Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Frjįls verslun

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Frjįls verslun

						KttRÐ
ISKILDI
Hinn 26. júní
s.l. andaðist Pét-
ur Magnússon,
bankastjóri og al-
þingismaður eftir
uppskurð á Mas-
sachusets General
Hospital í Boston.
.Hafði hann verið
skorinn upp þrem
dögum      áður,
vegna  illkynjaðr-
ar meinsemdar.
Með honum er
horfinn af sjón-
arsviðinu einn af
merkustu Islend-
ingum þessarar
kynslóðar og verður skarð það, er dauðinn þar hjó
í röð forvígismanna þjóðarinnar ekki auðfyllt.
Pétur Magnússon var fæddur að Gilsbakka í Hvít-
ársíðu 10. jan. 1888 og því rúmlega sextugur að aldri.
— Hann var sonur merkishjónanna, séra Magnúsar
Andréssonar prófasts og alþingismanns og konu
hans,  Sigríðar Pétursdóttur  Sívertsen.
Stúdentsprófi lauk hann árið 1911 og lögfræði-
prófi árið 1914. Eftir það gerðist hann lögfræðing-
ur hjá Landsbanka íslands og vann samhliða því al-
menn  málfærslumannastörf.
Árið 1920 tók hann við málfærsluskrifstofu herra
forseta Sveins Björnssonar, er hann varð sendiherra
Islands í Danmörku, ásamt Guðmundi sál. Ólafssyni
hrl., og ráku þeir hana saman þar til Guðmundur
sál. dó, en eftir það rak hann skrifstofuna ásamt Ein-
ari B. Guðmundssyni hrl. og Guðlaugi Þorlákssyni,
uns hann varð bankastjóri Landsbanka íslands árið
1941. Hæstaréttarmálafærslumaður varð hann árið
1921.
Pétur sál. var afburðagóður málafærslumaður. ¦—•
Gáfurnar voru miklar, hugsunin skýr og sanngjarn
var hann í bezta lagi.
Það hlaut því að verða, að á hann hlæðust opinber
trúnaðarstörf. —¦ Hann var skipaður framkvæmda-
stjóri Ræktunarsjóðs íslands 1924 og einn af banka-
stjórum Búnaðarbankans 1930, og hélt því starfi þar
til það var lagt niður árið 1937. Árið 1941 var hann
skipaður einn af bankastjórum Landsbanka Islands.
I bæjarstjórn Reykjavíkur sat hann árin 1922—28 og
var um skeið forseti hennar.
Alþingismaður var hann um langt áraskeið. Lands-
kjörir.n 1930—1933, þm. Rangæinga 1933—1937 og
landskjörinn aftur frá 1942—1946. Árið 1946 var
hann kjörinn 1. þm. Reykvíkinga, og var það er hann
féll frá,
Pétur sál. var einn af aðalforvígismönnum Sjálf-
stæðisflokksins og sat bæði í flokksráði hans og mið-
stjórn. Var hann einn af aðalráðamönnum hans, vitur,
framsækinn en gætinn. — Þekking hans á þjóðmál-
um var víðtæk og staðgóð og tillögugóður var hann
um hvert mál. Friðsamur var hann en fastur fyrir.
Þegar Ól. Thors myndaði samsteypuráðuneyti sitt
árið 1944, var Pétur Magnússon fjármálaráðherra
í stjórninni og efast ég ekki um, að sagan muni eiga
eftir að meta verk hans þar að verðleikum.
Eftir að það ráðuneyti vék frá völdum var Pétur á
ný kjörinn einn af bankastjórum Landsbankans, við
andlát Magnúsar sál. Sigurðssonar, en bankastjór-
stöðu sinni hafði hann afsalað sér skömmu eftir að
hann varð ráðherra, og er það eitt dæmi um dreng-
skap hans og sanngirni.
Pétur sál. var kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur
Víborg og áttu þau mörg mannvænleg börn. Reyndist
FRJÁLS VERZLUN
135
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 125
Blašsķša 125
Blašsķša 126
Blašsķša 126
Blašsķša 127
Blašsķša 127
Blašsķša 128
Blašsķša 128
Blašsķša 129
Blašsķša 129
Blašsķša 130
Blašsķša 130
Blašsķša 131
Blašsķša 131
Blašsķša 132
Blašsķša 132
Blašsķša 133
Blašsķša 133
Blašsķša 134
Blašsķša 134
Blašsķša 135
Blašsķša 135
Blašsķša 136
Blašsķša 136
Blašsķša 137
Blašsķša 137
Blašsķša 138
Blašsķša 138
Blašsķša 139
Blašsķša 139
Blašsķša 140
Blašsķša 140