Vísbending


Vísbending - 18.02.2000, Blaðsíða 2

Vísbending - 18.02.2000, Blaðsíða 2
/ V ISBENDING Fyrírtækj asamningar Gyll'i Dalmann Aðalsteinsson vinnumarkaðsfræðingur Islenskur vinnumarkaður hefur mörg sérkenni í samanburði við nágranna- löndin. Hann er smár, fjöldi verka- lýðsfélaga er mjög mikill og þátttaka í þeim með því mesta sem gerist, verkfallstíðni hefur fram til þessa verið há og kjarasamningagerð ýmist verið miðstýrð eða valddreifð. Islenskur vinnumarkaður hefu.r lengstum ein- kennst af miðstýrðri heildarhyggju þar sem heildarsamtök launþega og vinnu- veitenda hafa gert kjarasamning fyrir hönd mjög breiðs hóps stéttarfélaga og fyrirtækja óháð afkomu og stöðu ein- stakra fyrirtækja. Reglan hefur verið sú að samið hefur verið um sömu kaup- hækkun fyrir alla óháð því hvernig afkoma einstakra fyrirtækja hefur verið. Á uppgangstímum í efnahagslífinu hefur verkalýðshreyfingin reynt að sækja aukinn kaupmátt og einstök stéttarfélög samið sjálf fyrir hönd félagsmanna sinna. I efnahagslægð, þegar verkalýðshreyfingin hefur verið að verja kaupmátt launþega, hafa heildarsamtök launþega oftar en ekki gengið sameinuð að kjarasamninga- borðinu. Þó verkalýðshreyfingin hafi að stórum hluta byggst á heildarhyggju þá hefur þróunin í nágrannalöndum okkar verið meira í átt til einstaklings- hyggju. Þessarar þróunar er þegar farið að gæta hér á landi að vissu marki og má sem dæmi nefna fyrirtækjasamninga. Stórt skref til framfara Isíðustu kjarasamningum var stigið stórt skref við þróun kjarasamninga hér á landi þegar tekin voru inn í kjara- samninginn ákvæði um fyrirtækjaþátt. Ólfkt því sem gerðist í nágrannalöndum okkar þá kom frumkvæðið frá verkalýðs- hreyfingunni. I kjarasamningaviðræð- unum 1997 lagði Verzlunarmannafélag Reykjavíkur grunninn að þessari þróun fyrirtækjasamninga og má telja líklegt að í framtíðinni muni samningar þróast meira í þá átt. Hugmyndin að baki fyrirtækjasamn- ingum er að færa ákvörðunartökuna í kjaramálum nær hinum eiginlegu við- semjendum þ.e. launþegum og fyrirtæk- inu sem þeir vinna hjá, og dreifa þannig ákvörðunartökunni um kaup og kjör. Meginmarkmiðið fyrirtækjasamn- inga er að efla samstarf starfsfólks og stjómenda fyrirtækja og skapa forsendur fyrir bættum kjörum starfsfólks með aukinni framleiðni. Markmiðið er sem sagt að þróa kjarasamninginn og laga hann að aðstæðum fyrirtækja þannig að hann nýtist betur báðum aðilum. Ávallt er gengið út frá því að skilgreind- ur ávinningur skiptist milli starfsmanna og fyrirtækisins eftir mjög skýrum forsendum. I þessum samningum er m.a. stefnt að styttri vinnutíma með sömu eða meiri framleiðni. Öflugt kerfí trúnaðarmanna er mikilvæg forsenda þess að fyrirtækja- samningar gangi upp en í fyrirtækjaþætti kjarasamnings er gengið út frá því að trúnaðarmenn stéttarfélaga séu í forsvari fyrir starfsmenn í viðræðum við stjómendur fyrirtækja. Trúnaðarmönn- um er t.d. tryggður eðlilegur tími til þess að sinna undirbúningi og samningsgerð í vinnutíma og þeir eiga ekki að þurfa að gjalda fyrir störf sín við gerð samnings- ins. Ennfremur eiga trúnaðarmenn rétt á upplýsingum varðandi launagreiðslur, afkomu, framtíðarhorfur og starfs- mannastefnu fyrirtækisins. I ljósi þessa er brýnt að efla störf og menntun trúnaðarmanna og gera þá betur í stakk búna til þess að mæta vinnuveitendum við samningaborðið. Til hagsbóta fyrir alla Rannsóknir í vinnumarkaðsfræðum hafa sýnt fram á að fyrirtækjasamn- ingar geti bæði verið til hagsbóta fyrir launþega og atvinnurekendur. Ný stjórnunar- og skipulagsaðferð