Vísbending


Vísbending - 24.04.1995, Blaðsíða 3

Vísbending - 24.04.1995, Blaðsíða 3
Framsókn eða Viðreisn Ríkisstjómarstefnuskrár hafa orð á sér fyrir að vera almenn plögg með mörgum markmiðum en fáum aðgerðum og téð stefnuskrá er þar engin undantekning. Ríkisstjórnin hefur auk þess það öflugan þingmeirihluti að ráðherravald eflist til muna og því kannski ekki mikil þörf á mjög ítarlegri stefnuskrá. Efþetta plagg er borið saman við stefnuskrá síðustu stjómar, Velferð á varanlegum grunni, sést að annar andi svífur yfir vötnunum. Hún fjallaði um breytingar á hagstjórn til að rjúfa stöðnun í íslensku hagkerfi með auknu frjálsræði í viðskiptum og almennum aðgerðum. Þar voru velferðar- mál títtnefnd en lítið minnst á atvinnumál, enda var alvinnuleysi árið 1991 aðeins 1,5%. Nú hafa þessar breytingar á hagstjórngengiðyfir,frjálsræðiðerkomið og viðreisn hefur orðið í atvinnulífi. Ekki stendurtil að breytaþví. Nýja stefnuskráin boðar hins vegar mikil útgjöld til atvinnumálaenda atvinnuleysi núyfir5%, en minnist varla á velferðarmál. Niðurskurður ríkisútgjalda er þó óhjá- kvæmilegur (nema að menn lifi í draumaheimi), og því hlýtur aukning atvinnu- og byggðastyrkja, t.d. til landbúnaðarogByggðastofnunar, aðfela í sér niðurskurð til velferðarmála á einhvem máta. Það er rökrétt niðurstaða af lestri títtnefndrar stefnuskrár. Hvað vantar? Hvítbók haustið 1991 vakti hörð viðbrögð stjórnarandstöðu á sínum tíma og þótti argasta frjálshyggja. Nýja stefnuskráin byggir á nánast sömu forsendum og gengur lengra á sumum sviðum. Það sýnir að íslensk stjórnmál hafa þroskast mikið á seinuslu árum, hagstjórn hefur færst í nútímalegra horf, en hérlendir stjórnmálamenn hafa lengi leyft sér að hundsa viðtekin hagfræðilögmál með alls kyns pólitískum tilvísunum. Það sem helst er saknað úr stefnuyfirlýsingunni er ákveðnari stefna í einstökum málaflokkum. Sáttmálinn gefur færi á miðjumoði, án þess að hægt sé að hanka menn beint á sviknum loforðuin. Á næstu mánuðum verða ríkisstjórnar- flokkarnir og einstakir ráðherrar strax að taka til hendinni meðan þeir njóta hveitibrauðsdaga hjá þjóðinni. Lærdómsríkt er að fylgjast með því að í Bandaríkjunum hefur nýr þingmeirihluti komið fjölmörgum frumvörpum í gegnum fulltrúadeildina á örskömmum tíma, fyrst og fremst með því að keyra á sigurvímunni eftir kosningarnar. Hér á landi ætla menn hins vegar að boða til þings í 10 daga og hvíla svo þingmenn til hausts. Mestu skiptir að ráðherrarnir leggist ekki líka í dvala á sama tíma. Atvinnuleysi og vinnu- markaður Þórhildur Hansdóttir Samkvæmt nýlegri skýrslu eru um 35 milljónir manna án atvinnu í aðildarríkjum OECD og giskað er á að aðrar 15 hafi gefist upp á starfsleit eða vinni styttri vinnutímaenþeirkjósa. Þetta eru ógnvænlegar tölur, því atvinnuleysi er ekki aðeins vannýting framleiðsluþátta, heldur verða hinir atvinnulausu fyrir ýmsum sálrænum og líkamlegum skakkaföllum. ÍSBENDING í Bandaríkjunum hefur þetta ekki gerst, en launabil aukist til muna. Atvinnuleysi ungs fólks (15-24 ára) hefur einnig aukist innan ESB og virðist sem framboð nýrra starl'a sé lítið. Vinnuafl framtíðar, ungt fólk, kemstþví ekki inn á vinnumarkað með örvandi hönd og nýjar hugmyndir, en verður atvinnuleysi að bráð. Augljóslega fer þar mikið mannvit til