Vísbending


Vísbending - 22.05.1998, Blaðsíða 2

Vísbending - 22.05.1998, Blaðsíða 2
ISBENDING Einkavædd fyrirtæki blómstra Frá þv! að einkavæðingarbylgjan fór af stað af alvöru um og eftir miðjan síðasta áratug hafa nokkur þeirra fyrirtækja sem einkavædd voru verið skráð á verðbréfamarkað. í flestum til- vikum hefur frammistaða þeirra á mark- aði verið góð. Ef skoðuð er frammistaða fyrirtækjanna samkvæmt þeim aðferðum sem kynntar eru á síðu 1 hér að framan þá má sjá að í tíu efstu sætunum eru fimm fyrirtæki sem áður voru að meira eða minna leyti í eigu ríkis eða sveitarfélaga. Sjötta fyrirtækið er Lyfjaverslun Islands sem er í tólfta sæti afþeim nítján sem um er fjallað í áðumefndri könnun. Að auki eru skráð á Verðbréfaþingi Islands þrjú önnur félög sem hafa verið í eigu ríkisins, Þróunarfélag Islands, Bifreiðaskoðun Is- Iands og nú síðast Járnblendifélagið. Hér fyrir neðan er fjallað urn frammistöðu einstakra fyrirtækjaeftirþví sem talnaefni gefur tilefni til. Grandi Grandi varð til árið 1985 vió samein- ingu Bæjarútgerðar Reykjavíkurog ísbjarnarins. Síðar, eða árið 1990, sam- eignaðist Hraðfrystistöðin Granda og að auki á félagið 99,9% eignarhlut í Faxa- mjöli. Arðsemi eigin fjár síðastliðin fimm ár hefur verið rúmlega 17% að meðaltali. Velta hefur vaxið um 108% á sama tíma. Frumherji Arið 1988 var fyrirkomulagi bifreiðaskoóunar breytt hér á landi. Stofnað var fyrirtækið Bifreiðaskoðun Islands. Þetta fyrirtæki var aö helmingi í eigu ríksisins og hinn helmingurinn varí eigu54annarraaðila. I sept- ember 1996 var þessu fyrirtæki skipt upp i tvö hlutafélög og dró ríkið sig þá alfarið út úr Bif- reiðaskoðun. Nafni fyrirtækisins var síðan breytt í Frumherja á þessu ári. Tæplega 22 milljóna króna tap var á rekstri félagsins á síðasta ári en það var f'yrsta heila reikningsár hins nýja félags. Eig- ið fé þess var tæplega 282 millj- ónir króna í árslok 1997. r Islandsbanki r Islandsbanki varð til við sölu Útvegsbanka íslands pg sam- einingu Iðnaðarbanka Islands, Verzlunarbanka Islands og Al- þýðubanka íslands árið 1989. Bankinn tók til starfa árið eftir. Meðalarðsemi eigin fjárbankans síðustu fimm ár hefur verið 7% en arðsentin hefúr farið batnandi nteð hver j u árinu og var á síðasta ári 21%. Veltu- aukning síðustu fimm árin var tæplega 11%. Þormóður rammi Ríkið átti 98% hlut í Þormóður rammi á Siglufirði fram til ársins 1990. Þá var félagið selt og santeinað Drafnari og Eglissíld. Ríkið átti þó áfram 20% í félag- inu en sá hlutur var seldur 1994. Félagið hefur síðan sameinastnokkrum iýrirtækj- um og heitir nú Þormóður rammi - Sæ- berg. Arðsemi eiginíjársíðastliöinfimm ár hefur verið 21% að meðaltali á ári og veltuaukning á sama tíma 134%. Þess ber þó að geta að í kjölfar sameiningar á síðasta ári jókst veltan um þriðjung að ætla má. Jarðboranir Jarðboranir voru stofnaðar árið 1986 og var að helmingi í eigu ríkisins á móti helmings eignarhlut Reykjavíkur- borgar. Hluti eignarinnar var seldur með almennu útboði árið 1992 og var hlutafé einnig selt á árunum 1994 til 1995. Hita- veita Reykjavíkur á þó enn 20% afhluta- fénu og hyggst eiga þann hl ut áfram. Með- alarðsemi eigin ljár síðastliðin fimm ár hefur verið 6,6% en veltuaukning var 182%. Mynd 1. Meðalarðsemi eiginjjár sl. fimm ár hjá nokkrum fyrrum ríkisfyrirtcekjum Þormóður rammi 18% Þróunarfélag íslands Þróunarfélagið var stofnað 1985 að frumkvæði þáverandi ríkisstjórnar. Tilgangur þess var að örva nýsköpun og efla arðsama atvinnustarfsemi. Hlutur rík- isins var tæplega 30% árið 1992 þegar bréfin voruseldtólflífeyrissjóðum. Ríkið átti þó óbeina aðild að félaginu í gegnum ýmsa opinbera sjóði og nam sú hlutdeild um 40% um síðustu áramót, 30% voru í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, 6,3% í eigu Landsbanka íslands og 3,7% í eigu Búnaðarbanka Islands. Arðsemi eigin Ijár síðustu fimm ár var rúmlega 21 % að meðaltali og veltan hefúrrúmlega tífaldast á sarna tíma. F élagið er nú nokk- urs konar hlutabréfasjóður. SR-mjöl FyrirtækiðhétSíldarverksmiðjurríkis- ins áður en það var selt í desember 1993. Félagið hóf rekstur nýrrar verk- smiðju í Helguvík á síðasta ári og starf- rækirþaðnú íimmverksmiðjurvíðsvegar um landið. Arðsemi eigin fjár síðustu fimm árin var 17,5% að meðaltali og veltuauking á sama tírna var 55%. r Lyíjaverslun Islands Lyfjaverslun Islands var stofnuð 1994 á grunni Lyijaverslunar ríkisins sem hafði starfað frá 1986. Hlutabréfríkisins voru seld í tveim útboðum í lok árs 1994 og i upphafi árs 1995. Eignaraðild var mjög dreifð í upphafi og var eignarhlutur stærsta hlulhafans aðeins 3,2% Iengst af. Þetta hel'ur breyst því að samkeppnisaðilinn Pharmaco hefúr eignast tæplega 10% hlut í félaginu á síðustu mánuðuin. Arðsemi eigin ijár síðustu fimm árin hefurveriðrúmlega 10%að meðaltali og veltuaukning á sama tíma 58%. 21% 21% Lyfjaverslun Islandsbanki Jarðboranir Vel heppnað Almennt er því hægt að segja um einkavæðinguna hér á landi að hún sé vel heppnuð. Fyrirtækin hafaallflest náð góðu flugi og rekstur þeirra skilar vel af sér. Sala hlutabréfa Járn- blendifélagsins markar enn ein tímamótin í þessu ferli sem von- andi mun halda áfram. Heimildir: Einkavæðing á Islandi, greinasafn, útg. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu og Samtök verðbréfafyrir- tækja, febrúar 1997. Islensktatvinnulif. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.