Vísbending


Vísbending - 28.04.2000, Blaðsíða 3

Vísbending - 28.04.2000, Blaðsíða 3
ISBENDING Eru markaðsöflin siðblind? Hannes H. Gissurarson prófessor Markaðsöflin hafa jafnan verið vinafá, en vinafæst eru þau líklega í röðum spámanna og spekinga sem siðbæta vilja mannkynið. Hafa slfkir menn haldið þ ví fram frá önd- verðu, að markaðsöflin séu siðblind, kunni ekki skil góðs og ills. Atvinnu- rekendur hugsi ekki um annað en „sálar- laust silfrið og goldinn verð\“, eins og Karl Marx sagði. Á markaðnum njóti klámsalinn meiri virðingar en kennarinn, af því að vara hans seljist þar betur. Þar víki náungakærleikurinn jafnan fyrir matarástinni. Þar sé Gordon Gekko, söguhetjan í kvikmyndinni Wall Street, hin siðferðilegafyrirmynd. Skoðum hér stuttlega markaðsviðskipti frá siðferði- legu sjónarhorni. Þrjár siðferðilegar kröfur Talsmenn markaðsviðskipta geta svarað þessari gagnrýni svo, að slfk viðskipti krefjist vissulega tiltekins siðferðis, sem komi ef til vill skýrast fram í frægum orðum í Árna sögu biskups frá því fyrir sjö hundruð árum, að falslaus kaup skuli föst vera, þau er einskis mannsrétti séhrundiðí. Samkvæmtþeim orðum verður að gera að minnsta kosti þrjár siðferðilegar kröfur til markaðs- viðskipta: Þau verða að vera falslaus, blekkingum ekki beitt; þau verða að vera föst, orð skulu standa; og í þriðja lagi má með þeim ekki hrinda rétti annarra. I þessum skilningi eru markaðsöflin ekki siðblind. Lágmarkssiðferði Siðferði markaðarins erþað lágmarks- siðferði sem gerir mönnum kleift að komast sæmilega af við náungann og fullnægjagagnkvæmumþörfum. Róbin- son Krúsó er laginn veiðimaður en klaufi að klifra upp í tré eftir kókoshnetum. Hann getur veitt 30 fiska á dag eða tínt 10 kókoshnetur eða, ef hann þarf að gera hvort tveggja, samtals veitt 15 fiska og tínt 5 kókoshnetur á dag. Félagi hans, Föstudagur, er hins vegar slakur veiði- maður, en kann manna best að klifra upp í tré eftir kókoshnetum. Hann getur veitt 10 fiska á dag en tínt 30 kókos- hnetur. Ef þeir félagar skipta með sér verkum og skiptast síðan á vörum, þá verður heildarafraksturinn 30 fiskar og 30 kókoshnetur. En ef þeir gera það ekki, heldur vinna hvor í sínu horni, þá verður hann 20 fiskar og 20 kókoshnetur. Þetta einfalda dæmi sýnir að á mark- aðnum geta menn grætt hver á öðrum. Ein meginástæðan til þess að spámenn og spekingar allra alda hafa verið and- vígir markaðsviðskiptum er einmitt sú að þeir hafa haldið að eins gróði þyrfti alltaf að vera annars tap. Heimsmynd þeirra hefur verið kyrrstæð. Þeir hafa haldið að stærri sneið eins manns fæli jafnan í sér minni sneið annars. Þeir hafa ekki skilið að við lífræna þróun á mark- aðnum geta allar sneiðarnar stækkað, vegnaþess að sjálf kakan hefur stækkað, og það gerir hún ef bakaríið fær að vera í fullum gangi. Sennilega er auðveldara að skýra það út hvernig Róbinson Krúsó og Föstudagur geta grætt hvor á öðrum með því að skipta með sér verkum og skiptast síðan á vörum en hitt hvernig kauphallarbraskarar gera öðrum gagn en sjálfum sér. En slíkir braskarar finna í frjálsum fjármagnsviðskiptum, þar á meðal á hlutabréfamarkaði, hagkvæm- ustu samsetningu fjármagnsins og tímasetningu framkvæmda. Hvenær á að sameina fyrirtæki og hvenær að sundra þeim? Borgar sig að reka saman gistihús og flugfélag eða sitt í hvoru lagi? Hvort er hagkvæmara að eiga fasteign eða leigja? Hvort á að nota lóð undir verksmiðju eða íbúðarhús og hvenær á að ráðast þar í