Vísbending


Vísbending - 25.05.1994, Blaðsíða 3

Vísbending - 25.05.1994, Blaðsíða 3
almennt ljóst að ekki þarf að tapa nema einni kröfu til að næstu 20 jafnháar sölur verði gerðar upp án hagnaðar, miðað við 5% hagnað af hverri sölu, færu þeir eflaust að hugsa sinn gang. Hérálandiernúþegar starfandi félag sem sérhæfir sig í að miðla fjárhags- upplýsingum um innlend og erlend fyrirtæki. Auk þess starfa hér trygg- ingamiðlarar sem bjóða greiðslutrygg- ingar frá erlendum tryggingarfélögum, fyrirtæki sem kaupa viðskiptakröfur, bankar sem veita bankaábyrgðir og ráðgjafar sem hafa þekkingu á kröfu- stjórnun. ÖIl þessi þjónusta er fyrir hendi en stjórnendur íslenskra fyrir- tækj a hafa þ ví miður verið lengi að átta sig á þeirri speki að besta leiðin til að afla peninga er að hætta að tapa þeim. Höfundur er rekstrarverkfrceðingur og framkvstj. Greiðslumats hf. ------------»----♦----♦------ Afkoma Hagnaður hjá Fiskveiðasjóði Um 141 milljón króna hagnaður varð af rekstri Fiskveiðasjóðs Íslandsásíðastaári. Áárinu 1992 varð hagnaður upp á tæpar 58 milljónir. Bætta afkomu má rekja til aukins vaxtamunar, m.a. vegna áhrifa af gengis- fellingu krónunnarí júní ífyrra. Miðað við eignastöðu sjóðsins í upphafi árs, færða til meðalverðlags, nam vaxta- munur um 3,5% á síðasta ári en um 2,9% á árinu 1992. Fjármagnstekjur sjóðsins á árinu námu alls um 5,5 milljörðum króna og hækkuðu um tæpan einn milljarð sem skýrist einkum af auknumgengishagnaði. Fjármagns- gjöld hækkuðu minna eða um tæpar 570 milljónir króna og námu alls um 4,3 milljörðum. Alls voru færðar endanlega út úr útlánaeign sjóðsins tapaðar kröfur að upphæð um 364 milljónirkrónaáárinu og framlag í afskriftasjóð var aukið urn 423 milljónir eða um nánast sömu upphæð og árið á undan. Afskrifta- sjóður stóð í um 645 milljónum króna í árslok. Utlán Fiskveiðasjóðs námu um 2,6 milljörðum á síðasta ári og hækkuðu um 10% frá fyrra ári. Mest var lánað til kaupa og endurbóta á fiskiskipum eða fyrir samtals um 1,9 milljarða króna en 669 milljónir fóru til fiskvinnslunnar. Lán til fiskiskipa minnkuðu nokkuð á síðasta ári eða um rúm 15% á kostnað aukinna lána til fiskverkenda. Erlendir fjármagnsmarkaðir Bandaríkin: ÍSBENDING Mikill hagvöxtur dregur gengi hlutabréfa niður! Frekari vaxta- hækkana ekki að vænta í bráð Sigurður Jóhannesson Skammtímavextir lækkuðu hratt í Bandaríkjunum árin 1991 og 1992. Vextirþriggjamánaðaríkisvíxla fóru niður í 3%, sem samsvarar verð- bólgunni nokkurn veginn. Vextirhöfðu ekki verið lægri í mörg ár. En á þessu ári hafa þeir aftur farið hækkandi. Síðast hækkaði bandaríski seðlabank- inn helstu vexti sína um hálft prósent 17. maí en hann ræður mestu um ávöxtun skammtímabréfa á mörkuðum. Bankinn er að reyna að halda aftur af hagvexti og koma þannig í veg fyrir að verðbólga fari úr böndum. Fyrr á árinu hafði hann þrisvar hækkað vexti á millibankalánum um fjórðung úr prósenli. Þeir voru 3% í febrúarbyrjun en eru nú 4,25% og hafa ekki verið hærri síðan seint á árinu 1991. Grunnvextir seðlabankans, sem ekki skipta jafn- miklu máli og millibankavextirnir, hækkuðu úr 3% í 3,5% 17. maí. Þeir höfðu verið óbreyttir í tæp tvö ár. Vextir þriggja mánaða ríkisvíxla