Vísbending


Vísbending - 18.10.2002, Blaðsíða 2

Vísbending - 18.10.2002, Blaðsíða 2
ISBENDING Auðæfi hálendisins Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur Þegar er vikið að afmörkun hálend- isins gagnvart byggðarlandi mun ekki fást endanleg niðurstaða þess máls fyrr en með samningum og málaferlum um þjóðlendumörk. Nákvæm afmörkun skiptir ekki máli í því sam- hengi, sem hér er reifað, svo sem hvort átt er við meginhálendið eitt eða einnig fjallskaga og eyðisanda út til sjávar. Aðalskilin eru milli rýmisfreks landbún- aðar og annarra fjölbreytilegra einka- athafna á byggðu landi annars vegar og orkunýtingar hálendisins og land- mótunar í vissri samkeppni við ferða- mennsku um nýtingu víðernanna hins vegar. Hagræn skilyrði orku- og efna- vinnslu eru varla svo ólík innbyrðis, að kalli á sérstaka umfjöllun hvors um sig. Efnavinnsla gæti verið aukageta í jarð- hitavirkjun, og er í öllu falli viðurhluta- minni en landfrekorkuvirkjun, felst eink- um í brottnámi vikurs eða gjalls, svo að í mesta lagi einstakir hólar eða hnjúkar hverfi úr landslaginu. Auðlindakraninn Þjóðhagsleg meginrök til þess að gera stórtæka orkunýtingu að stefnumáli eru að sjálfsögðu þau, að báðar hinar hefðbundnu meginauðlindir landbún- aðar og sjávarútvegs eru komnar að ytri mörkum magnaukningar af markaðs- eða auðlindaástæðum. Þær valda af þeim sökum ekki því að verða vaxtarstofn gjaldeyrisöflunar til að bera uppi fjöl- breytilega innri verðmætasköpun til að mæta þörfum ört vaxandi þjóðfélags og hamla gegn inngróinni hneigð til út- streymis. Eftir því sem þessar takmark- anirog ytri hagsveiflur þrengja að, þurfa önnur og mikilvirk tækifæri að vera til taks, svo að líkja má við auðlindakrana, sem skrúfa megi fráeftir þörfum. Stöðluð framleiðsla af slíku tagi er að vísu einnig háð hagsveiflum, en af öðrum rótum og í öðrum takti en matvælamarkaðir, svo að heildaröryggi eykst. Tilhæfulaust er, að orkufrekur efnaiðnaður sé úreltur, heldur myndar hann þann grunn undir fíngerðari atvinnugreinar, sem ætíð þarf að vera til staðar. Staðsetning hans fær- ist hins vegar yfir til hagkvæmari og umhverfisvænni orkulinda og tækni, og felst í þ ví veigam i k i ð fram 1 ag til j ákvæðrar framþróunar. Mestur vindur er rokinn úr upplýsingaiðnaði og vonir brostnar um rakinn uppgang erfðafræðilegs líf- tækniiðnaðar, og stendur nauðsyn land- vinninga í orkuiðnaði því jafngild sem fyrr. Upplýsandi er, að hefði einkaland- nám orkulinda áður farið fram, þyrfti engin þjóðhagsleg rök að færa fram fyrir nýtingu þeirra, heldur mundi hún ráðast af boðum markaðarins um hagkvæmni og arðsemi, og áhættan væri að sama skapi dreifð. Samkeppnin virkjuð Hagskipulagsleg viðhorf leggjast út af fyrir sig á þær sveifar, að skapa beri sjálfstæðar einingar um nýtingu auðlindanna, fjarlægar pólitískum geð- þótta og hrifningaröldum almennings og í hæfilegum fjölda til þess að tryggja samkeppni og þar með aðhald að stjórn- endum. Slík samkeppni máþó ekki verða til þess að verðfella auðlindina gagnvart erlendum og raunar ekki heldur innlend- um aðilum. Verður því frábyrjun að setja á hana verðmiða, annaðhvort sem ákveðið vinnslugjald á afkastaeiningu eða sem hreyfanlegan kvarða miðað við þau afköst og arðsemi, sem reynd verður á. Þar er komið að mörkum gagnvart ósnortinni náttúru og nýtingu til útivist- ar og ferðamennsku. Æskilegast er að ákvarða slík mörk fyrirfram eða ákvarða vissan breytileik verðmiðans til virkjun- ar, eftir því hve langt muni seilst í útilok- un annarra nota. Skipting hálendisins í starfssvið orkufyrirtækja