Vísbending


Vísbending - 09.02.1995, Blaðsíða 3

Vísbending - 09.02.1995, Blaðsíða 3
varð svo órótt að örvænting réði ferðinni. í stað þess að leita skýringa á stefnu fyrirtækisins fra stjórnendunum var uppsögnum beitt þannig að öil þekking innan þess á samningunum hvarf. Þá gerðist það versta sem gat gerst að mati hagfræðinganna. Framvirku samning- arnir voru ekki framlengdir og tapið var tekið út. Hins vegar urðu sölusamn- ingarnir þá berskjaldaðir fyrir hækkun olíuverðs og það gerðist einmitt stuttu síðar að olíuverð hækkaði og skellurinn varð því tvöfaldur. í stað þess að hinir andstæðu samningarjöfnuðu metin varð tap á báðurn. Skyndilega hafði taflinu verið snúið við og vanþekkingu og seinagangi stjórnenda Metallgesellschaft og Deutsche Bank var kennt um hvernig fór. Kúrekarnir í sljórn dótturfyrirtækis- ins voru hins vegar farnir til annarra starfa sem stjórnunarsnillingar. Eina bitbeinið sem eftir stendur er spurningin hvort hægt sé að tryggja langtímasamninga með skammtíma- samningum á framvirkum mörkuðum svo vel sé. Það mál er enn ekki útkljáð en hagfræðingarnir telja það þó gerlegt fræðilega. Hins vegar bíða menn enn eftir viðbrögðum löggjafans. Þróun eða afturhaldssemi? Af ofangreindu dænii má draga ýmsan lærdóm. I fyrsta lagi er ljóst að framvirk viðskipti geta verið mjög áhættusöm ef spákaupmennska er látin ráða ferðinni og auðvelt getur verið að kaupa köttinn í sekknunt (þ.e. áhættuna). I öðru lagi kemur fram hversu mikilvægt það er að stjórnir fyrirtækja séu opnar fyrir nýjungunt og virkar við ákvarðana- töku. I þriðja lagi sýnir dæntið vel hve stjórnvöldum er tamt að setja markaðn- unt almennar skorður ef hann hegðar sér „eðlilega“ að þeirra mati. Rétt væri að stjórnvöld beittu sér fyrir aukinni hagkvæmni markaða í stað þess að reyna að hafa vit fyrir þeim sem á þeim starfa. Enn fremur væri eðlilegra að auka upplýsingallæði um starfsemi nrarkaða, eða setja þeim aðilum skorður sem augljóslega eru að eyða eða hætta verðmætum annarra án þeirra vitundar (eins og m.a. á við urn sveitarfélög). Ofanri taður hefur oft bent á að á tímum framþróunar í fjármálaviðskiptum og aukins frelsis er rétt að huga að stöðu innlendra stofnana á fjármálamarkaði. Þar rfldr á mörgum sviðurn afturhald og stöðnun, ekki síst vegna hægagangs stjórnvalda varðandi breytingar. 1 Byggt er að miklum hluta á grein er birtist fNew YorkTimesþann ló.október 1994. Höfundur er hagfrœðingur og stund- ar framhaldsnám í Bandaríkjunum Forsendur magnesíum- framleiðslu á Islandi Björn G. Ólafsson Magnesíum er léttmálmur, um þriðjungi léttari en ál, en ágætur smíðamálmur líkt og ál. Málmurinn er notaður í margs kcnar vélar og tæki, svo sem bíla, og einnig við fblöndun og framleiðslu annarra málmtegunda s vo sem áls og títaníums. Stærstu frantleiðendur magnesíums eru Dow Chentical í Bandaríkunum og Norsk Hydro í Noregi auk framleiðenda í Rússlandi. Markaður fyrir þessa framleiðslu á Vesturlöndum hefur vaxið að meðaltali um 4% á ári síðasta áratug og er nú árleg framleiðsla áætluð unt 270 þúsund tonn. Til viðbótar má gera ráð fyrir um 100 þúsund tonna framleiðslu í Rússlandi. Notkun magnes- íums hefur einkum vaxið við framleiðslu þrýstisteyptra hluta í Bandaríkjunum, en þar fimmfaldaðist magnið frá 1982-1993 og var um 25 þúsund tonn í lok þess tímabils. Mestu munar um aukningu í bílaiðnaði. A síðasta ári varð veruleg verð- hækkun á magnesíunt eftir langvarandi lægð sem stafaði einkum af auknu fram- boði frá Rússum. Ekki er hægt