fóru í 4,2% sama dag. I greinargerð seðlabankans segir að lágir vextir hafi stuðlað að hagvexti árið 1993 en eftir þessa vaxtahækkun sé sáhvati horfinn. Þetta túlka flestir þannig að ekki sé von á fleiri hækkunum næstu mánuðina. Hlutabréf hækkuðu í verði við þessi tíðindi. Dow Jones vísitalan hækkaði um 50 stig. Hún var um 3720 í lok dags 17. maí og hélt áfram að hækka dagana á eftir. Vextir á 30 ára ríkis- skuldabréfum lækkuðu úr 7,44% í 7,26%. Dregið hefur úr ótta við verð- bólgu og við það lækkar ávöxtunar- krafan. Vextir langtímabréfa eru þó enn um 3% hærri en skammtímavextir og4-5% hærri en verðbólga. Þeirlækka varla að ráði fyrr en draga fer úr hallarekstri og lántökum ríkissjóðs. Vaxtahækkun seðlabankans hafði fremur lítil áhrif á gjaldeyrismarkaði. I lokdags 17. maíhafði bandaríkjadalur lækkað heldur gagnvart jeni og marki. Að undanförnu hefur margt bent til þess að aukið líf sé að færast í banda- rískt efnahagslíf. Atvinnuleysi hefur verið á niðurleið og hagvöxtur hefur aukist. I apríl vantaði 6,4% vinnuafls atvinnu, hlutfallið er nálægt 1% lægra en fyrir ári (tekin hefur verið upp ný aðferð við að reikna út atvinnuleysi og samsvarar 6,4% atvinnuleysi nú sennilega um 6% samkvæmt fyrri reikningsaðferð. Meðfylgjandi rnynd og þær tölur sem nefndar eru hér miðast við gömlu aðferðina). Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, spáði því nýlega að bandarísk þjóðarframleiðsla myndi aukast um 4,2% árið 1994, en fyrir áramót hafði stofnunin gert ráð fyrir 3,1% hagvexti. Iðnaðarfram- leiðslan hefur tekið fjörkipp. Einna mest er breytingin í bílaiðnaði. Bíla- verksmiðjur, sem áður átti að loka, eru nú reknar með fullum afköstum. Lágt gengi bandaríkjadals gagnvart jeni undanfarin misseri gerir bandaríska bíla eftirsóknarverðari en áður. Á hlutabréfamarkaði tóku menn góðum teiknum í efnahagslífinu með varúð vegna hættunnar á vaxtahækkun. Verðbólga hefur verið lítil í landinu að undanförnu, um 2,5% og hækkaði neysluvöruverð aðeins um 0,1% í apríl. En þensla í atvinnulífi gæti ýtt undir verðbólgu á næstu misserum. Það er umdeilt hvort þau batamerki sem sést hafa að undanförnu boða verðhækk- anir. Clinton forseti og starfsmenn hans hafa gert lítið úr þeirri hættu, en seðlabankamenn eru mun varkárari. Dow Jones hlutabréfavísitalan komst í tæp 4.000 stig um mánaðamótin jan- úar-febrúaren lækkaði síðan um nærri 10% íkjölfarfréttaumaukinnhagvöxt. Otti markaðarins við vaxtahækkanir reyndist á rökum reistur, en nú virðist sem hækkunum hal'i linnt í bili og verð hlutabréfa hefur hækkað í kjölfarið. Er verðbólguhættan ofmetin? Ef hagkerfið er þanið og sókn í vinnuafl eykst nægjanlega mikið fer verðbólga að aukast. Launþegar fara frarn á hærra kaup, því að þeir hafa urn fleiri stöður að velja en áður. Atvinnu- rekenduryfirbjóða hverannan. Launa- hækkunum er auðvelt að velta út í verðlag, því að vörur og þjónusta seljast vel. Víðast hvar kemst hagkerfið á þetta stig löngu áður en fullri atvinnu er náð. Það má skýra að hluta með því að ekki erjafnmikið sósteftiröllum tegundum vinnuafls. Til dæmis getur vantað þjálfað starfsfólk meðan nóg er af ungu 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.