Vísbending


Vísbending - 06.06.1997, Blaðsíða 2

Vísbending - 06.06.1997, Blaðsíða 2
V ISBENDING Ahætta og afrakstur Tafla 1. Raunávöxtun (% á ári) 1802- 1996 1802- 1971 1871- 1925 1926- 1966 Hlutabréf 6,9 7,0 6,6 6,9 Skuldabréf 3,4 4,8 3,7 1,9 Ríkisvíxlar 2,9 5,1 3,2 0,6 Gull 0,1 0,2 -0,8 0,6 Bandaríkjadalur -1,3 -0,1 -0,6 -3,0 Heimild: Financial Times að er alþekkt að ein af ástæðunum fyrir því að greiddir eru vextir, leiga eða arður er áhættan sem felst í þeirribindingueigna sem afgj ald er greitt fyrir. Þess vegna er gjaldið lægra eftir því sem áhættan er minni. Þetta þekkja menn hér á landi: Rfkið borgar lægstu vexti af sínum skuldum meðan skuldsett fyrirtæki þurfa að greiða háa vexti. Þeir greiða því hæsta gjaldið sem erfiðast eiga með það. Þar sannast hið fornkveðna að það er dýrt að vera fátækur. En lánveit- andinn verður að horfa á áhættuna. Það er ekki óhætt að lána neinum nema þeim sem þarf ekki á því að halda. Nú er áhætta ekki eina ástæðan fyrir því að greitt er gjald fyrir peninga. Hluti af gjaldinu er vegna þess að peningarljáðir einum verða ekki notaðir annars staðar á meðan. Hluti vaxtaerþví fórnarkostnað- ur. Sá þáttur ætti að vera svipaður hvert sem lánsformið er. Ahættuþátturinn er hins vegar mjög breytilegur. Sá sem leggur hlutafé í fyrirtæki verður að taka þ ví ef illa gengur í rekstrinum. Sum ár er ekki greiddur arður og j afnframt er alltaf fyrir hendi sú hætta að fyrirtækið verði gjaldþrota og eigandinn tapi öllu framlagi sínu. Það er því eðlilegt að gerð sé meiri ávöxtunarkrafa til hlutabréfa heldur en ríkisskuldabréfa, þar sem menn geta gengið að greiðslum vísum. Að vísu eru þess dæmi að heil ríki hafi orðið gjaldþrota, en engu að síður telja menn það ólíklegt við flestar aðstæður. Skoðun á ávöxtun ýmiss konar sparnaðarforma sýnir svo ekki verður um villst að til lengri tíma liitð hefur ávöxtun af hlutabréfum verið mun betri en af öðrum sparn- aðarformum. Hins vegarhafakomið alllöng tímabil þar sem verð hluta- bréfa hefur staðið í stað eða jafnvel lækkað. Með sama hætti má benda á að kreppur og styrjaldir hafa oft gert heilu markaðina verðlitla eða verð- lausa. Þess vegna er alls ekki hægt að álykta að þó að hlutabréfamark- aðurinn í heild gefi góða ávöxtun, þegartil lengri tímaerlitið, þarf það ekki að eiga við um arðsemi af ein- stökum hlutabréfum. Bandarísk skuldabréf gefa 3,4% raunávöxtun Eflitiðertii ávöxtunarámismun- andi sparnaðarformumyfirmjög Iangan tíma sést að skuldabréf hafa átímabilinu 1802 til 1997 gefið 3,4% raunávöxtun að jafnaði. Avöxtunin er þó engan veginn jöfn og það sem kann að koma mörgum á óvart: Hún erminnstátímabilinu 1926 til 1997 eða 1,9%. Það sem veldur þessari litlu ávöxtun er fyrst og fremst verðbólgan semjókst stórlegaá þessu tímabili frá því sem menn höfðu áður þekkt. Nú hin síðari ár hefur ávöxtunin glæðst á ný.enþaðer athygl- isvert að í Banda- ríkjunum hefur ríkið nýlega gefið út 10 ára verðtryggð skuldabréf með 3,5% raunvöxtum. Loks þegar stórþjóðir hafa lært lexíuna um verðbólguna eru íslend- ingar hvattir til að gleyma henni. Hlutabréf gefa hæsta ávöxtun Atímabilinu 1802 til 1997hafahluta- bréf gefið hæsta og