Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.02.2000, Blaðsíða 26
Gunnlaugur M. Sigmundsson, forstjóri Kögunar og aðalhvatamadur að stofhun fyrirtœkisins. „Kögun er í umhverfi þar sem allt er mögu- legt. “ FV-myndir: Geir Ólafsson Kögun er í umhverfi þar sem allt er mögulegt. Hér spretta upp fimm til sjö góðar hugmyndir á viku vegna þeirra sí- felldu breytinga sem eru í tækniþjóðfélaginu. Eins og gengur komast margar þeirra ekki á legg en jarðvegurinn er afar fijór fyrir nýjungar," segir Gunnlaugur M. Sigmundsson, forstjóri Kögunar, og helsti hvatamaðurinn að stofnun félags- ins íyrir rúmum tólf árum. Hann getur vel við unað um þess- ar mundir, ijárfestar hafa tröllatrú á félaginu. Gengi hlutabréfa í Kögun hefur verið á háflugi undanfarnar vikur og mánuði - raunar eins og hjá mörgum fyrirtækjum í hátækniiðnaði - og er núna um 43,0. Nafnverð hlutaijárins er 90 milljónir þannig að markaðsverð fyrirtækisins er núna tæpir 4 milljarðar. Stefnt er að skráningu Kögunar á Verðbréfaþing íslands en fé- lagið hefur verið á Opna tilboðsmarkaðnum undanfarin ár. Um 115 manns vinna hjá Kögun og dótturfélögum. Hlutahaf- ar eru á fimmta hundrað. Hagnaður hefur verið af rekstrinum frá íyrstu tíð - að fyrsta árinu undanskildu. Sérhæfing fyrirtæk- isins liggur á sviði loftvarnarkerfa. „Það er vissulega ánægju- legt hvað markaðurinn metur okkur mikils. Það styrkir okkur í því sem við erum að gera,“ segir Gunnlaugur. Vel að merkja; Kögun er ekki algengt orð. Það þýðir útsýni; samanber að kögunarhóll merkir sjónarhóll - útsýnishæð. Vegna háflugs Kögunar segja sumir í gamni að bjöllur loftvarnarkerfis flug- hersins hafi enn ekki gefið frá sér hljóð yfir flugi Kögunar - enda sé það háflug á hlutabréfamarkaðnum. Þekking 09 iðnaðarsamfélag Munurinn á þekkingarfyrir- tækjum og hinum hefðbundnum iðnaðar- og þjónustufyrir- tækjum, sem borið hafa atvinnulíf þjóða uppi til þessa, eru mjög í deiglunni um þessar mundir; ekki síst hérlendis vegna fyrirhugaðra stórframkvæmda á Austurlandi. Sömuleiðis var þetta efni rauði þráðurinn á Viðskiptaþingi nýlega. Það eru nýir tímar, ný gildi í atvinnulífinu. „Hefðbundið atvinnulíf býr við umtalsverðar takmarkanir í umhverfi sínu - en í heimi hugbúnaðarins og þekkingarfyrir- tækja virðist allt mögulegt. Möguleikar til að vaxa eru því ekki aðeins meiri heldur eru þeir líka með öðrum hætti.“ Sérhæfing Kögunar Að mati Gunnlaugs er íslenskt hagkerfi það lítið að ekkert iýrirtæki hérlendis getur orðið stórt af því að einblína á heimamarkaðinn. I herbúðum Kögunar er því horft til stærri markaðar. „Við stöndum þar nokkuð vel að vígi vegna sérhæfingar okkar - en hún skilur Kögun að frá mörgum öðrum fýrirtækj- um á þekkingarsviðinu. Okkar gæfa hefur verið að vinna á hinu þrönga sviði loftvarnarkerfa. I því felast mörg tækifæri. Það eru ekki nema um fimm til tíu fýrirtæki í heiminum sem eitthvað kveður að á þessum markaði. Við höfum séð okkar framtíð þannig að við byggjum okkur upp hérlendis en að sóknarfærin liggi ytra. A síðustu þremur árum höfum við eytt tugum milljóna í að þróa vöru sem við erum að reyna fyrir okkur með á erlendum markaði. Þetta krefst talsverðrar þolin- mæði. En við höfum þegar selt kröfuharðasta kaupanda í heimi, bandaríska flughernum, fýrsta eintakið af þessum hug- búnaði.“ Kögun kaupir VKS Kögun keypti VKS, Verk- og kerfisfræði- stofuna, í febrúar sl. og verður hún rekin áfram sem sérstakt fýrirtæki, en framkvæmdastjóri hennar er Ari Arnalds. Þá keypti Kögun nýlega 60% lilut í Vefmiðlun sem rekur vefsetrið NetDoktor.is. Loks má bæta því við að þýðingastofan Sprok var stofnuð nýlega og er hún rekin sem sjálfstætt dótturlýrir- 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.