Vísbending


Vísbending - 06.06.1997, Blaðsíða 1

Vísbending - 06.06.1997, Blaðsíða 1
V Vi k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 6. júní1997 22. tbl. 15. árg. ,Beta“ á Verðbréfaþingi Utreikningur á framfalli verðbréfa og beta-gildi var kynntur í 18. tölublaði Vísbendingar. í fram- haldinu var ákveðið að reikna þessar stærðirfyriríslenskahlutafjármarkaðinn. Daglegt gengi hlutabréfa frá 1. janúar 1996 var fengið hjá Islandsbanka hf. og var það leiðrétt með tilliti til arðgreiðslna og útgáfu jöfnunarhlutabréfa. I útreikn- ingunum voru notuð þau hlutafélög sem voru á skrá Verðbréfaþings í ársbyrjun 1995, fyrir utan hlutabréfasjóði, og að auki var bætt við nokkrum félögum sem nú eru á skrá og til voru samfelld gögn Miklar verðbreytingar Eins og flestir þeir vita sem fylgst hafa með hlutabréfamarkaði síðasta árið hefur verð hlutabréfa hækkað mikið. Þar af leiðir hefur mælst mikil (einhliða) breyting á verðum. Það þarf því ekki að koma á óvart að beta-gildi eru há hjáþeim félögum sem mest hafa hækkað á hluta- bréfamarkaði. I töflu 1 má sjá beta-gildi einstakra hlutafélaga í þessu eignasafni. Áhættulaus verðbréf (ríkisvíxlar) eru með u.þ.b. 6% ávöxtun um þetta leiti þannig að sú ávöxtun er notuð sem grunnpunktur markaðslínunnar. Beta-gildi alls eigna- safnsins er u.þ.b. 30, sem segir það sem allir vita að verðbreytingar séu tiltölulega miklar og ekki síst hjá stærri félögum. Ef ástandið væri nokkuð stöðugt þá væri beta-gildiðnærri 1,0. Beta-gildieinstakra fyrirtækja segir til um það hvernig þau hreyfast í takt við markaðinn. Þannig má ætla að verð hlutabréfa í Eignarhalds- félaginu Alþýðubankinn hf. (er ekki nafn- breyting tímabær?) hreyfist nokkurn veginn eins og meðalfyrirtækið á mark- aðinum, verðáhætta hlutabréfanna er m.ö.o lítil. VerðbreytingaríMarel hf. eru hins vegar mjög frábrugðnar því sem gerist á markaðnum og þ ví er verðáhætta mikil. s Avöxtunin mikil s Avöxtun hlutabréfa hér á landi hefur verið mjög mikil á síðasta ári og það sem af er þessu og þær verðbreytingar skýra há beta-gildi fremur en miklar verðsveiflur í báðar áttir eins og tíðast er.Ávöxt- unin á ársgrundvelli var 118% þegar vegið er með markaðsverðmæti fyrirtækj- anna. Hæstvarávöxtuninhjá Marelhf., 328 áársgrundvelli og lægst hjáLyfjaverslun Is- lands hf. 37% en sú ávöxtun þætti mjög góð á flestum öðr- um mörkuðum. Markaðs- eignasafnið Markmiðið með útreikn- ingi framfallsins er að finna þá samsetningu sem gefur minnsta áhættu (lægst frávik) ntiðað við tiltekna ávöxtun. Eins og sjá má á mynd 1 er skurðpunktur markaðslínunnar og fram- fallsins í c.a. 85% ávöxtun og 21 % áhættu. Samsetning eignasafnsins er mjög ein- föld í þeim punkti. Einungis er þörf á hlutabréfaeign í þremur félögum, Eignar- haldsfélaginu Alþýðubank- inn hf. og Lyfjaverslun fs- Iands hf. Um 98,5% ættu að vera í hlutabréfum Eignar- haldsfélagsins, 1.1% ætti að vera í Þróunarfélaginu og 0,4% í Vinnslustöðinni. Hafa verður þó í huga að í öllum fræðum er mælt með því að fjárfest sé í minnst 8- 12 fyrirtækjum til að ná nægjanlegri áhættudreif- ingu. Eins og sjá má af töfl- unni er ekki beint samband á milli ávöxtunar og Beta- gildis, t.d. er Þormóður rammi með 91% ávöxtun á ársgrundvelli og með Beta- gildið 7,3, Eimskipafélagið er með 92% ávöxtun og Beta-gildið 18,7 og Flugleiðir sem eru með 72% ávöxtun eru nteð Beta-gildið 2,3. Mynd 1. Framfall hlutabréfa 25 hlutafélaga sem skráð eru á Verðbréfaþingi íslands Tafla 1. Avöxtun, áhætta og Beta-gildi 25 hlutafélaga sem skráð eru á Verðbréfaþingi Ávöxtun (% á ári) Frávik (%) BETA Eignarhaldsf. Alþýðub. 84 20 1,0 Eimskipafélagið 92 392 18,7 Flugleiðir 72 48 2,3 Grandi 74 44 2,1 Hampiðjan 69 159 7,6 Haraidur Böðvarsson 176 426 20,3 Islandsbanki 104 38 1,8 Jarðboranir 63 90 4,3 Kaupfélag Eyfirðinga 74 103 4,9 Lyfjaverslun Islands 37 26 1,3 Marel 328 9.501 452,4 Olíuverslun Islands 112 163 7,8 Olíufélagið 62 280 13,3 Sölusamtök ísl. fiskf. 71 45 2,2 Síldarvinnslan 211 2.306 109,8 Skagstrendingur 123 350 16,7 Skeljungur 95 239 11,4 Skinnaiðnaður 228 1.578 75,2 SR-MjöI 183 386 18,4 Sæplast 46 81 3,9 Tæknival 217 750 35,7 Útgerðarfélag Akure. 58 72 3,4 Vinnslustöðin 148 86 4,1 Þormóður ranimi 91 154 7,3 Þróunarfélagið 143 51 2,4 Meðaltal (vegið með markaðsv.) 118 634 30,2 Gögn: íslandsbanki hf., útreikningar Vísbendingar 1 Útreikningur á Beta-gildi eignasafnserekkert sérlega flókinn. Vísbending reikn- aði Betu fyrir 25 fyrirtæki. 2 Áhættan sem fylgir kaup- um á verðbréfum er oft van- nretin en arðsemin getur einnig verið góð. 3 Evrópumennirnir Fayol og Weber eru taldir helstu frumkvöðlar nútímastjórn- unar. 4 Er hægt að læra eitth vað um fjármálastjórnun af íþrótta- hreyfingunni? Tveir KR- ingar tala út um málin.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.