jafnasta raun- ávöxtun. Hún nemur á tímabilinu í heild milli sex og sjö prósentum að jafnaði. Þetta jafngildir V/H-hlutfalli 14,2 en það er nú mun hærra á flestum mörkuðum og einna hæst á Islandi, rúmlega 26. Sumir hafa reynt að skýra hátt V/H-hlutfalI nú með því að markaðurinn hafi loks séð að hlutabréf gefi mun meiri ávöxtun til lengri tíma en önnur sparnaðarform vegna þess að fyrirtæki hafi verið of lágt verðlögð. Sú kenning er vafasöm, því að athugun á Framhald á síðu 4 „Nú eru allar þær hallir hrundar til grunna“ Sumir telja víst að mikil ávöxtun sé tryggð um alla framtíð vegna þess hve há hún er nú. Það er ekki í fyrsta sinn sem sú skoðun hefur verið uppi. Það er fróðlegt að lesabréfDr. ValtýsGuðmundssonartil stjúpföðursínsumogeftirfyiTÍ heimstyrjöldina, en margur „spekúlantinn" mun eiga svipaða sögu. Valtýr, sem bjó í Danmörku, varð fyrirýmsum hughrifum m.a.: Sjálfsánægju, óvissu, afneitun og uppgjöf. Hann hélt þó í vonina um að allt lagaðist á ný uns hann að lokum horfist í augu við raunveruleikann. ,,[Þú átt ekki að hafa] peninga þína í banka [heldur] í pappírum sem gefa hærri vextir". Á stríðsárunum 1914-18 ,,[E]fnahagur minn [er] nú orðinn góður, þó hann sé langt frá því sem eg hef heyrt að einhver íslenzk blöð hafi verið að íleipra með“. 5.10.1919 „ ... eg keypti (eins og margir fleiri) í sumar álitlega fúlgu af mörkum til að græða á þeim. En þá stóðu þau í 30 aurum, og héldu flestir þá að lengra myndu þau varla komast niður á við, en fljótt stíga miklu hærra.“ 8.11.1919 „Eg keypti 100 þúsund mörk á 30 aura hvert og sit nú með þau með 25 þúsund króna tapi, ef eg ætti að selja þau nú. En það geri eg auðvitað ekki, heldur bíð með þau þangað til þau ná sér aftur. Óg sá kemur tíminn, að þau gera það, þó þess verði nokkuð að bíða, og þá vonast ég eftir álitlegum gróða“. 7.2.1920 ,,[A stríðsárunum] græddi eg svolítið á „spekúlatiónum" ... en eftir að stríðið hætti hrundu þau verðbréf sem eg átti, niður úr öllu valdi og það svo, að síðastliðið haust var eg búinn að tapa öllu, sem eg hafði grætt og meiru til, og lá við, að eg yrði neyddur til að selja öll mín verðbréf. En með góðra manna aðstoð, sem bera mikið traust til mín í peningasökum tókst mér að halda öllum mínum verðbréfum. Og nú hafa þau stigið talsvert aftur og gefa góðan arð, svo eg vona að eg nái mér aftur efnalega". 25.2.1920 ,,[E]g og aðrir urðu öl vaðir af gróðanum á hlutabréfum, sem varð svo feikilegur meðan ástríðinu stóð. En núeru allarþær hallirhrundar til grunna ... [eg hefði átt] aðlátamér nægja minni gróða ... . [E]g hafði tekið stórlán út á þau (til þess að geta keypt meira af þeim), og þegar hrunið kom, heimtaði bankinn stöðugt nýjar innborganir ...“2s.11.1922 ,,[E]g er nú alger öreigi, já meira en það, sit með stóra skuld á baki. Verðbréf mín hafa alltaf verið aðfallasíðan 1918... [T]il aðgetahaldiðþeim hafði Jóhannes mágurminn lánað mér 30 þúsund. En nú í síðustu kollhríðinni tapaði eg öllu, og hans peningum með, sem mig tekur sárast." 3.3.1923 Heimild: Dr. Valtýrsegirfrá, Finnur Sigmundsson bjó tilprentunar, Bókfellsútgáfan Reykjavík, 1964. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.