Vísbending


Vísbending - 03.08.2001, Blaðsíða 1

Vísbending - 03.08.2001, Blaðsíða 1
ISBENDING 3. ágúst 2001 30. tölublað Viku rit u m v i ð s k i p t i og efnahagsmál 19.árgangur Alþjóðaviðskipti í hnút? Mike Moore, framkvæmdastjóri Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTÓ), hristi upp í umræðunni um alþjóðavæðingu þegar hann lýsti því yfir í lok júlí að stofnunin kæmist í mikla tilvistarkreppu ef aðildarlöndin 142 myndu ekki ná einhverju samkomulagi á fundi sínum í Doha í Katar (Quatar) í nóvember næstkomandi. Þetta voru orð í tíma töluð því eftir að aðildarríkin slitu samningaviðræðunum í Seattle árið 1999 hefur ríkt ákveðið tómlæti gagnvart því að styrkja stoðir alþjóðaviðskipta. Ef sú niðurstaða sem Moore óttast verður að veruleika er hætt við að alþjóðavæð- ingin muni bera mikinn skaða af og að verndarsinnar hafi sigrað. Alþjóðaviðskiptastofnunin egar mótmælendur alþjóðavæðingar koma saman með sínar samsæris- kenningar verður Alþjóðaviðskipta- stofnunin oft fyrir barðinu á þeim sem miðstöð alls ills. Heiminum ku stjórnað frá höfuðstöðvum stofnunarinnar í Genf þar sem hún leiðir saman ráðherra 142 landa sem allir ganga hagsmuna alþjóðlegra stórfyrirtækja. Alþjóðaviðskiptastofnunin á sér rúmlega fimmtíu ára sögu þó að hún hafi ekki verið stofnuð fyrr en árið 1995. Stofnunin byggir á hinu almenna sam- komulagi um tolla og viðskipti (GATT) sem var samþykkt af 23 þjóðum árið 1948. GATT átti einungis að vera bráða- birgðasamkomulag og hluti af sam- þykktum nýrrar stofnunar, International Trade Organization (ITO), sem yrði þriðja stoðin í Bretton-Woods-sam- komulaginu, ásamt Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum (IMF) og Heimsbankanum. Bráðabirgðasamkomulagið gildir aftur á móti að mestu leyti enn og ITO varð til sem fyrirmynd WTO fimmtíu árum síðar. Meginreglur GATT eru tvær, annars vegar að þjóð niá ekki mismuna þjóðunt, þ.e. hún verður að bjóða öllum þjóðum sömu kjör og þeirri þjóð sem hún býður bestu kjör, og hins vegar að ekki má gera upp á milli erlendra vara og innlendra. Allt frá upphafi GATT hafa átta samningaviðræður verið haldnar. Flest- ar þeirra hafa einskorðast við tollalækk- anir en Kennedy-viðræðurnar (1964- 67) fjölluðu einnig um undirboð og Tokýó-viðræðurnar fjölluðu um aðrar inngönguhindranir en tolla. Úrúgvæ- samningaviðræðurnar (1986-94) eru þær síðustu sem haldnar hafa verið og þær fjölluðu einnig um aðrar inngöngu- hindranir, reglur gegn undirboðum, þjónustu, hugverk og fleira. f kjölfar þeirra var svo WTO stofnuð. Hversu vel sem gjægst er á glugga stofnunarinnar er erfitt að finna alla þá illsku sem þar á að vera að finna. Þvert á móti er WTO vett vangur þar sem þjóðir geta skapað framtíðina með alþjóðlegum samningum sem koma öllum til góðs. Engin þjóð er þvinguð til þátttöku heldur tekur þátt af eigin frumkvæði vegna þess ávinnings sem alþjóðavæðing getur aflað. Arangur alþjóðasamninga er ótví- ræður, frá 1950 til 1997 fjórtánfölduðust alþjóðaviðskipti. Afleiðingar aukinna alþjóðaviðskipta eru m.a. lægra vöru- verð, aukið vöruúrval, auknar tekjur, minna atvinnuleysi, ntinni áhrif sérhags- munahópa, minni spilling og friðsam- legri úrlausnir á viðskiptaágreiningi mi 11 i