Vísbending


Vísbending - 05.11.2004, Blaðsíða 4

Vísbending - 05.11.2004, Blaðsíða 4
ISBENDING Forseti kemur á óvart Gríðarleg spennaríkti íbandarísku forsetakosningunum á milli Johns Kerrys og George W. Bush allt fram á síðustu stundu og lengst af var engin leið að greina hvor þeirra myndi bera sigur úr býtum. Margir voru farnir að óttast að kosningaúrslitin yrðu ekki ákveðin nema fyrir dómstólum eins ogfyrirfjórumárum. Það varþólítill vafi þegar Islendingar vöknuðu að morgni þriðja nóvember að George W. Bush hafði fengið umboð til þess að sitja í Hvíta húsinu í fjögur ár til viðbótar. Síðar um daginn játaði Kerry sig svo sigraðan. Tveirheimar reiðfylkingarnar tvær í amerískum stjórnmálum hafa sjaldan verið eins gagnstæðar og fyrir þessar kosningar. Stríðið í Irak lék stórt hlutverk í þessum deilum þar sem um það bil helmingur kjósenda tók orð forsetans trúanleg fyrir því að innrásin hefði verið mikilvægur þáttur í stríðinu við hryðjuverkamenn en hinn helmingurinn taldi hann ljúga um forsendur og mikilvægi innrásar- innar. Þessi biturð í garð forsetans verð- ur að öllum líkindum ekki bætt á næsta kjörtímabili. Gagnrýnendur hans, eins og Paul Krugman, hagfræðingurinn snjalli og dálkahöfundur New York Times, eiga ekki eftir að draga úr árásum sínum á forsetann — sannfæring þeirra er of sterk til þess. Hætta er á að bilið á milli fylkinganna eigi einungis eftir að vaxa á næstu fjórum árum. Það verðurþó ekki dregin fjöðuryfir það að í kosningum þar sem fleiri lögðu á sig að kjósa en um langa tíð í banda- rískum forsetakosningum vann Bush bæði samkvæmt heildarfjölda atkvæða og kosningareglum Bandaríkjanna. Þetta gerði hann þrátt fyrir að John Kerry fengi mikið af atkvæðum sem voru „ekki Bush“ atkvæði frekar en að kjós- endur væru að kjósa Kerry sem slíkan og þetta gerði hann þó að demókrötum hefði tekist að eyðajafnmiklu í kosninga- baráttuna og repúblikanar. Eitthvað um fjórummilljörðumdalavareyttídýrustu kosningabaráttu sögunnar í Banda- ríkjunum. Staðreyndin er sú að þótt öllu hafi verið tjaldað til í þeim tilgangi að steypa Bush af stóli nægði það engu að síður ekki. Vonbrigðin hljóta að vera gífurleg fyrir þá sem hafa barist hvað harðast gegn Bush og félögum og það er erfitt að sjá að Bush takist að ná til þeirra, jafnvel þó að hann vildi það. Heimshagkerfið Iheimi þar sem Bandaríkin eru eina raunverulega stórveldið skipti það verulegu máli fyrir aðrar þjóðir hvernig úrslitin færu. Stóra spurningin er hvort Bush og félagar láti nú kné fylgja kviði og leggi enn meiri áherslu á baráttu sína gegn hryðjuverkamönnum og fyrir „friði og lýðræði" eða hvort eilífar skærur í Irak hafi orðið til þess að draga úr stríðs- viljanum. Sjaldan hefur staða forseta verið betri í bandarísku stjórnkerfi og auðveldara fyrir hann að ná fram vilja sínum og völd Bandaríkjanna gagnvart öðrum þjóðum hafa aldrei verið meiri. Vandi Bandaríkjanna sem stórveldis er aftur á móti að það virðist nokkuð vera að fjara undan þeiin sem hinu efna- hagslega stórveldi. Dollarinn, sem fyrir nokkrum misserum varhornsteinn gjald- eyrismarkaðarins, stendur á brauðfótum þegar viðskiptahallinn heldur stöðugt áfram að vaxa. Evran er orðin raunveru- legur valkostur áheimsmarkaði. Banda- ríkin sjúga ekki lengur til sín erlendar fjárfestingar í heiminum eins og þau gerðu á tíunda áratuginum heldur hafa aðrirkostirorðið mun fýsilegri, ekki hvað síst Kína og Indland. Það sem ræður þó sennilega mestu um framþróun banda- ríska hagkerfisins er hvernig komandi stjórn tekst að eiga við fjárlagahallann og skuldastöðu Bandaríkjanna. Það kemur að