Vísbending


Vísbending - 07.04.2000, Blaðsíða 4

Vísbending - 07.04.2000, Blaðsíða 4
Athugasemd Ritstjóm Vísbendingar var send eftir- farandi athugasemd við grein Þórólfs Matthíassonar, „Framleiðniþróun í íslenskum fiskveiðum “, sem birtist í 11. tbl. árið 2000. V_______________________________J / IV ísbendingu hinn 17. mars 2000 skrifar Þórólfur Matthíasson grein, sem nefnist Framleiðniþróun í íslenskum fiskveiðum, þar sem hann fjallar um nýlega skýrslu um þetta efni, sem starfs- hópur á vegum sjávarútvegsráðu- neytisins skilaði af sér í lok sl. árs. Starfshóp þennan skipuðu Ragnar Árnason, formaður, Benedikt Valsson og Ásgeir Daníelsson. Starfsfólk Hag- fræðistofnunar Háskóla Islands, þar á meðal undirritaður, sá um að taka saman efni í skýrsluna og skrifa hana. í grein Þórólfs er tekið fram, að Ragnar sé formaður Hagfræðistofnunar og ýjað að þvr að þess vegna hafi annar- legir hagsmunir ráðið ferðinni við skýrsluskrifin. Síðarí greininni erfjallað um þá mælikvarða, sem notaðir voru til að mæla framleiðni, og gefið í skyn að einkennilegt sé að framleiðnin mælist misjöfn eftir því hvaða mælikvarðar eru notaðir. Loks er rætt um græna þjóð- hagsreikninga og sett fram dæmi um hvernig rétt hefði verið að meta framleiðni. Af lestri greinarinnar virðist sem höfundur hennar skilji ekki framleiðni- ^I (Framhald af síðu 1) kerfis- og reglubreytingar, umframfram- boð fjármagns og jafnvel fjárhagsleg nauðhyggja. Allt hefur þetta leitt til þess að losað hefur verið um þá pattstöðu sem bankakerfi landa hafa verið í og hefur leyst úr læðingi nýja samkeppnis- krafta. Mikilvægasti krafturinn er að opnað hefur verið fyrir inngöngu nýrra fyrirtækja bæði vegna þess að landa- mærahindranir hafa verið traðkaðar niður og vegna þess að tæknin hefur gert nýjum aðilum auðveldara um vik að komast inn á markaðinn. Netið er þar stærsti þátturinn og lágmarkar þörfina fyrir sérstök útibú sem eru verulegur baggi á bankastarfsemi. Reyndar má segja að markaðurinn hafi opnast upp á gátt því að það er fátt sem hindrar hefðbundin fyrirtæki með trausta stöðu, eins og t.d. Eimskip eða tryggingar- félögin hér á landi, í því að fara inn á fjármálamarkaðinn. Allt þetta leiðir til aukinnar samkeppni og minni arðsemi fjármálafyrirtækja sem, eins og oft vill verða, ýtir undir sameiningar. ísland í alþjóðasamhengi Sameining Landsbankans og Búnaðarbankans er í takti við þá þróun sem átt hefur sér stað erlendis og hugtakið til fulls né átti sig á þeim mælikvörðum sem notaðir eru til að meta framleiðnibreytingar. Þaðertil aðmynda ekkert óeðlilegt þótt framleiðni fjármuna falli á sama tíma og heildarþáttafram- leiðni vaxi, einfaldlega vegna þess að framleiðni annarra þátta getur hafa verið að aukast mikið. Þetta er lykillinn að því að fyrirtæki skipta út einum framleiðslu- þætti fyrir annan. Með þríþátta- framleiðni er reynt að taka tillit til þess að þrír framleiðsluþættir eru notaðir við fiskveiðar; vinnuafl, fjármunir og fiskistofnarnir. Ef gengið er hratt á stofnana á tilteknum tímapunkti getur sú ofveiði vissulega leitt til framleiðni- aukningar í afar stuttan tfma. Til lengri tíma litið mun hins vegar framleiðnin falla vegna þess að afli á sóknareiningu verður minni þegar stofnarnir eru minni. Lokakafli greinarinnar um grænu þjóðhagsreikningana er óskýr og engan veginn ljóst hvað höfundur er að fara. Hingað til hefur Vísbending verið talið all vandað blað og greinar í því hafa oftsinnis vakið athygli. Það er von mín og vissa að Vísbending geti haldið þeirri stöðu sinni á markaðnum, en slíkt verður þó hvorki gert með því að leyfa birtingu greina með ómerkilegum að- dráttunum né greina er