þjóða. Að meðallali hefur tollur á fram- leiðsluvörur lækkað úr 40% í 4% á síðustu fimmtíu árum og áætlaður ávinn- ingur heimsbúsins af Urúgvæ-samning- unum er talinn urn 75 milljarðar Banda- ríkjadala. Hnúturínn nn eru þó hægt að auka viðskipta- frelsið verulega en nýlegar athug- anir hagfræðinganna Roberts Sterns og Drusillu Brown sýna að yrðu tollar á landbúnaðar-og iðnaðarvörur og þjón- ustu lækkaðir um 33% myndi það leiða af sér um 600 milljarða dala velferðar- aukningu. Aukið viðskiptafrelsi gæti líka dregið alþjóðahagkerfið úr þeirri efnahagslægð sent gæti legið í loftinu. Tollur á landbúnaðarvörur er enn um 40% og þar stendur hnífurinn í kúnni, þrátt fyrir að hagræðið sé augljóst af því að lækka tollana eru stjórnmálamenn tregir til að hreyfa við greininni. Fyrir vikið er 300 milljörðum Bandaríkjadala eytt árlega í að styðja bændur og við- halda kerfisbundnu óhagræði. Evrópu- bandalagið stendur hvað tryggastan vörð um landbúnaðarkerfið enda hafa sérhagsmunasveitir bændastéttarinnar mjög mikil stjórnmálaáhrif. Bandaríkjamenn þykjast jafnan vera frelsinu fegnastir en eru í raun engu skárri en evrópsk stjórnvöld. Allt frá upphafi hafa þeir verið reiðubúnir til þess að opna fyrir alþjóðaviðskipti með hægri hendinni en með þeirri vinstri halda þeir svo vernd yfir bandarískum stál- og textfliðnaði og nýta sér reglur gegn undirboðum óhóflega til að tryggja bandarískum fyrirtækjum vernd gegn erlendri samkeppni. Flestar þjóðir vilja endurskoða þessar reglur en samninga- mönnum Bandaríkjanna hafa verið gefin skýr skilaboð frá Capitol Hill um að hreyfa ekki við þeim. Þriðjaheims ríki hafasafnaðliði undir forystu Indlands, Egyptalands og Malasíu, annars vegar til að fá ríku þjóðirnar til að láta af verndarstefnu sinni og hins vegar til þess að fá meiri aðlögunartíma. Jafnframt er uppi krafa um að þeim þróunarríkjum sem uppskáru ekki vegna Úrúgvæ-samkomulagsins verði umbunað sérstaklega. Málið flækist líka enn frekar vegna þess að Evrópusambandið vill útvíkka mjög umræðurnar þannig að þrjú ný svið, fjárfestingar, samkeppni og um- hverfismál, verði tekin inn. Flest þróun- arlönd vilja hins vegar þrengri ramma sem er líklegri lil þess að leiða til niður- stöðu. Þó að þessi mál séu mikilvæg og þurfi að komast á samningaborðið er hætt við að þau gætu flækt umræðurnar um of og eyðilagt þær alveg. Niðurstaðan er pattstaða þar sem engin þjóð virðist vera tilbúin til að gefa eftir. Hugsanlega gætu Bandaríkin sem leiðtogi höggvið á hnútinn en skiptar skoðanir eru á hvort að Bush og félagar hafi nægilegan styrk í bandaríska þinginu til þess að fá eitthvað samþykkt. Það er því ólíklegt að WTO-ríkin korni að samningaborðinu þetta árið. (Framhcild á síðu 4) HorfuráframtíðWTOeru ^ Gylfi Zoega hagfræðingur ^ Gylfibendirm.a.áaðlækk- j að mikilvægt er fyrir þjóð^ I tvísýnar enda stendur 1 ljallar um tengsl fjáifest- -2 un á hlutabréfaverði hefur /| félag að byggja upp um- JL þvermóðska þjóða íveg- ZmJ ingar og atvinnuleysis út áhriftil aukningaratvinnu- T* hverflþarsem frumkvöðlar inurn fyrir samningum.________frá ráðgátu Modiglianis.______leysis. Niðurstaðan er sú______hafa aðgang að fjármagni^ 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.