Vísbending


Vísbending - 23.02.1996, Blaðsíða 2

Vísbending - 23.02.1996, Blaðsíða 2
áherslu á að peningunum sé vel varið. Þar með hyrfi líka sú bábilja að skattar hér á landi séu sérstaklega lágir. Jafnframt yrði mönnum ljóst að hér eru í raun og veru engir skaltlausir, jafnvel þótt auðvitað sé eðlismunur á gjöldum sem renna beint til þess að kaupa einstaklingunum sjálfum ákveðin réttindi, t.d. hjá Tryggingastofnun og hinum sem renna í óskilgreinda sam- neyslu. Jafnframt þessu yrði mönnum það jafn- óðum ljóst þegar gjöld af ýmsu tagi hækkuðu. Einstaklingareru mun næmari fyrir slíku en fyrirtækin. Kannanir sýna að fólk sækist að öðru jöfnu eftir að búa í þeim sveitarfélögum þar sem útsvar og önnur gjöld eru lægst. Launþegar sem sæju atvinnuleysistryggingagjald hækka árfrá ári hefðu þar með sjálfstæðan hvata til þess að styrkja aðgerðir sem halda uppifullri atvinnu. Jafnframtmynduþeir gæta þess vel að kjör þeirra sem bólanna nytu væru ekki betri en hinna sem þær greiddu, þ.e. launþeganna. Fríin greiðum við sjálf Löngum hefur sú leið verið farin við gerð kjarasamninga að hækka ekki laun heldur sættast á einhvers konar félags- málapakka. Sem dæmi má nefna að vinnuvikan hefur verið stytt og orlof lengt. Hjákennurumerkennsluskyldastytt. Allt kann þetta að vera góðra gjalda vert og engum hollt að vinna sér til óbótaog hætt viðaðafköstin minnki efvinnudagurinn er óhóflega langur. Hins vegar er sumar- frí orðið býsna langt hér á landi. Ef mönnum gæfist kostur á því að hækka laun sín með því til dæmis að taka þriggja vikna sumarleyfi í stað fimm er trúlegt að menn gerðu það þegar þannig stæði á. Þetta má útfæra þannig að laun verði hækkuð sem nemi orlofsprósentunni (10,17% hið lægsta) en samsvarandi upp- hæð dregin af og sett í orlofssjóð. Laun- þegum væri skylt að taka lágmarksorlof, t.d. tvær til þrjár vikur, en mættu taka jafnmikið frí eins og orlofssjóðurinn segði til um. Kjósi menn að vinna tvær vikuraffimm viknaorlofsrétti þáfengju mennþærgreiddar afvinnuveitandanum og ættu jafnframt þann hluta orlol's- sjóðsins sem eftir stæði. Með þessu móti áynnist það sama og áður. Menn yrðu sér meðvitaðir að það sem stendur undir þeirra réttindum er þeirra eigin vinna. Með því að slá af réttindunum má hækka launin. Nú ný- lega talaði fjármálaráðherra á fundi um sjálfstæðan fæðingarorlofsrétt karl- manna. Gott og vel. Þá þarf að leggja á launamenn alla gjald sem nemur þeirri vinnu sem tapast hjá karlmönnum í fæðingarorlofi. Kannski gengur það hljóðalaust fyrir sig en launþegar finna það þá greinilega að það er þeirra eigin vinna sem stendur undir réttindunum. Gilda önnur lögmál um vexti á Islandi en í öðrum löndum? HalldórS. Magnússon Umræða um vaxtamál hér á landi tekur á sig sérstakan blæ ekki sjaldnar en árlega og stundum oft á ári. Þá ráðast fram á völl fjölmiðla riddarar lágvaxtastefnu, berj a sér á brj óst og heimta lægri vexti. Framsetning þeirra er oftast á þann veg að vextir á íslandi séu of háir, atvinnulífið þoli ekki svo háa vexti, bankarnir leggi of þungar byrðar á fy rirtækin með því að krefjast hærri vaxta en sanngjarnt sé. Þvílíku verði að breyta og sjái bankarnir ekki að sér þá verði ríkisvaldið að koma til og skikka þá til þess að viðhalda „eðlilegu“ vaxtastigi hér á landi. Leyfum okkur um stund að líta fram hjá því hvort vextir á Islandi séu of háir eðaof lágir, eðakannski mátulegir, miðað við eftirspurn. Horfum á hinn bóginn til þess sem gerst hefur hér á landi á undan- förnum árum varðandi ákvarðanatöku um vexti og frelsi í gjaldey risviðskiptum. /• Aður fyrr voru hömlur ÍSBENDING af framboði og eftirspurn eftir fjármagni í hverri einstakri