framkvæmdir? Kauphallarbraskarar og spákaupmenn reyna að svara slíkum spurningum á hverjum degi. Við þrotlausar tilraunir þeirra, höpp og glöpp, verður til þekking, sem aðrir njóta síðan góðs af. Ágimd En er siðferði markaðarins fullnægj- andi? Er nóg að krefjast þess af mönnum að þeir beiti ekki blekkingum, standi við orð sín og geri öðrum ekki mein? Þarf ekki annað og meira til svo að menn geti heitið siðferðisverur? Tals- menn markaðsviðskipta geta svarað því til að ekkert það sé í siðferði markað- arins sem komi í veg fyrir að menn gangi lengra. Að fullnægðum þeim lágmarks- kröfum sem hér hafa verið settar fram séu markaðsöflin hlutlaus um mannlega háttsemi. Þau veiti aðeins upplýsingar um það hvað slfk háttsemi kosti, svipað og merkingar á vegum banni mönnurn ekki að velja einn leiðarenda frekar en annan og eina leið að honum frekar en aðra. Vilji maður til dæmis frekar vera háskólaprófessor en forstjóri þá sé það mál hans og viðskiptavina hans en hann verði þá um leið hugsanlega að sætta sig við lægri tekjur. Sumir kunna að vísu að segja að markaðsöflin séu ekki hlutlaus. Á mark- aðnum sé ágimd beinlínis talin góð, eins og Gordon Gekko orðaði það í kvik- myndinni Wall Street. Talsmenn mark- aðsviðskipta geta svarað því til að kvikmynd eftir hinn kunna vinstri mann Oliver Stone sé ekki áreiðanlegasta heimildin um skoðanir þeirra. Það sé að minnsta kosti ljóst að John Locke og Adam Smith, tveir skarpskyggnustu fylgismenn hins frjálsa markaðar í hópi heimspekinga, hafi hvorugur talið ágirnd góða í sjálfri sér. Hitt bentu þeir á, sérstaklega Smith, að ágirnd er stað- reynd um marga menn og að hún getur haft góðar afleiðingar ef hinn ágjarni starfar við skilyrði samkeppni og sér- eignar. Þá getur hann aðeins fengið það sem hann ágirnist ef hann fullnægir þörfum viðskiptavina sinna jafnvel eða betur en keppinautarnir. Aðrir græði um leið og hann græði. Tökum dæmi. Spákaupmaður kemst yfir danskt fyrirtæki sem framleiðir búnað í tölvur. Hann flytur fyrirtækið umsvifalaust til Indlands þar sem vinnuafl er miklu ódýrara en í Danmörku. Hinir dönsku starfsmenn fyrirtækisins verða fyrir vikið að leita sér að annarri vinnu. Sýnir þetta að spákaupmaðurinn hugsi ekki um annað en sálarlaust silfrið? Þegar málið er skoðað nánar kemur í ljós að spákaupmaðurinn er að flytja fé frá ríkum Dönum til fátækra Indverja. Hinir nýju starfsmenn fyrirtækisins í láglauna- landinu græða lítillega á flutningi þess þangað en hinir gömlu starfsmenn á hálaunasvæðinu tapa að sama skapi lítillega og þó aðeins um stundarsakir. Jafnframt hlýtur spákaupmaðurinn að nota gróða sinn af lægri launakostnaði til að lækka framleiðsluvöru sína í verði vegna harðrar samkeppni eða til fjárfest- inga. Hvort heldur sem er græða aðrir um leið og hann græðir. Raunhæft siðferði Nú kunna menn að taka undir það að markaðsöflin séu hlutlaus unr mannlega háttsemi að fullnægðum þeim lágmarkskröfum sem hér hafa verið settar fram. En er það æskilegt? Ber ekki að setja klámsalann skör lægra en kenn- arann, virða nektardansmeyna minna en hjúkrunarkonuna? Talsmenn rnark- aðsviðskipta geta svarað því til að það sé einnritt stundum kostur að markaðs- öflin séu blind á annað en það hversu vel maður fullnægi þörfum annarra. f skjóli markaðsaflanna geti óvinsælir minnihlutahópar þrifist, einmitt vegna þess að samskipti manna á markaði séu lágmarkssamskipti. Best kemur þetta (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.