Vísbending


Vísbending - 20.02.1998, Blaðsíða 3

Vísbending - 20.02.1998, Blaðsíða 3
V ISBENDING Að halda haus í tölvumálum Frá því að einkatölvur héldu innreið sína í fyrirtæki fyrir u.þ.b. 20 árum hafa orðið miklar breytingar í starfsháttum og vinnulagi viðskiptalífs- ins. Tölvur eru nú á hvers manns borði og í samskiptum reiða menn sig sífellt meir á tölvur og tengingar þeirra á milli. El' litið er til atvinnusögunnar má líkja tölvuvæðingunni við byltingu. Hvort þessi bylting hefur leitt af sér þá hagræð- ingu sem ætla hefði mátt að yrði er um- deilt. Ekki er ósennilegt að við komu fyrstu ritvinnsluforritanna og töflureikn- anna hafi orðið nokkur framleiðniaukn- ing en eftir það hefur lramleiðniaukn- ingin verið hlutfallslega minni. Fyrir nokkrum árum var því spáð að innan skamms myndi notkun á pappír snar- minnka og að pappírslausar skrifstofur yrðu allsráðandi. Reyndin lil þessa er önnur. Því má jafnvel halda fram að eftir að einkatölvurnar komu til sögunnar hafi orðið sprenging í pappírsnotkun, annars vegar vegna þess hversu auðvelt er að búa til efni á tölvunum og ekki síður vegna þess að flestir eiga erfitt með að lesa mik- inn texta af tölvuskjám. Hröð úrelding róunin í einkatölvum hefur verið ótrúlega hröð frá því að fyrsta IBM PC tölvan kom á markað. Sú fyrsta var 4,77 MHz en nú eru hraðvirkustu Intel örgjörvarnir 333 MHz og að auki fram- kvæma þeir ntun fleiri og flóknari að- gerðir á h verj um klukkuhring. I ntel gefur út vísitölu þar sem reynl er að áætla afkastagetu mismunandi örgjörva. Vegna þess hve miklar breytingar hafa orðið við kynslóðaskipti erekki hægt að bera saman afkastagetu elstu örgjörvanna og þeirra nýjustu. Samkvæmt vísitölunni hefur333 MHz Pentium 11 örgjörvinn gildið 366 en 75 MHz Pentium hefur gildið 67. Ekki er óalgengt að nýjar tölvur úreldist á þremur til fjórum árum. Það getur því veriðáhyggjuefni effyrirtæki þarfaðfjár- festa 100 til 150 þúsund krónur á starfs- mann á þriggja ára fresú. Auk þess sem hugbúnaði lleygir fram og þarfnast sí- felldrar endurnýjunar. Nokkur einföld ráð il að halda haus í þessari öru þróun er æskilegt að vinna skipulega og ætla sér tíma til að skoða möguleikana sem fyrir hendi eru. Mikilvægler aðhafalista með upplýsingum um tölvubúnað fyrir- tækisins því að oft er hægt að færa til tölvur milli verkefna í stað þess að kaupa nýjar. Á slíkum lista þarf að koma fram: hvenær tölvan var keypt, seljandi, not- andi, hvaða örgjörvi er í tölvunni, hversu mikið minni, hversu stór harður diskur og hvaða aukabúnaður er á henni (geisladrif, netkort o.s.frv.) Á sama hált er æskilegt að halda lista yfir þann hug- búnað sem lyrirtækið á og hverjir eru að nota hann. Það á að vera skráð regla sem fylgt er eftir í öllum fyrirtækjum að ein- ungis sé í notkun löglegur hugbúnaður. nýjan örgjörva og oftast þarfað bæta við minni. Stundum er hægt að nýta minni af eldra móðurborði. Helmingsaukning á minni í tölvum getur stundum verið á við það að færa sig upp um örgjörva þegar hraði og vinnslugeta tölvu er metin. Nýjasta nýtt Hver þarf hvað? vað getur verið flókið mál að úthluta rfölvunt til starfsmanna. Sum vinnsla er með þeim hætti að hún krefst mikillar reiknigetu og önnur vinnsla krefst mikils diskrýmiso.s.frv.Einniggetatilfinninga- legir þættir komið inn í myndina, t.d. af- brýði vegna þess að annar notandi er með öflugri tölvu. Sá mælikvarði sem sumir nota er að meta hvort líklegt sé að fjár- festing í tölvu á þriggja ára fresti dragi úr afköstum starfsmanns sem hefurjafngildi eðamargfeldi tölvuverðsins í laun áhverj- um mánuði. Þannig mætti segja sem svo að ef kostnaður við starfsmann er 300.000 krónur á mánuði þá þarf hann aðeins að spara sér tæplega þrjá tíma á mánuði með tölvunotkuninni til að 150.000 króna fjár- festing í lölvu á þriggja ára fresti borgi sig. Endurnýjun Þegar augljóst er að gera þarf endur- bætur á tölvukosti er ekki alltaf besta ráðið að hlaupa út í tölvubúð og kaupa tölvu af nýjustu og bestu gerð. Stund um getur verið nægilegt að auka við innra minni tölvunnar, kaupa nýjan harðan disk, kaupa nýjan skjá eða skjákort. Olt er það einnig hag- kvæmt að kaupa nýtt móðurborð í tölvu og nýta þarmeðannan bún að, kassa, spennubreyti, auka- búnað, skjáogdiskadrif. Mcð móðurborði þarf að kaupa Þegar nýjungar í tölvuheiminum koma frant er gjarnan þyrlað upp miklu moldviðri.Margirminnastkynningarinn- ar á stýrikerfinu Windows 95 frá Micro- soft. Það sama hefur stundum gerst þegar nýir örgjörvar koma á markað. Reynslan hefur kennt mörgum að bíða þess að rykið setjist. Nýjungarnareru stundum gallaðar og stundum borgar sig að bíða nokkra mánuði bæði vegna þess að verð lækkar tiltölulega hratt á tölvuvörum og ekki síður vegna þess að gallar í frumútgáfum eru gjarnan lagfærðir þegar reynsla er komin á búnaðinn. Og það elsta Aætlað er að árið 1996 hafi 30 millj- ónum einkatölva verið hent á haug- ana. Tölvuframleiðandinn IBM tekurár- lega við um 40.000 tonnum af tölvubún- aði og endurnýtir um 88% af honum með einhverjum hætti. Mörg fyrirtæki úti í heimi hafa það til siðs að gefa skólum úreltar lölvur og slíkt hefur einnig tíðkast hérlendis. Úrelt fyrirtækistölva getur verið vel fallin til kennslu á töflureikni eða ritvinnslu í skóla. Önnur frumleg að- ferð er að koma úreltri tölvu í hendurnar á listamönnum sem geta útbúið listmuni úrslíkum hlutum, samanberljósmyndina af lampanum hér á síðunni en hann er búinn til úr hlutum úr hörðum diski. Myndin erfenginaðlániúrblaðifrálBM. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.