mynt. Aukin eftirspurn eftir lánum í þýskum mörkum leiðir t.d. til þess að vextir í þeim gjaldmiðli hækka og á sama hátt leiðir aukinn áhugi manna á því að leggja inn á reikninga í banda- ríkj adölum til þess að vextir á þeim lækka. Þannig myndast ákveðið viðmiðunarverð á alþjóðlegum markaði. Þekktasta við- miðunin er svokallaðir LIBOR vextir, sem eru þeir vextir sem bankar bjóða hver öðrum á millibankamarkaði í London. V extirnir eru venjulega mismunandi eftir lengd lánstíma, en skammtímavextir sveiflast gjarnan bæði meira og tíðar en langtímavextir, m.a. vegna viðleitni til þess að hafa áhrif á gjaldeyrisstöðu. Tökum einfalt dæmi: Fyrirtæki óskar eftir láni til ákveðins tíma í breskum pundum. Viðskiptabanki þess er væntan- lega reiðubúinn til þess að veila því um- rætt lán gegn vöxtum sem nema LIBOR vöxtum á breskum pundum, á þeim tíma að viðbættu vaxtaálagi sem getur verið mismunandi eftir mati bankans á um- ræddu fyrirtæki sem skuldara. Þannig má t.d. ganga út frá því að stórt og fjárhags- lega stöndugt fyrirtæki með hátt eigin- fjárhlutfall og góðar vonir um hagnað á næstu árum muni fá hagstæðari kjör en minna fyrirtæki með lítið eigið fé og tak- markaða möguleika á góðum hagnaði. Alla jafna verður þó að gera ráð fyrir því að mat á hverju einstöku fyrirtæki verði svipað hvar sem er og því þannig boðnir álíka vextir á hvaða markaði sent er. Ekki eru mörg ár síðan allir vextir hér á landi, bæði inn- og útlánsvextir voru ákvarðaðir af ríkisvaldinu. Bönkunum var skammtaður vaxtamunur og þeir höfðu ekkert um það að segja hvaða vexti þeir buðu viðskiptavinum sínum. Ennfremur voru í gildi veruleg höft á gjaldeyrisviðskiptum Islendinga, gjald- eyrir til utanlandsferða var skammtaður og þess vandlega gætt að menn kæmust ekki yfirerlendan gjaldeyri nemasönnur hefðu verið færðar á að til þess bæri brýna nauðsyn. Erlendan gjaldeyri máttu menn alls ekki eiga, lán mátti ekki taka í erlendum gjaldmiðli nema samkvæmt sérstökum tilskipunum og þcgar slíkt var heimilt þá var ákvörðun um gjaldmiðil iðulega tekin af lánveitanda, án þess að lántaki hefði þar nokkuð um að segja. Aðstæður nú Hér hefur orðið bylting. Bankar og aðrar innlánsstofnanir hafa nú fullt ákvörðunarvald um þau kjör sem boðin eru bæði á inn- og útlánum. Jafnframt ríkir nú fullt frelsi til þess að kaupa og selja erlendan gjaldcyri og taka eða veita lán í erlendum gjaldmiðli. Vextir áerlendum mörkuðum taka mið Við eigum val I samræmi við hið fullkomna frelsi í gjaldeyrismálum, sem nú ríkir hér á landi, geturhvereinstakurlántaki kosið íhvaða gjaldmiðli hann tekur lán. Ekki er vitað til annars en að innlendar lánástofnanir séu reiðubúnar til þess að veita viðskipta- vinum sínum lán í þeim gjaldmiðli sem þeir óska, sé viðkomandi viðskiptavinur á annað borð tal inn þess verður að honum sé veitt lán. Ennfremur má telja næsta víst að vaxtakjör, sem innlendum aðilum standi til boða á lánum í erlendum gjald- miðl i hjá hérlendri lánastofnun, séu í sam- ræmi við það sem í boði væri á erlendum markaði. Erþákomiðaðþeirri áleitnu spurningu h vort ekki sé eðlilegt að gera ráð fyrir því að lántakar hér á landi leiti eftir lánum í erlendum gjaldmiðli ef vextir á lánum í íslenskum krónum eru „of háir“ hjá inn- lendum lánastofnunum. Réttilega má benda á það að taki innlent fy rirtæki, sem fær tekjur sínar í íslenskum krónum, lán í erlendum gjaldmiðli þá fylgir þeirri lán- töku gengisáhætta. Þeirri áhættu má mæta með því að taka lánið í sömu hlutföllum og íslenska myntkarfan er samsetl. Innlendir lántakendur eru þannig að mati greinarhöfundar alls ekki neyddir 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.