Vísbending


Vísbending - 08.03.2002, Blaðsíða 1

Vísbending - 08.03.2002, Blaðsíða 1
V Vi k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 8. mars 2002 10. tölublað 20. árgangur Einkavæðingin höktir Eftir þriggj a ára einkavæðingarferl i Landssímans hefur sá kafli í sögu fyrirtækisins verið nefndur „Landssímaklúðrið". Y msar mikil vægar breytingar hafa verið gerðar á fyrir- tækinu en lítið virðist fara fyrir árangri af því starfi. I staðinn má líta yfir blóði drifinn vígvöllinn þar sem særðir og þjáðir skjóta áfram úr skjóli skotgrafa hver í átt að öðrum svo að bergmálið glymur. Um leið hlakkar í mörgum þeim sem sitja við hliðarlínuna. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði nýlega að „Landssímaklúðrið" myndi breyta afstöðu fólks til einka- væðingar og bætti við: „Nú spyr fólk af hverju þjóðin megi ekki eiga Lands- símann saman“. Upphafið Upphaf einkavæðingarbylgjunnar er venjulega eyrnamerkt Margaret Thatcher þegar hún varð forsætisráð- herra Bretlands fyrir hönd íhaldsflokks- ins í lok áttunda áratugarins (sjá einnig „Einkavæðing ríkisins", 10. tbl. 2001). Engu að síður eru til dæmi um einka- væðingarstefnu í Þýskalandi frá 1961 þegar þýska Adenauer-stjórnin seldi meirihluta í bflaframleiðandanum V olks- wagen í opnu hlutafjárútboði sem var mjög svo vilhallt smærri fjárfestum.1 Fjórum árum síðar var annað enn stærra fyrirtæki, VEBA, sett á markað. Einka- væðingaráform Þjóðverja fóru hins vegar út um þúfur í fyrstu niðursveiflu hlutabréfamarkaðarins þegar rfkið neyddist til að kaupa út marga smáa fjárfesta. Upphaflega hugmyndin á bak við einkavæðinguna var að láta einka- geirann hafa aftur margan þann rekstur sem hafði verið „þjóðnýttur“ með einum eða öðrum hætti frá byrjun tuttugustu aldarinnar. Fyrstu tilraunir Thatchers til einkavæðingar British Aerospace og Cable & Wireless mættu mikilli and- stöðu og lofaði verkalýðsflokkurinn að þjóðnýta fyrirtækin á ný kæmist hann til valda. Ákveðin vatnaskil urðu hins vegar þegar einkavæðing British Tele- com gekk eins og í sögu árið 1984 og einkavæðing varð ein af meginstefnum bresku ríkisstjórnarinnar. I lok níunda áratugarins höfðu fleiri lönd út um allan heim tekið upp sömu stefnu. Hápunkturinn 1997 Ilok tíunda áratugarins var einka- væðing orðin mjög almenn stefna ríkisstjórna í öllum heimshornum og lykilstefna í efnahagslegri endurskipu- lagningu margra landa. Markmið einka- væðingar hafa verið þau sörnu allt frá Adenauer-stjórninni: 1) afla tekna fyrir ríkið, 2) ýta undir efnahagslega skil- virkni, 3) minnka áhrif ríkisins í hag- kerfinu, 4) skapa aukna hluthafamenn- ingu, 5) skapa tækifæri til aukinnar sam- keppni og 6) koma ríkisfyrirtækj um undir aga markaðarins. Fleiri markmið hafa einnig komið fram eins og t.d. að skapa virkan verðbréfa- og fjármagnsmarkað. Reyndar hefur verið sýnt fram á að þessi markmið eiga það til að stangast á en engu að síður eru þau verðug markmið sem enn eru höfð að leiðarljósi. Heildarupphæðin sem ríkisstjórnir hafa fengið með einkavæðingu á tíunda áratuginum er áætluð rúmlega þúsund milljarðar Bandaríkjadollara. Eitthvað um tveir þriðju hlutar þeirrar upphæðar hafa orðið til í OECD-ríkjum og um 60% þeirrar upphæðar í Evrópusambands- ríkjum en einkavæðing jókst til muna þegar ríki fóru að aðlaga sig skilyrðum evrópska myntsamstarfsins (EMU). Á mynd 1 má sjá hvernig einkavæðingin hefur þróast í heiminum. Mikill vöxtur var í einkavæðingu á seinni hluta tíunda áratugarins sem náði hápunkti árið 1997 þegar upphæðin nam rúmlega 150 millj- örðum Bandaríkjadala. Asíukreppan árið 1997 dró úr einkavæðingu í ríkjum sem standa utan OECD en mikill vöxtur einkenndi árið á undan. Árið 2000 mátti merkja nokkurn samdrátt í einkavæð- ingu innan OECD-ríkjanna í takt við niðursveiflu hlutabréfamarkaðarins (Fratnhald á síðu 3) Mynd 1. Verðmœti einkavœðinga á lieimsvísu frá 1990 til 2000 (í milljónum Bandaríkjadala) Mynd 2. Samanlögð einkavœðing á ti'unda áratug-\ inum í nokkrum löndum m.v. stœrð hagkerjisins (%)] Einkavæðing hefur geng- . I ið mun hægar hér á landi 1 eníflestumöðrumsmáum Á OECD-ríkjum. Nýskráningum fyrirtækja f 1 fækkaði á milli ára. Það er Cj áhyggjueíni hvelítiðerum stofnun l'yrirtækja víðs vegar um landið og á land- 2 inu í heild því að nýliðun er / J mikilvægforsendaaukinnar framleiðni og framfara. i Bandaríkjamenn hafa tekiÁ '| upp verndarstefnu sem T getur haft alvarlegar afleið- ingar fyrir alþjóðaverslun.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.