byggja á mis- skilningi og ótraustum fræðilegum grunni. Með vinsemd og virðingu, Sveinn Agnarsson Hagfræðistofnun Háskóla íslands myndi fela í sér ótvíræða hagræðingu sem nást myndi með því að leggja niður útibú. Pólitíska vandamálið, sem jafnan stendur í vegi fyrir bankasamrunum í Evrópu, er að fækkun starfsfólks er yfirleitt nauðsynleg. Það er hins vegar þjóðfélagslegur sársauki sem mun aðeins aukast eftir því sem það er dregið á langinn. Nýi bankinn, Islandsbanki - FBA hf., hefur ekki þessa augljósu hagræð- ingarmöguleika en skilvirknin á að felast í auknum tækifærum, ekki hvað síst á erlendri grundu. Alþjóðavæðing hljóm- ar oftast vel en er hins vegar ekki einföld í framkvæmd og það er erfitt að sjá að þessi nýi banki hafi eitthvað umfram aðra banka á alþjóðavellinum upp á að bjóða, nema kannski krónuna. Tæki- færin í fjármálageiranum eru hins vegar mörg og efnilegt starfsfólk í hinum nýja banka er alveg samkeppnishæft við starfsfólk erlendra banka og frumleiki og dugnaður þjóðarsálarinnar getur jafnvel fleytt honum langt. Ekki má heldur gleyma því að með því að búa til stærri einingu og kræsilegri er hugsan- legt að einhver erlendur banki vilji taka hann yfir. Þá græða hluthafamir. Heimildir: OECD, ECB, Wright Investors' Service, VÞÍ, Economist, Financial Times, ársreikningar fjármálafyrirtækja. ISBENDING Aðrir sálmar \_____________________________________/ Úlfur,úlfur, úlf... N Vísitala tæknifyrirtækja, Nasdaq, í Bandaríkjunum hefur tekið dýfuna. Hækkun vísitölunnar frá áramótum var næstum þurrkuð út á einni nóttu fyrir skömmu. Dómur í máli bandaríska ríkisins gegn Microsoft hefur verið nefndur sem ástæðan. Það er hins vegar erfitt að sjá hvers vegna dómurinn hefði átt að hafa mikil áhrif á verð hlutabréfa í Microsoft þar sem hann hefði átt að vera flestum ljós og enn erfiðara er að skilja af hverju hann ætti að hafa áhrif á önnur tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum, hvað þá á íslandi. Flestir eru reyndar löngu hættir að reyna að sjá einhveija skynsemi út úr hreyfingum á markað- inum enda hafa kannanir manna eins og Roberts Shillers sýnt að rök fjárfesta fyrir kaupum og sölu takmarkast oftast við „verðið er að hækka“ eða „...lækka“. Þess vegna vilja sveiflur markaðarins oft vera meiri en eðlilegt ætti að teljast á skilvirkum markaði sem endurspeglar allar opinberar upplýsingar. Shiller þessi hefur í nýrri bók sinni, Irrational Exuberance, þar sem hann fjallar um „skynsemi" markaðarins, einnig líkt tæknimarkaðinum við Ponzi- svikamyllu sem hefur orðið til af eins konar tilviljun. Ponzi-svikamylla gengur út á að koma upp með viðskiptahug- mynd sem erfitt er að meta en getur hugsanlega náð ótrúlegum hagnaði, fá nægilega marga og mikilsverða fjárfesta til þess að vekja athygli annarra og því næst fá aðra og fleiri fjárfesta til þess að fjármagna greiðslur til fyrri fjárfesta og þannig koll af kolli. Upphaflegir fjárfestar græða en þeir sem lenda í þeirri stöðu að enginn vill halda leiknum áfram sitjaeftir með sárt ennið. Mikill straumur nýrra fyrirtækja inn á hlutabréfamarkaði sem hafa lítið annað en mjög framsýnar viðskiptahugmyndir í farteskinu undir- strikar þetta. Shiller bendir á það í bók sinni að fyrr en seinna muni verð á hlutabréfum í tæknifyrirtækjum lækka. Þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt, rnenn hafa bent á þetta um langt skeið en nú hefur nóbels- verðlaunahafinn Franco Modigliani einnig stigið á stokk og lýst yfir að hrun markaðarins sé óumflýjanlegt. Hver verður svo síðastur til að hrópa: Úlfur? V ÁRitstjórn: Eyþór (var Jónsson ritstjóri ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.