skuldadögum jafnvel hjá hin- um stærstu skuldurum. Fáir trúa því, í ljósi sögu síðustu fjögurra ára, að hægt verði að minnka fjárlagahallann um helming ákomandikjörtímabili. Trúverð- ugleikinn er ekki fyrir hendi. ✓ Ovæntar uppákomur Sennilega hafa flestir hér á landi, eins og víðast hvar í Evrópu, vonast til að það yrði Kerry frekar en Bush sem færi með sigur af hólmi. Það hefði þó sennilega ekki breytt miklu um helstu deilumál en hugsanlega hefði það getað leitt til þess að gjörbreyta viðhorfi annarra ríkja til Bandaríkjanna. Hversu lengi það hefði varað er önnur saga. Margir velta því fyrir sér hvernig forseti Bush muni verða á næsta kjör- tímabili. Ýmsir eru á þeirri skoðun að hann reyni að sameina breiðfy lkingarnar á ný og leiti samstarfs við Evrópu. Þeir sömu virðast halda því fram að hann taki upp demókratísk baráttumál til að „tryggja stöðu sína í sögunni". Þetta er hins vegar óskhyggja í ljósi þess hvað hann hefur reynst standa fyrir og hvaðan hann hefur fylgi sitt. En hann hefur áður komið á óvart! Síðustu fjögur ár hafa verið ár óvæntra atburða, þar eð hryðju- verkin 11. september 2001 komu fólki algerlega í opna skjöldu. Hætt er við að á næstu fjórum árum eigi ekki síður óvæntar uppákomur eftir að breyta hugsun og hegðun fólks. Við skulum vona að það verði jákvæðar uppákomur. f N Aðrir sálmar T \ Hæfur eða ekki? ímaritið The Economist sagði að valið í kosningunum stæði milli „þess óhæfa“ og „þess óskiljanlega". Bush vann sannfærandi sigur f forseta- kosningum. Reyndar var sigurinn stærri í atkvæðum talið en menn áttu von á. Athyglisvert var að fylgjast með um- fjöllun fjölmiðla talningarnóttina sjálfa. Ríkisútvarpið hafði samning við CBS og þar voru Hrafnistumenn sjónvarps- ins í aðalhlutverki. Ætli meðalaldurinn hafi ekki verið nálægt 75 ár? Það truflaði mig hins vegar ekki, heldur hve ókosn- ingalegt sjónvarpið var. I ljósi þess að menn hlupu á sig síðast með því að úrskurða Gore sigurvegara í Flórída voru menn svo gætnir í spám að sjónvarpið varð algerlega litlaust. Sá sem eingöngu hefði fylgst með CBS hlaut að halda að þar væri baráttan mjög tvísýn. í raun var Bush yfir allt kvöldið og vann með tæplega 400 þúsund atkvæða mun. íslenska sjónvarpið fékk sérfræðinga til þess að spá í spilin. Sérfræðikunn- áttu spekinganna fór veg allrar veraldar, því að þeir virtust nær allir vona að Kerry ynni og þar með fór öll sérfræðiþekk- ingin í að sannfæra menn urn að svo færi. Það var eins og rnenn hefðu fengið yfir sig kalda vatngusu þegar íslending- ur á Flórídaskaga gat upplýst um að Bush stæði vel og væri að vinna sýslur sem hann tapaði síðast. Stjórnandinn var svo viss um að þetta væru mistök að hann spurði: „Og öfugt?“ en svo reynd- ist ekki vera, panelnum til hrellingar. Langbestu upplýsingarnar unt kosn- ingamar var að finna á Netinu, en þar var hægt að sjá gang talningarinnar, jafnvel niður á sýslu innan fylkis. Þeir sem gerðu það sáu því strax í hvað stefndi, til dæmis í Pennsylvaníu þar sem Kerry vann öruggan sigur. Mjótt var á munum í Ohio, en jafnvel þar blasti sigur Bush við, mörgum stundum áður en menn vildu viðurkenna það opinber- lega. Hvað sem mönnum kann aðfinnast um forsetann endurkjöma þá er það ljóst að hann hefur náð geysisterkri stöðu í Bandarfkjunum. Flokkur hans vann á í sfðustu kosningum og aftur nú bæði í forsetakosningum og þingkosningum. Af óhæl'um manni að vera nær hann ótrúlegum árangri. - bj CRitstjóri og ábyrgðarmaður: N Eyþór ívar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda._________________ 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.