Vísbending


Vísbending - 23.05.2003, Blaðsíða 3

Vísbending - 23.05.2003, Blaðsíða 3
ISBENDING / Alþjóðlegur sjávarútvegsmarkaður á Islandi? Þórður Friðjónsson hagfræðingur Eru raunhæfar forsendur fyrir alþjóðlegan sjávarútvegsmarkað með skráð fyrirtæki í sjávarútvegi og tengdum greinum á Islandi? Er hugsanlegt að fyrirtæki á þessu sviði hefðu áhuga á að skrá sig í Kauphöll Islands? Hvaða ávinning gætu erlend fyrirtæki í þessari grein haft af skráningu hér á landi? Fróðlegt er að velta þessu fyrir sér því ef Islendingar geta á ein- hverju sviði haslað sér völl á alþjóða- vettvangi í þessum efnum blasir við að sjávarútvegur kemur helst til álita. Færa má fyrir því veigamikil rök að erlend fyrirtæki geti haft hag af skráningu á Islandi. Rökin má meðal annars sækja til þess að efnahagslífið er öflugt, starfs- umhverfi fyrirtækja alþjóðlegt og sjávar- útvegurinn og tengdar greinar skipa veigameiri sess en annars staðar þekkist í nútímalegu hagkerfi. Traustur grunnur Islenskt efnahagslíf stendur vel í samanburði við aðrar þjóðir. I því sambandi nægir að benda á að Islend- ingar eru í hópi tíu ríkustu þjóða í heimi - og hafa verið í þeim hópi í aldar- fjórðung eða svo. Jafnframt eru horfur í efnahagsmálum með ágætum þegar litið er til næstu ára. Aðild landsins að Evrópska efnahagssvæðinu felur í sér sambærilegt starfsumhverfi fyrir fyrir- tæki og í Evrópusambandinu. Vegna þess sem hér er til umræðu er mikilvægl að fjármálamarkaðurinn lýtur sömu lög- um og reglum og gilda í Evrópusam- bandinu. Þótt Kauphöll Islands eigi ekki langa sögu að baki er hlutabréfamarkaðurinn þegar orðinn öflugur. Til marks unt það má nefna að heildarverðmæti skráðra fyrirtækja í Kauphöll íslands svarar til um 65% af landsframleiðslu (sjá mynd 1). Þetta er til að my nda hærra hlutfall en í Danmörku og Noregi og einungis lítil- lega lægra en í Svíþjóð. Við þetta má bæta að Kauphöll Islands er í nánu sam- starfi við kauphallirnar í Osló, Kaup- mannahöfn og Stokkhólmi (NOREX). í því felst meðal annars að Kauphallirnar nota sama viðskiptakerfi, sömu reglur fyrir kauphallaraðila og sama eftirlits- kerfi með viðskiptum, svo nokkuð sé nefnt. Samstarfið er þ ví náið og samræm- ing reglna og vinnulags mikil. Ekki þarf hér að fara mörgum orðum um mikilvægi sjávarútvegs í íslensku Myitd 1. Markaðsvirði skráðra félaga sem hlutfall af VLF efnahagslífi. Það birtist til að mynda í hlut greinarinnar í útflutningi. Þannig er hlutur sjávarútvegs í vöruútflutningi um 60% og heildarútflutningstekjum um 40%. Sjávarútvegurinn er því miklu þýð- ingarmeiri á Islandi en meðal annarra þjóða sem standa í fremstu röð í efna- hagslegu tilliti. Til þess að hnykkja frekar á þessu má nefna að Island er þriðja helsta sjávarútvegsþjóð í Evrópu, á eftir Rússlandi og Noregi. Einnig má bæta við að fiskafli landsmanna nemur um 3% af heildarfiskafla í heiminum. Engin önnur atvinnugrein á Islandi skipar því sambærilegan sess í alþjóðlegu sam- hengi. Sérþekking Þetta hefur í för með sér að sjávar- útvegurinn fær mun meiri athygli hér á landi en annars staðar. Greinin er oft í brennidepli þjóðfélags- og efnahags- umræðunnar. Stjórnvöld, fjölmiðlar, fjárfestar, fjármálafyrirtæki og aðrir aðil- aroggreinendursem fylgjast með mark- aðinum beina kröftum sínum í ríkum mæli að sjávarútvegi. Þessi áhugi hefur leitt til sérþekkingar á sviði sjávarútvegs og ölluþvísemtengistgreininni.Fyrirvikið eru um margt ágætar aðstæður hér á landi fyrir alþjóðleg fyrirtæki þar sem sjávarútvegur er burðarásinn. Sjávarútvegsfyrirtæki á Islandi eru rekin á viðskiptalegum forsendum og markaðurinn með þau er stór á heims- vísu. Til að mynda eru fleiri sjávarút- vegs- og fiskeldisfyrirtæki skráð í Kaup- höll Islands en í nokkru öðru landi (sjá mynd 2, miðað er við febrúar 2003, sjá einnig Kauphallartíðindi, ágúst 2002). Þannig eru þessi fyrirtæki samtals 17 í Kauphöllinni borið saman við 12 í því landi sem kemur næst á eftir, Japan. Þar áeftirkemurTælandmeð 11 skráðfyrir- tæki. 1 öðrum löndum eru umrædd fyrir- tæki færri en tíu. Samkvæmt lauslegum athugunum er talið að skráð sjávar- útvegs- og fiskeldisfyrirtæki í heiminum séu um 85. Þettaþýðirað yfirfimmtungur þeirra er skráður á Islandi. Fjöldinn segir auðvitað ekki alla söguna en Island stendur einnig vel ef litið er til verðmætis fyrirtækjanna. Á mynd 3 er markaðsvirði þeirra sýnt eftir löndum og er ísland þar í öðru sæti á eftir Japan. V erðmæti slíkra almennings- fyrirtækja er um 200 milljarðar króna í Japan en um 100 milljarðar hér á landi. Næst þar á eftir koma Tæland, Noregur og Holland. Rétt er að benda á að fyrir- vara þarf að hafa á nákvæmni þessara talna, meðal annars vegna þess að flokk- un fyrirtækjaeftir greinum erengan veg- inn einhlít. Heildarmyndin er þó alveg skýr um það sem hér skiptir máli, þ.e. Island er í fremstu röð í þessum efnum. Hindranir og tækifæri Af þessu má sjá að ýmis veigamikil rök eru fyrir því að íslendingar geti orðið leiðandi á þessu sviði, þótt á móti megi benda á óhagstæðari þætti. Þar (Framliald á síðu 4) Mynd 2. Fjöldi skráðra sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtœkja á hlutabréfamarkaði eftir löndum 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.