Vísbending


Vísbending - 01.08.1996, Blaðsíða 2

Vísbending - 01.08.1996, Blaðsíða 2
V ISBENDING fyrirbrigði, hið sama er að gerast í flestum löndum Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Öldrun hefur því geysivíðtæk áhrif á vestræn hagkerfi.Svíþjóð hefurenn sem komið er verstu aldursskiptinguna í þessu tilliti en óhjákvæmilega munu aðrar þjóðir feta í sömu spor á næstu árum. Því gætu sænsku vandræðin, þ.e. fall í met- Eru hagfræðingar slæmir borgarar? Björgvin Sighvatsson _ rið 1993 gerðu þrír kennarar við Cornwell háskólann í Bandaríkjunum könnun á því, hvort hagfræðinemar séu líklegri en aðrir til þess að svíkjast undan samvinnu í þeirri von að hagnast á kostnað heildar. Nemendur voru beðnir um að taka þátt í ímynduðum leik, þar sem hver fékk 10 dali sem þeir gátu lagt inn á eigin banka- reikning og/eða í sameiginlegan sjóð. Áður var tilkynnt um, að skólayfirvöld myndu tvöfalda þá upphæð sem lögð yrði inn á sjóð, sem skiptist síðan jafnt á milli allra stúdenta. í þessum leik er besta lausnin fyrir heildina, að leggja alla fjár- hæðina inn á sameiginlegan sjóð. Ef t.d. 100 námsmenn gerðu slíkt þá yrði sjóðurinn 2.000 dalir eftir að skólayfir- völd hafa bætt sínum hluta við. Þegar inneigninni er síðan skipt upp fengi hver nemi 20 dali. Fyrir einstakling sem hugsaði fyrst og fremst um eigin hag er besta lausnin að leggja alla sína peninga inn á einkareikning, en allir aðrir myndu leggju sitt fé inn á sameiginlegan sjóð. Með því móti fengi hann 19,8 dali úr sjóðnum til viðbótar við 10 dala inneign á reikningi. Eftir því sem fleiri hugsa á þennan veg, því minna verður til ráð- stöfunar úr sameiginlegum sjóði sem kemur niður á heildinni. Ef allir nemar hugsuðu einungis um eigin hag þá myndu þeir leggja sína 10 dali inn á reikning og ekkert framlag fengist frá skólayfirvöldum. Hagfræðingar sjálfselskir? Athugunin leiddi í ljós að nemendur, sem stunduðu nám í hagfræði lögðu að jafnaði um 2 dali eða 20% af upphæðinni inn á sameiginlegan sjóð, en aðrirlögðu um og yfir 50%. Niðurstöðurnar voru túlkaðar á þann veg, að hagfræðinemar hugsi miklu l’rekar unr eigin hag en aðrir nemar jafnvel þegar samstarf skilar mestum ábata. Þessi niðurstaða er sér- staklega athyglisverð í Ijósi þess, að um- hverfisverndarsinnar telja, að samvinna skili meiri árangri í umhverfisvernd heldur en að hver hugsi einungis um að eflaeiginhag. Efeinn ákveðuraðsvíkja orðastiga OECD þjóða hvað varðar landsframleiðslu á mann átt eftir að henda fleiri. Hins vegar munu Islendingar sigla lygnan sjó í þessum efnum næstu 10-20 árin, en skv. spá Vísbendingar (sjá 22. tölublað 1995) mun velferðarbyrði á íslandi ekki fara að þyngjast fyrr en eftir 2010, þegar hinir fjölmennu eftirstríðs- li t til eigin hagsbóta getur það ekki aðeins haft alvarlegar afleiðingar fyrir aðra í kring heldur einnig næstu kynslóðir. Og óheiðarlegir? Til viðbótar voru lagðar spurningar fyrir nemendur til þess að kanna heiðar- leika þeirra eftir námsgreinum sem þeir völdu sér. I grófum dráttum varð ályktunin sú, að hagfræðinemar séu að öllu jöfnu óheiðarlegri en aðrir náms- menn. Það birtistt.d. áþann veg,aðþeir eru líklegri til þess að hirða peninga- veski sem firinst á víðavangi í stað þess að afhenda það réttum eiganda. Fyrr- verandi nemi úrfélagsvísindadeild, sem ég hirði ekki um að nefna hér, fjallaði um þessa niðurstöðu í Morgunblaðsgrein fyrir u.