að spá neinu um verðþróun á næstunni, en þó er talið að framboð á ódýru magnesíum frá Rússlandi muni minnka verulega. Horfur í magnesíumframleiðslu um þessar mund- ir eru á margan hátt svipaðar þeirn sem voru í álframleiðslu í upphafi þessarar ald- ar, þ.e. búast má við verulegri framleiðslu- aukningu á næstu árunt og áratugum Framleiðsluferill ÍSBENDING aðferðirer að velja, aðferð Dow Chemicals í Bandaríkjunum þar sem lítið þurrkað magnesíumklóríð er notað og önnur algengari aðferð kennd við l.G. Farben þar sem mangesíumklóríðið er fullþurrkað áður en það er rafgreint. Framleiðslan er orkufrek og plássfrek (vegna felliþrónna) en mengnunarhætta er lítil. Athuganir hérlendis Um miðjan átlunda áratuginn gerði Baldur Líndal ásamt fleirum athugun á því hvort mögulegt væri að framleiða magnesíummálm hér á landi. Málið var einkum skoðað með það í huga hvort tengja mætti saman saltframleiðslu og magnesíumframleiðslu á Reykjanesi. Iðntæknistofnun gerði svo aðra athugun í byrjun níunda áratugarins, en auk þess hefur bræðsluaðferðin verið könnuð á vegum Jámblendiverksmiðjunnar. Tveir óvissuþættir komu strax fram varðandi rafgreiningaraðferðina. 1 fyrsta lagi varð ljóst að lokaþurrkun fyrir raf- greiningu samkvæmt aðferð I.G. Farbens var mjög vandasöm og tæknin á valdi fárra framleiðenda sem hafa einkaleyfi á sínum aðferðum. I öðru lagi var gufuafl yst á Reykjanesi ókannað að mestu. Samt sem áður bentu athuganir Baldurs Líndals og Iðntæknistofnunar eindregið til þess að aðstæður væru góðar til þess að framleiða magnesíummálm á Islandi. Því miður entist áhugi stjórnvalda ekki til að halda athugunum áfram á þessu sviði. Friðrik Daníelsson verkfræðingur gerði fyrir stuttu nýja samantekt um forsendur magnesíumframleiðsluhérálandi. Verkið var unnið að undirlagi Byggðastofnunar og Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Veigamestu breytingar sem orðið liafa frá fyrri athugunum eru þærað næg gufuorka er nú fyrir hendi á Reykjanesi og frarn- leiðslutækni og læki eru fáanleg hjá fleiri en einum aðila samkvæmt óformlegum fyrirspumum austanhafs og vestan. Þá hafa einnig kornið fram vísbendingar unt að erlendir aðilar hafi áhuga á samvinnu og þátttöku í uppbyggingu þessa iðnaðar hér á landi. Framleiðsla málmsins fer einkum fram með tvennum hætti, bræðslu eðarafgrein- ingu. I stórum dráttum fer bræðslan þannig fram að kísiljárn er brætt saman með magnesíumríku hráefni (oft berg- tegundinni dólómít) í þar til gerðurn ofni og fæst þannig hreinn magnesíum- málmur. Við framleiðslu með rafgrein- ingu er sjór leiddur í felliþró þar sem brenndu kalki er blandað saman við. Þá fellur út magnesíumhydroxíð^ sem er blandað saman við saltsýru. Úr þessu verður til magnesíumklóríð sem er þurrk- að og síðan rafgreint í magnesíummálm og klór sem er endurnýttur til saltsýru- gerðar. Rafgreining er gerð í kerjum, svipað og við álframleiðslu. Um tvær Lokaorð Magnesíumframleiðsla er einn orkufrekasti iðnaðursem þekkist. Enginn iðnaður getur sameinað á jafn afgerandi hátt mikla raforkunotkun og jarðvarma- notkun auk þess að nýta nær eingöngu innlent hráefni. Verksmiðja sem l'ram- leiðir 25 þúsund tonn af magnesíummálmi á ári þarf um 75 megavött af rafafli, 900 þúsund tonn afjarðgufu og veitiryfir 300 manns atvinnu. í framhaldi af athugun Friðriks Daníels- sonar þarf að velja erlenda samstarfsaðila og svara spumingum um arðscmi og hönn- unarkostnað innan viðunandi óvissu- marka. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.