Vísbending


Vísbending - 11.11.2005, Blaðsíða 1

Vísbending - 11.11.2005, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 11. nóvember 2005 45. tölublað 23. árgangur Einhliða veðmál? Alan Greenspan, fráfarandi seðla- bankastjóri Bandaríkjanna, sagði nýlega á fundi með seðlabanka- stj órum að fólk fj árfesti i fasteignum eins og um einhliða veðmál væri að ræða, án tillits til áhættu á verðfalli. Hann bætti svo við að sagan hefði ekki farið vel með þá fjárfesta sem sífellt hunsaáhættu. Það þarf ekki að fara alla leið til Bandaríkj- anna til þess að finna þetta viðhorf þar sem nákvæmlega sama „hugmynda- fræði“ hefur verið að blása upp íslenska fasteignamarkaðinn. Viðkvæðið virðist vera að „fasteignaverð lækkar aldrei, í versta falli hækkar það ekki frekar“. Þegar fasteignaverð, hér á landi sem víðast hvar erlendis, heldur stöðugt áfram að hækka hljómar þetta sannfærandi. Gríðarlegar hækkanir Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgar- svæðinu hækkaði um 194% ffá því byrjun árs 1997 til september 2005. Það er einungis í Suður-Afríku (244%) og írlandi (192%) sem svipaðar hækkanir hafa átt sér stað. Gríðarlegar hækkanir hafa orðið á fasteignaverði víðast hvar í heiminum á síðustu árum eins og sjá má á samantekt tímaritsins The Economist. Einungis markaðurinn í Hong Kong, Jap- an, Þýskalandi og Sviss sker sig úr en þar hefur verð lítið hækkað eða jafnvel lækkað frá því árið 1997. Það hversu lengi og mikið fasteigna- verð hefúr hækkað hefúr komið flestum á óvart. Nokkrar skýringar hafa verið gefn- ar: a) vextir hafa sjaldan lækkað eins og hratt og verið eins lágir og á síðustu árum og það hefur kynt undir lánamarkaðinum, b) lánanýjungar hafa enn frekar skapað aukna eftirspum eftir lánsfjármagni, c) stöðugleiki hefur dregið úr ótta við að verðbólgahleypi upp vöxtum, d) netbylt- ingin skapaði bjartsýni og nýja kynslóð auðkýíingasem vildu lifahátt, ejendalok netby ltingarinnar var til þess að fjárfestar misstu trú á hlutabréfamarkaðinum og fóru að líta á fasteignir sem áhugaverðan fjárfestingarkost. Sumir hagfræðingar hafa bent á þessa þætti sem sönnun þess að hækkanir á fasteignaverði eigi sér eðlilegar skýringar og þar af leiðandi muni það ekki lækka. Flest bendir hins vegar til að þetta sé stærsta eignaverðbóla í manna minnum. Bólufræði Eignabólur eru þess eðlis að fólk verður að trúa því að þær séu ekki eignabólur, allt þar til of seint er að hífa upp um sig brækumar. I því felst „meiri- bjána“ kenningin, þ.e. að sá senr situr uppi með kaupin sem er mesti bjáninn. Fæstir virðast þó láta söguna verða sér að kenningu þar sem litill eðlismunur er á túlípanaæðinu í Hollandi á 17. öldinni og netfyrirtækjaæðinu í lok 20. aldarinnar. Nýjar „umbúðir" á bólunni kunna að villa um íyrir hjörðinni. Hinn „nýi veruleiki“ reynist þó alltafjafnmikil vitleysa þegar horft er til baka. Hvenær nýi veruleikinn verður vitleysa er hins vegaryfirleitt erfitt að geta sér til um, þ.e. erfitt er að tímasetja Hœkkun fasteignaverðs frá 1997 til 2005 -100 -50 Heimildir. The Economist og Fasteignamat ríkisins. 150 200 250 300 hvenær bólumar springa. The Economist reiknaði út fyrir skömmu að þau „verðmæti“ sem hefðu skapast við verðhækkanir á fasteignum í iðnríkjunum væru um 30 þúsund millj- arðar Bandaríkjadala, eða rúmlega 100% af vergri landsframleiðslu þessar landa. Til samanburðar var h 1 utabréfaverðbólan á tíunda áratug síðustu aldar um 80% af VLF og bandarískahlutabréfaverðbólan á þriðja áratuginum um 55% af VLF. Með öðrum orðunr, þetta gæti verið stærsta eignaverðbóla í sögunni. Hér á landi eru ekki ti 1 nákvæmar tö lur um þetta en nærri lagi er að eignaverðsaukningin sé um 90% af VLF. Eignaverðsaukning þarf þó ekki að þýðahiðsamaogeignaverðbóla.Nokkrir þættir sem eru nokkuð almennir á hinum ólíku fasteignamörkuðum geta þó breytt því nrati: a) hlutfall fasteignaverðs af leigutekjum hefur aldrei verið hærra en nú, b) kaupendur sem eru að kaupa fasteign í íyrsta skipti hafa verið „verðlagðir út af markaðinum“ og verulega hefur dregið úr eftirspum hjá þeirn, c) framboð eykst hraðar en eftirspurn, d) hlutfall bygg- ingarkostnaðar af fasteignaverði hefur sjaldan verið lægra, e) lántökur verða sífellt meiri og stærri hluti af eignaverðinu og lánaformið áhættusamara og f) almenn trú ríkir á því að fasteignaverð geti ekki lækkað. Hápunkturinn? Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgar- svæðinubendirtil þess að dregið haíl verulega úr verðhækkunum á húsnæði hér á landi að undanförnu. Sennilegt er að verð hafi brátt náð ákveðnum hápunkti. Það væri í takt við það sem er að gerast á hús- næðismörkuðum víða erlendis, sérstaklega í Bretlandi, Ástralíu og Hollandi. Þó er vart hægt að tala um hápunkt þar sem skiptar skoðanir eru um hvort fasteignaverð hafi farið lækkandi á fyrrnefndum mörkuðum eða í megindráttum staðið í stað. Breski markaðurinn, sem (Framhald á síðu 4) 1 Fasteignaverð hefurhækk- að mikið á undanfömum árum og miklar vangavelt- ur em um framhaldið. 2 Góðir stjórnarhættir þýða að það verður að opna hinn svarta kassa stjómarinnar eða gera hann gagnsæiTÍ. 3 MagnúsGuðfinnssonfjallar um ferilsstjómun og leggur áherslu á heildarsýn frekar að hver vinni í sínu homi. 4 Framhald af forsíðugrein um fasteignaverð þarsem því er velt upphvorlbólumynd- un liafi átt sér stað.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.