spillis. Langtímaatvinnuley si er skilgreint sem samfellt atvinnuleysi hjá einstaklingi í 1 ár eða rneira, og af töflu sést að árið 1992 gátu unt 40% þeirra sem misstu vinnu í ESB búist ársatvinnuleysi að lágmarki, en sama hlutfall er ekki nema 11,2% fyrir Bandaríkin og 7,3% fyrir Island. Einnig má sjá að í sumum Evrópulöndum er um þriðjungur af mannafla ungs fólks atvinnulaus, en að meðaltali ereinn fimmti alls ungs fólks í ESB atvinnulaust. Staðan á Islandi Kerfislægurvandi Skipta má atvinnuleysi niður í tvo þætti: hagsveifluatvinnuleysi (e. cyclical unem- ployment) og kerfisíægt atvinnuleysi (e. structural unemployment). Hið fyrra er afleiðing kreppu og samdráttar sem hverfur í uppsveiflu, en hið seinna, kerfis- lægt atvinnuleysi, hefur hins vegar til- hneigingu til að vera afar þrálátt og veldur því mestum áhyggjum. Þá lagar vinnu- markaðurinn sig ekki nægilega fljótt að breytingum. Slíkt kemur fram sem atvinnuleysi ákveðinna þjóðlelags- og aldurshópa eða staðbundið atvinnuleysi. Ymislegt bendir til þess að kerfislægt atvinnuleysi séríkjandi hjá þjóðum ESB, en atvinnuleysi í Bandaríkjunum sé að mestu leyti bundið hagsveiflum. T.d. er staðbundið atvinnuleysi mun algengara í ESB-ríkjum en í Bandai íkjunum, atvinnu- leysistímabil lengri og flæði inn og út af atvinnuleysisskrá minna. Hlutfallsleg fjölgun nýrra starfa hefur verið töluvert meiri í Bandaríkjunum en í Evrópu, og sá sem missir vinnu vestan- hafs hefur góða von til þess að l'á nýtt starf fyrr en varir, en í Evrópu geturatvinnumissirþýtt áralangl atvinnuleysi. Hverjir verða atvinnulausir? Nú virðist ísland vera á góðu róli borið saman við nágrannalöndin hvað atvinnu- leysi varðar. I sögulegu santhengi hefur íslenskur vinnumarkaður fremur verið í ætt við Bandaríkin en Evrópu, með sveigjanleika, litlu almennu atvinnuleysi og langtímaatvinnuleysi nær óþekkt. En því ntiður bendir allt til þess að lslandauk annarraNorðurlanda, sem lengi hafagetað státað sig af háu atvinnustigi, muni troða slóð annarra Evrópulanda. Orsökin liggur m.a. íþví aðum langahríðhafanæröll ný störf á Norðurlöndum skapast hjá hinu opinbera og þegar því þraut örindi við mannaráðningar hóf atvinnuleysi að aukast. Islanderhérengin undantekning, en vinnuaflsnotkun hins opinbera jókst úr 12,4% af heildarvinnuaflsnotkun árið 1970 í 18,5% árið 1993. Opinberar atvinnuleysistölur sýna að atvinnuleysihérlendishefuraukistúr0,6% árið 1988 í 4,7% á síðasta ári. Þar sem þessi aukning kom í kjölfar kreppu má telja víst að atvinnuásland lagist með batnandi tíð. Spurningin er því aðeins Atvinnuleysi1 í OECD 1993 Allir Ungt fólk Konur Langt. atvl. Bandaríkin 6,7 13,3 6,5 11,2 Japan 2,5 5,1 2,6 15,4 Þýskaland 5,8 4,9 6,1 33,5 Frakkland 11,6 24,6 13,7 36,1 ftalía 10,2 30,6 14,6 58,2 Brelland 10,3 16,9 8,1 35,4 Danmörk 10,4 11,4 11,3 27,0 Finnland 17,7 30,8 15,6 8,2 lsland 5,2 10,4 5,2 7,3 Noregur 6,0 13,5 5,2 23,5 Svíþjóð 8,1 18,4 6,6 8,0 EFTA 7,4 12,6 7,0 13,1 Evrópusamb. 10,6 20,6 12,2 42,2 OECD 7,8 15,1 8,2 28,6 'Heimild: OECDJobs study, 1994(samrœmdaratvinnuleysisiölur) Atvinnuleysi í hópi ófaglærðra hefur aukist mikið í Evrópu síðustu árin, og framboð á vinnumarkaði virðist ekki bregðastnægilega skjótt við auknum menntunarkröfum. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.