sem er að ryðja sér til rúms víða, svokölluð mannauðsstjórnun (e. Human Re- source Management), byggir á þeirri hugmyndafræði að hagsmunir laun- þega og vinnuveitenda séu ekki endilega andstæðir heldur oft sameiginlegir. Hér þarf því að innleiða nýja hugsun meðal stjórnenda, starfsmanna og hagsmuna- aðila á vinnumarkaði. Það er mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja nýti þann mannauð sem býr í starfsmönnum í þeirri viðleitni að bæta árangur fyrirtækja og um leið kjör launþega. í upphafi 8. áratugarins áttu sér stað í heiminum margvíslegar efnahagslegar breytingar og þróun þegar til lengri tíma er litið. Þessi þróun hefur átt stóran þátt í að móta stjómun starfsmannamála sem og vinnumark- aðsmál almennt. Efnahagsgerð landa hefur verið að breytast og ákveðinnar formgerðarbreytingar hefur gætt á vinnumarkaði. Störfum í framleiðslu hefur fækkað og störfum í þjónustu fjölgað. Á sama tíma hefur iðnaðar- og landbúnaðarstörfum fækkað. Fyrirtæki eru í æ rikara mæli farin að skilgreina sig sem þjónustufyrirtæki. Stjórnendur fyrirtækja hafa einkum verið að kalla eftir auknum sveigjanleika og fram- leiðni. En aukin samkeppni, bæði inn- lend og alþjóðleg, kallar á slíkt. Fyrirtæki í dag eru ekki eingöngu að keppa á heimamarkaði heldur er heimurinn að verða eitt markaðssvæði, þ.e. tollamúrar og aðrar hindranir eru að hverfa. Til þess að lifa af í slíku umhverfí þurfa fyrirtæki að búa yfir hæfu starfsfólki og leggja rækt við mannauðinn, svo vitnað sé í Jack Welch þar sem hann talar um velgengni fyrirtækja: „ ... framleiðni- aukning næst með því að virkja starfsfólk og skapa þannig vinnu- aðstæður að starfsfólk hafi áhuga á starfinu. Það verður að vera stjórn- endum meðvitað að starfsfólk (mann- auðurinn) er lykillinn að öllu. Og sú hugsun er mikilvæg að gera sérhvern starfsmann mikilvægan annars geta fyrirtæki átt erfitt uppdráttar.“' Bætt samkeppnisstaða Irannsókn sem gerð var í 17 Evrópu- löndum og náði til 16.000 stjórnenda kom m.a. í ljós að launaákvörðun hefur færst meira frá þvf að vera ákveðin í heildarkjarasamningum á milli aðila vinnumarkaðarins (heildarhyggja) og inn í fyrirtækin sjálf eða jafnvel inn í einstakar deildir fyrirtækja. Enn fremur er það áberandi að laun eru mismunandi milli starfsmanna innan sama fyrirtækis. Launataxtar eru á undanhaldi og laun eru farin að endurspegla frammistöðu starfsmanna. Nýleg launakönnun Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur styður þetta að nokkru leytí en þar kom fram að meðallaun VR-félaga eru langt fyrir ofan venjulegan launataxta og einungis 5% félagsmanna VR taka laun eftir þeim. I ljósi þessa er aukin áhersla á gerð fyrirtækjasamninga ein leið til þess að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja og um leið kjör starfsmanna þar sem aðilar leggja upp með þann vísdóm að hags- munir vinnuveitenda og launþega eru sameiginlegir en ekki andstæðir. Kostir fyrirtækjasamninga eru ótvíræðir, með þeim skapast vettvangur þar sem stjórn- endur fyrirtækja og fulltrúar starfsfólks skiptast á skoðunum um framtíð, rekstur og stefnumótun fyrirtækisins. Þannig fá starfsmenn meiri innsýn inn í stöðu fyrirtækja og geta með beinum hætti haft áhrif á starfskjör sín. Á sama tíma geta fyrirtæki og launþegar komist undan þeirri miðstýrðu heildarhyggju sem einkennt hefur íslenskan vinnu- markað. 1 ,Jack Welch’sLessonsforSuccess,“ForrM/ie, 25.jan., 1993, bls. 86-93. Tilvitnun frá Noel Tichy, Control Your Destiny or Someone Else Will, 1993 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.