Vísbending


Vísbending - 11.03.2005, Blaðsíða 3

Vísbending - 11.03.2005, Blaðsíða 3
ISBENDING Evran og stöðugleikaskilyrðin Guðmundur Magnússon hagfræðingur Ein mynt er orðin að veruleika í velflestum löndum Evrópusam- bandsins(ESB).Þaðverðuraðtelj- ast afrek. Nógu margir voru úrtölumenn- irnir bæði innan og utan sambandsins. Þannig töldu margir virtustu hagfræðing- ar Bandaríkjanna þetta hið mesta óráð. Eins og við vitum standa Bretar, Svíar og Danir utan Evrópska myntbandalagsins (EMU) og ekki er sjáanleg breyting á afstöðu þessara þjóða á næstunni. Þær þjóðir sem fengu inngöngu í myntbandalagið í upphafi urðu að upp- fylla tiltekin stöðugleikaskilyrði. Þau fólu í sér að þessi ríki byggju við góða hagstjórn; fjárlagahalla og lántöku hins opinbera voru settar ákveðnar skorður. Ríkishalli skyldi ekki vera hærri en 3% og lánin 60% hið mesta af vergri lands- framleiðslu (VLF). Þá voru ákvæði um hámark verðbólgu og vaxta. Stöðugleikasáttmálinn Vitað var að með einni mynt myndi reyna meira á ríkisíjármálin í hag- stjórn en áður. Því var mikið lagt upp út því að ríkin í myntbandalaginu héldu ríkishalla í skefjum. I því skyni að tryggja aga í ríkis- fjármálum í EMU samþykkti Evrópusam- bandið árið 1997 reglur um fjárhagslegan stöðugleika sem tóku gildi þegar evran var tekin upp 1. janúar 1999. Formlega eru skilyrðin fyrir aðilda að myntbandalaginu þrjú: -Alliraðilar(framkvæmdastjórn,aðildar- ríki og Evrópuráðið) skuldbinda sig til þess að hrinda svonefndri Amsterdam- samþykkt frá 17. júní 1997 í fram- kvæmd. - Ráðstafanir skulu gerðar til þess að tryggja að fjárlagahalli verði ekki um- fram 3% af VLF. Viðvaranir um slappa hagstjóm skulu sendar út. - Viðbrögð við brotum á skilyrðinu varða bótarefsingu ef ekki er bætt tafarlaust úr umframhalla. Viðurlög eru tvíþætt. Til að byrjameð skal sektarljárhæð greidd inn á vaxta- lausan geymslureikning hjá framkvæmda- stjórninni. Fjárhæðin skal nema 0,2% af VLF að viðbættu álagi í hlutfalli við umframhalla samkvæmt nánari ákvörðun stjórnarinnar. Innborgunin breytist í sekt ef ekki er gerð bragarbót á hallanum innan tveggja ára. Andvirðið, að viðbættum vaxtatekjum, greiðist til þeirra ríkja sem skiluðu afgangi í hlutfalli við hlutdeild þeirra í VLF sambandsríkjanna í heild. Gert var ráð fyrir því frá upphafi að veita undanþágu frá beitingu viðurlaga ef sérstökum ástæðum fyrir halla umfram 3% afVLF væri til að dreifa: annars vegar halla sem stafaði af náttúruhamförum og öðrum atburðum sem ríkið fengi ekki við ráðið og hins vegar hallæri í þjóðar- búskapnum semskilgreint varsem a.m.k. tveggja prósenta lækkun á VLF. Fyrstu árin eftir stofnun EMU sigldu ríkin flest lygnan sjó en fljótlega fór að syrta í álinn. Hagvöxtur hefur verið lítiil í Þýskalandi og Frakklandi undanfarin ár en þessar þjóðir voru í fararbroddi við stofnun myntbandalagsins. Samein- ing Þýskalands hefur verið dragbítur á framfariren