða slíkaþjónustu. A grundvelli slíkra fjárhagsupplýsinga má flokka viðskiptavinina í áhættuflokka og taka ákvarðanir með hliðsjón af áhættunni sem viðskiptunum fylgir. Viðskiptavinurinn þarf að vera upplýstur um stefnu félagsins og sannfærður um að þeir sem versla mest og eru traustustu greiðendurnir njóti bestra lánskjara. Aðrar leiðir sem fyrirtæki geta nýtt sér til þess að minnka kröfutap eru: • Bankaábyrgðir • Sala viðskiptakrafna • Greiðslutryggingar • Kaup á fjárhagsupplýsingum Bankaábyrgðir eru greiddar af við- skiptavininum og er því oft erfitt að innleiða þær nema í stærri viðskiptum. ÍSBENDING Við sölu á viðskiptakröfum er innheimta færð frá seljanda til kaupanda kröfunnar en kostnaðurinn felst í afföllum sem ráðast af ávöxtunarkröfu markaðarins. Algengt er að greiðslutryggingarfélög geri þá kröfu að viðskiptavinirnir séu dreifðir og margir en iðgjaldið ræðst af áhættunni. Miðlun fjárhagsupplýsinga Fyrirtæki sem kaupa upplýsingar um fjárhagsstöðu viðskiptavina sinna álíta að því meiri upplýsingar sem þau hafa þvíbetriákvörðunséhægtaðtaka. Betri ákvörðun skilar sér í öruggari viðskipt- um. Með þessu vilja fyrirtæki halda innheimtunni hjá sér og taka á kröfu- tapinu með betri vinnureglum og aukinni þekkingu á viðskiptamönnum. Kaup og sala á fjárhagsupplýsingum hefur farið mjög vaxandi í Bretlandi og víðar í Evrópu á undanfömum árum en slíkt á sér hvað lengsta sögu í Bandaríkjunum þarsem miðlun fjárhagsupplýsingahefur verið stunduð í meira en 150 ár. Fjölmörg þjónustufyrirtæki sem miðla fjárhagsupplýsingum eru starfrækt í Bretlandi og eiga þau það flest sameiginlegt að byggja upplýsingarnar á gögnum frá hinu opinbera og frá fjölmörgum öðrum aðilum, m.a. fyrir- tækjunum sjálfum. Þessi þjónustufyrir- tæki hafa sérhæft sig í að miðla van- skilaupplýsingum, upplýsingum um lánshæfi og um útreiknaða áhættu viðskiptavinanna. Þau bjóða einnig upp á þjálfun starfsmanna við að meta áhættu og þjálfun við innheimtu í gegnum síma, sérhæfðan hugbúnað til að meta áhættu af viðskiptum og hugbúnað til nota við almenn reikningsviðskipti og inn- heimtur. Mikil gróska er í þessari þjónustugrein í Bretlandi og er eftirspurn eftir starfs- mönnum sem hafa þekkingu á sviði kröfustjórnunar mikil og vaxandi. Sér- stök menntastofnun hefur verið sett á laggirnar þar sem veitt er almenn mennt- un á þessu sviði. Við háskólann í Brad- ford er starfandi fyrsti prófessorinn á s viði kröfustjórnunar en þar er farið að beita fræðilegum aðferðum, svokölluðum tauganetum, við að meta líkur á því að viðskiptakrafa lendi í vanskilum. Ert þú tilbúinn að lána þeim sem eru í vanskilum? Þrátt fyrir smæð þjóðarinnar þekkja stjórnendur fyrirtækja því miður oft lítið til þeirra viðskiptavina sem eru í reikningsviðskiptum eða sækjast eftir þeim. Hér á landi hafa fyrirtæki oft verið tilbúin að lána þeim sem eru í vanskilum hj á öðrum með það að leiðarljósi að aukin viðskipti séu hagkvæm án tillits til áhættu. Ef stjórnendum fyrirtækja væri 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.