hlýtur að byggjast á aðgreiningu í vatnasvið og háhitasvæði, og mun það miklum vanda bundið sökum möguleika á að veita vatni á milli svæða, nýta annað hvort eða samhliða vatns- eða hitaorku o.s.frv. Við það bætist, að þörf getur reynst á miklum vatnaveitingum af samfélags- legum öryggisástæðum, sem jafnframt hafi áhrif á vatnaskil, svo sem með veitingu Skaftár í Langasjó, og á því að eiga sem víðast kost á að hemja vatna- gang að hluta til í stórum uppistöðulón- unt. Hugsanlega reyndist fært að kosta eða styrkja slíkar aðgerðir úr ríkissjóði, að fenginni greiningu á aukakostnaði, umfram það sem orkuvinnslu yrði gert að bera. Fyrirfram verður ekki fullyrt, í hve margar einingar orkulindirnar eru skiptanlegar né hvort sá fjöldi nægi til virkrar samkeppni. Hlutafélagavæðing s Ymsar og misflóknar leiðir má hugsa sér til frekari uppbyggingar út frá því fyrirtækjakerfi, sem fyrir er. Lands- virkjun mætti skipta upp nú eða síðar eftir vatna- og hitasvæðum, hlutafélags- væða og selja að hluta eða fullu, svo og efla önnur fyrirtæki til svæðisbundinna hlutverka eða veita þeim starfsleyfi til þess og þróa með svipuðum hætti. Tog- streita gæti að vísu myndast milli hag- rænna afkastamarkmiða, sem næðust best með landsvíðu orkuvinnslu- og flutningskerfi, og þjóðfélagsmarkmiða samkeppni og valddreifingar. Þar á móti er viðbúið, að meiri sveigjanleiki og grasrótartengsl smærri kerfa bæti hlut þeirra. Fram komnar hugmyndir um sam- eiginlegt kerfi orkuflutnings með sterkri hringtengingu um landið virðist væn- legt til að opna möguleika samkeppni í orkuvinnslu. Sveitarfélög eiga þarna hlut að máli, einkum eftir sameiningu í hæfilega stærð, og er annars ekki að búast við marktækri eignaraðild þeirra. Hlutverk þeirra í myndun almanna- tengslna og almenningsálits er ekki þýð- ingarminna. Þau hafa skipulagshlut- verki að gegna í stjórn þjóðlendna, og varðar miklu, að þau og byggðarfólk taki raunsæja afstöðu til þarfar á fram- leiðslu- og byggðaþróun. Arðgjöf til samfélagsins Auðlindastjórn og úthlutun réttinda til hálendissvæða þarf að sjálf- sögðu að taka samsvarandi og jafnvægt tillit til allra helstu þarfa og tekjumögu- leika, að uppfylltum sambærilegum skil- yrðum um þjóðhagslegt gildi og arðgjöf í einhverju formi til samfélagsins. Aðferðin til þess mats felst í hagrænum samanburði náttúrukosta á jaðrinum, sem kallað er, en á þann kvarða fer gildi þeirra fallandi eftir því, hve mörgum og hve víða er þegar úr að velja. Þannig er t.d. hundraðasti fossinn með tilteknu sjóngildi langtum minna virði en hinn tíundi. Ut frá þessu viðhorfi virðist auð- velt að semja sátt um samhliða nýtingu hálendissvæða í mismunandi tilgangi. Fram til þessa hafa virkjanaframkvæmdir stórbætt aðstöðu almennra borgara og ferðamanna til að njóta fegurðar og fræðslugildis náttúrunnar, og mun svo væntanlega enn um langa hríð. Kemur það sér vel, þar sem ferðaþjónusta full- nýtir aðstöðu sína aðeins um fjórðung úr ári og hefur ekki burði til að kosta dýrar grunnframkvæmdir. Þetta viðhorf höfðar að vísu ekki til öfgafyllstu áhangenda svartrar náttúru- verndar, sem telja náttúruna ósnertan- lega, en mannvirki og hagvöxt af hinu vonda. Margt þessa fólks nýtur beint eða óbeint opinbers framfæris við fræða- eða listaástundun, og lætur sig því lítt varða, hvernig sú iðja sé kostuð eða hver kostur almenningi gefist á að njóta sömu gæða eða lífsbjargar yfirleitt. Stjórnvöld verða að fara sínu fram án beins tillits til slíkra öfga, meta fullnægj- (Framhald á síðu 4) 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.