Alþýðublaðið - 18.03.1973, Page 1

Alþýðublaðið - 18.03.1973, Page 1
MÚSASAGA Þa6 voru mýsnar tvær, sem bjuggu I Vesturbænum, og höfðu kött i kjallaranum sér til ánægju. Einu sinni, þegar önnur mýslan kom heim úr innkaupa- ferö, sat hin hnipin á eldhúskoil- inum. ,,Nú er ljótt”, sagöi hún, „kötturinn slapp út og er horf- inn”. „Nei, góöa mln. Svona ferðu ekki með mig”, svaraði sú nýkomna og grýtti innkaupa- nctinu I gólfið. „Heldur þú að ég sjái ekki, að þú ert enn að tyggja”. HVER VILL GERA TRUÐ AÐ SÁLUSORGARA SÍNUM Oft, æði oft fylgir böggull skammrifi — og einn af hinum hvimleiðari fylgifiskum lýð- ræðisins er sá að þegar að þvi kemur að ræða eða kynna skoð- anir, þá er of oft gripið til þess ráðs að þröngva skoðunum upp á það fólk, sem ekki hefur gert upp hug sinn. Afleiðing þess er sú tegund kosningabaráttu, sem við þekkjum,og tiðkast i öllum okk- ar nágrannarikjum. óefað hefur sú tegund kosninga- baráttu fært stjórnmálin niður á lægra svið, stundum niður i for- aöið, og undrist stjórnmála- menn hvers vegna fólki hættir til að lita alvörulausum augum á pólitikina og þá menn sem þar starfa, þá er þeim hollt að hug- leiða hvaða aðferðir þeir sjálfir hafa notað til að vekja athygli fólksins á sér og sinum málefn- um. Að ameriskri forskrift er þessi nauðsynlegi hluti lýð- ræðisins æ að færast i þá áttina að likjast sirkus, og slikt á ekki við um einn flokk eða einn stjórnmálamann. Það er heildin sem þokast i átt að stóra tjaldínu. En að sama skapi hættir stjórnmálamönnunum til að likjast i fasi og framgöngu þeim starfsmönnum sirkussins, sem ætlað er að halda uppi kátinunni. Slikt skilar ef til vill árangri meðan verið er að veiða at- kvæði, — en svo liða sirkusdag- arnir og alvaran blasir við — og hver tekur trúðinn þá alvar- lega? En þvi miður er það að verða eins um sirkustjald lýðræðisins eins og einn stjórnmálaforingj- anna sagði um sinn flokk: ,,t minu húsi rúmast allir, allir”. Og það er viö- ar en inn á Alþingi, sem fólkvel- ur fulltrúa sina. Til dæmis velur það sálusorgara sina á svipaðan hátt. Það hefur ekki farið fram hjá neinum, að þeir hafa fengið rúm i sirkustjaldinu. Þótt nú fari fram prestskosn- ingar hér i Reykjavik, þá er það ekki fyrstu kosningar hér né annars staðar á landinu, þar sem opnaðar eru kosningaskrif- stofur og smölun siðan hafin. Þetta er þvi miður orðin við- tekin venja, og sá umsækjandi um prestakall, sem ekki bregð- ur sér i viðar og bættar buxur, limir á sig skalla, langt nef og litaðar varir aftur að eyrum, hann er ekki með i kapphlaup- inu. Og þegar út i slaginn er kom- ið, þá leyfist ýmislegt sem ekki þætti sæma i grófustu tegund fjölbragðaglimu. Ég minnist einna kosninga, sem mér fannst óþverralegri en aðrar, að forsetakosningunum siðustu undanskildum. Það voru prestskosningarnar i Nes- prestakalli fyrir áratug siðan. Þær kosningar og aðrar hlið- stæðar geta vart þjónað tilgangi sinum. Og hver vill gera trúð að sálu- sorgara sinum? Sunnudagur 18. marz 1973 64. tbl. 54. árg

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.