einnig náttúruhamfarir, ekki síst mestu vatnavextir í manna minnum. Það hefur því hrikt í fjárlagastoðunum, útgjöld ríkisins hafa aukist meira en tekjumar og ríkishalli farið yfir leyfileg mörk. Fleiri þjóðir lentu einnig í vanda, eins og Portúgalar og Italir, en þessar þjóðir hafa sloppið fyrir hom með alls konar tilfæringum í bókhaldinu. Frammistaða Þjóðverja Sem sjá má í meðfylgjandi töflu sem byggð er á spá frá áramót- um 2003/4 er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 1,7% árið 2004 og árin 2005-2007 verði hann 2,25% á ári. Þá yrðiríkishalli,óleiðrétturfyrirhagsveifl- unni, 4,2% árið 2003,3,9% árið 2004 og 3,4% árið 2005. Sem sjá má er skulda- hlutfallið yfir 60% af VLF. Það er bót í máli að nýjustu tölu sýna að ríkishallinn árið 2004 var heldur minni en áætlað var, eða 3,7%, en slæmu fréttirnar eru þær að atvinnuleysi er nú hið mesta eftir heimsstyrjöldina síðari. Til þess að fá sem raunhæfasta mynd af ríkishallanum er hann leiðréttur fyrir hagsveiflunni. Alþjóðastofnanir eins og OECD, Alþjóðabankinn og framkvæmdanefnd ESB, sem og ríkisstjómir flestra landa, birtareglulegafjárlagatölurþarsemtölur em leiðréttarmeð tilliti til hagsveiflunnar. Oft kemur þó að betri notum að nota aðra mælikvarða til þess að meta stöðu og stefnu í ríkisijármálum. Ekki eróalgengt að greina mil li ytri áhrifa annars vegar og ákvarðana stjómvalda á niðurstöðutölu fjárlaga hins vegar. 1 meðfylgjandi töflu getur að líta hag- sveifluleiðréttan ríkishalla í Þýskalandi, sem er nokkru minni en sá óleiðrétti. ÞegarframkvæmdastjómESBhugðist krefja sökudólganaum bæturkom annað hljóð í strokkinn hjá stórþjóðunum. Þær voru alls ekki á því að fara að greiða sekt. Hefur staðið í stappi undanfarin ár um hvað skyldi taka til bragðs, láta slag standa eða slaka á klónni. Efasemdamenn um evmna töldu þessi vandræði til marks um að hún hefði verið glapræði frá upp- hafi. Þjóðverjar, sem höfðu fmmkvæði að viðurlögunum á sínum tíma, kreljast þess nú að öll viðurlög verði afnumin. Sumarþjóðir, sérstaklega Hollendingar, Austurríkismenn og Finnar, telja hins vegar að ekki eigi að hörfa hænufet frá reglunum. Þessar þjóðir virðast þó hafa guggnað á því að beita sér gagnvart hinum aðildarríkjunum í þessu máli. Nú liggur málamiðlun í loftinu þess efnis að slakað verði á klónni, en þó eins lítið og hægt er. Hún felst í því litið verður frani hjá nokkrum tegundum útgjalda, svo sem vegna heilbrigðismála eða breytinga á eftirlaunakerfi. (Framhaíd á síðu 4) Lykilt'ólur um stöðugleika í Þýskalandi samkvœmt áœtlun framkvœmdanefndarinnar (í ársbyrjun 2003) 2002 2003 2004 2005 2006 2007 Hagvöxtur (VIP) 0,2 0,0 1,6 1,8 - Verðbólga 1,6 1,2 1,3 0,9 - Ríkishalli (% af VLF) -3,5 -4,2 -3,9 -3,4 - Hagsveifluleiðréttur rikishalli {% af VLF) " 3,4 -3,5 -3,3 -3,0 Ríkisskuldir (% af VLF) 60,8 63,8 65,0 65,8 Heimild: www.eu.int 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.