þ.b. 2-3 árum. Hann notaði tæki- færið til þess að ófrægja hagfræðinga og taldi að menntun þeirra hefði skaðleg áhrif á þjóðfélagið. Áburðurinn hrakinn í nýlegri grein1 eftir tvo hagfræði- prófessora og einn sálfræðiprófessor í George Washington háskóla birtist at- hugun sem hrekur áðurnefndar full- yrðingar. í stað þess að byggja rannsókn sína einungis á ímynduðum leik eða út- fyllingu spurningaeyðublaða þá var gerð raunveruleg könnun á hegðun nemenda. Kennararnir létu 10 eins dals seðla í frí- merkt, hvítt umslag, sem skrifað var á nafn og heimilisfang eiganda. Á tveimur kennsluönnum voru 32 slík umslög skilin eftir í skólastofum rétt áður en kennsla í hinum ýmsum hagfræðigreinum hófst. Til samanburðar voru önnur 32 umslög skilin eftir á sama hátt í öðruni fögunt og þá sérstaklegaí sálfræði, stjórnmálafræði og sögu. Umslögin voru skilin eftir á stólum eða á gólfi við kennsluborðin. I hverju umslagi var handskrifaður miði, þar sem fram kom að 10 dalirnir væru vegnaendurgreiðslu á láni. Tilgangurinn var sá að þeir, sem fy ndu umslögin, hefðu það á tilfinningunni að miðinn væri skrifaður af öðrum nemanda. Kennarar komu sjálfir umslögunum fyrir og var einungis sett eitt umslag í hvem tíma sem að meðaltali var sóttur af 15-25 nemum. Niðurstöður voru eftirfarandi: 18 um- slög, sem skilin voru eftir í hagfræði- tímum, voru endursend (56%), en aðrir nemendur skiluðu ekki nema 10 til baka (31%). Þessar niðurstöður gefa sannar- árgangar hætta vinnu. Horfur á hagvexti á Islandi eru því mun betri en í flestum ríkjum OECD á næstu árum ef aðeins er litið til framboðs á vinnuafli og velferðarútgjalda. Landsmenn þurfa því aðeins að sýna þau hyggindi í hagstjórn æskufólk hafi að einhverju að hverfa er það kemur út á vinnumarkað. lega ekki til kynna að hagfræðinemar séu óheiðarlegri en aðrir nema síður sé. Til viðbótar voru tvær spurningar lagðar fyrir nemendur í könnuninni. Fyrst voru þeir spurðir að því hversu miklar líkur væru á því að einstaklingur, sem finnur 100 dali í nafnmerktu umslagi á víðavangi skili peningunum til baka. Síðan voru þeir spurðir, hvort þeir mundu sjálfir skila 100 dölum í merktu umslagi til réttra eigenda í stað þess að stinga þeim í eigin vasa. Ekki var marktækur munur í svörun á milli hópanna við þessum spumingum, en um 25% þeirra svöruðu fyrrnefndu spurningu játandi. Hins vegar sögðust að meðaltali 68% nemanna skila pen- ingum, sem þeir fyndu sjálfir. Niður- stöður voru því á þann veg, að nemendur töldu sig almennt heiðarlegri en annað fólk, óháð námsgrein sem þeir stunduðu. Sannsögli er skýringin Eftirtektarvert er að bera svarið við síðari spurningunni saman við raunveru- legar athafnir. Um 68% hagfræðinema sögðust myndu skila umslögunum þegar raunin var 56%. Sama hlutfall annarra nema sögðust einnig myndu skila, en raunin var aðeins 31 %. M.ö.o. hagfræði- nemar voru líklegri en aðrir til þess að segja satt til um hegðun sína. Þetta er hægt að túlka á ýmsa vegu. Hugsum okkur t.d. að hagfræðingar væru spurðir að því, hvort þeir myndu svíkja undan skatti ef þeir kæmust upp með það. Af framansögðu er vel hugsanlegt að þeir my ndu frekar en aðrir s vara spurningunni játandi. Hins vegar er jafnvíst, að þegar aðilar væru í raunverulegri aðstöðu til þess að svíkja undan skatti, myndi heiðar- leiki hagfræðinga ekki vera síðri en annarra. Á sama hátt er nokkuð víst, að þegar á reyndi, munu nemendur leggja minna en 50% inn á sameiginlegan reikning eins og getið var um í upphafs- dæminu. Sennilegt er, að minni munur eðajafnvel enginn munuryrði áframlagi nemenda í sameiginlegan sjóð hvort heldur þeir legðu stund á hagfræði eða eitthver önnur fræði. Já oft fara orð í skoðanakönnunum og raunverulegar at- hafnir í daglegu lífi ekki saman. Hag- fræðingar eru því líklega ekkert verri borgararen aðrirogjafnvel betri en sumir. Höfundur er hagfrœðingur 1 AnthonyM. Yezer, RobertS. GoldfarbogPaulJ. Poppen.Journal of Economic Perspective Volume 10, number 1 - Winter 1996. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.