Alþýðublaðið - 14.11.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 14.11.1973, Blaðsíða 11
■■■■■■■■■■■■■■■ íþróttir Noregur - ísland í gærkvöld Islenska kvennalandsliðið i handknattleik tapaði fyrir þvi norska i landsleik i gærkvöldi 19:11. Staðan i hálfleik var 9:5. l.eik- urinn fór fram i Fadderhallen i Osló. Ahorfendur voru aðeins 10«, enda leikurinn sýndur beint i sjónvarpi um allan Noreg. Samkvæmt fregnum NTB fréttastofunnar, var sigur norsku stúlknanna, sein eru Norðurlandameistarar aldrei i hættu. ,,ls- land er enginn mælikvarði”, segir NTB- Alda llelgadóttir Breiðabliki gerði flest mörk islensku stúlkn- anna, 5 talsins, flest ineð lágskotum ,,a la Ilarald Tyrdal”, eins og NTB kallar það, og hælir öldu. Sigrún Guðmundsdóttir 3 (2 viti), Björg Guðmundsdóttir, Sigurjóna Sigurðardóttir og Hjördis Sigurjónsdóttir eitt mark hver. Erla Sverrisdóttir var rekin af velli i tvær minútur. Þess má geta, aö þetta er fyrsti landsleikur islensku stúlknanna siðan 1970, er þær léku siðast i NM kvenna. —SS Gullkorn enn gluggað í skýrslu KSÍ 1 fyrra gerðum við það til gamans að loknu KSl þingi, að birta gullkorn úr skýrslu stjórn- arinnar. 1 þetta sinn bregðum við aftur á leik, og birtum nokk- ur gullkorn úr skýrslu unglinga- nefndar, en hana mun Arni Agústsson fyrrv. framkvæmda- stjóri KSt hafa ritaö. ,,Með samþykki stjórnar KSI hélt unglinganefndin þvi ótrauð áfram með 28 manna leikmanna hóp og vinsemd og virðingu Baldurs Jónssonar, vallarstjóra og starfsmanna Melavallarins i veganesti”. (bl 52) „Ekki leið á löngu að ungl- ingalandsliðsmennirnir fengu sannanir fyrir þvi að Albert Guömundsson væri vel þekktur og dáðurá Italiu...Fóru Italarn- ir mörgum orðum um leikni og mikilleik Alberts Guðmunds- sonar”. (bls. 54). „En umfram allt þakkar nefndin Alberti Guðmundssyni fyrir alla hans hjálp og velvilja i garð unglingastarfs- ins,..Heimsóknin i bikarher- bergi Glascow Rangers. (En þangað komst unglingaliðið fyrir atbeina Alberts — innskot Alþ.bl.), gaf liðsmönnum og fararstjóra sterkan byr undir vængi, til að sigrast á hinu erfiða verkefni, sem framundan var...Það var var ekki heldur af ástæðulausu að unglinga- nefndin sótti um leyfi til stjórnar KSI og viðkomandi aðila til að halda afmælisleik i tilefni 50 ára afmælis Alberts Guðmundssonar og að ágóðinn rynni i „Haukssjóðinn”, vegna þess að með þvi gat unglinga- nefndin og leikmenn unglinga- landsliðsins sýnt átrúnaðargoði sinu og verndara virðingarvott um leiö og gott málefni var styrkt... .Megi unglingastarf KSI um ókomin ár dafna og stækka i anda Alberts Guðmundssonar og æskumenn ávallt hafa hann að leiðarljósi, er þeir ganga knattspyrnuveg- inn” ( bls. 61) ólafur Jónsson var illstöövandi á móti Vlkingum I tstandsmótinu nýlega. Ilvernig gengur honum gegn ÍR i kvöld? Mynd: Friðþjófur. Tveir leikir í Höllinni í kvöld 1 kvöld fara fram tveir leikir tslandsmótsins í handknattleik. 1 þctta sinn verður leikiö i Laugardals- höllinni, og eigast fyrst viö Vikingur og FH og sfðan ÍR og Valur. Fyrri leikurinn hefst aö vanda klukkan 20.15. Þarna er um að ræða tvo athyglisveröa leiki. Þeir, sem fylgjast að staðaldri með handknattleiknum, minnast eflaust margra skemmtilegra leikja milli þessara aöila, leikja sem oft hafa fengiö óvæntan endi. Frægastur er þó leikurinn 1971, þegar tslandsmeistaratitillinn blasti viö Val, en vonirnar urðu aö engu vegna 9 marka ósigurs gegn 1R sem þá baröist á botninum. Markvörslu tR-markvaröarins Guö- mundar Gunnarssonar gleymir enginn sem sá, hann varöi sjö vítaköst auk annars sem að marki kom. Leikir FH og Víkings hafa alla jafna verið tvfsýnir og spennandi, en yfirleitt hefur FH boriö hærri hlut, en naumlega þó. ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ Guöjón Marteinsson, fyrrum leikmaöur Fram, vareinna skástur f liði 1R gegn FH. Mynd: Dóri. Vonandi ekki það sem koma skal Leikur FH og 1R i Hafnarfiröi f fyrrakvöld er vonandi ekki forsmekkurinn af þvf sem koma skal f 1 deild í .vetur Hann var i einu oröi sagt algjör hörmung, nánast leikleysa á köflum. Af tveimur léleg- um aöilum voru þó FH-ingarnir skárri, og verðskuiduðu sigurinn. Þeir reyndu þó aö leika handknatt- leik, og þaö er meira en segja má um ýmsa íR-inga. Leikurinn var ákaflega jafn i fyrri hálfleik, munurinn aldrei meiri en eitt mark, og oftast var jafnt. IR-ingarnir leiddu oftast. Staðan í hálfleik var 8:8. Það var svo undir lok leiksins að Viðar Simonarson gerði út um leikinn með þvi að skora fimm mörk i röð fyrir FH, og breyta stöðunni i 19:14. Sóknaraðgerðir IR-inga voru á þessu timabili fálmkenndar og vörnin galopin, sérstaklega hægra megin, en i gegnum hægri bakkinn fóru flest mörkin. Lokatölurnar urðu 21:18 FH i vil, verðskuldaður sigur. Mörk FH: Viðar 11 (2 v.), Gunnar 7 (2 v.), Auðunn, Birgir og Þórarinn eitt mark hver. Mörk IR: Guðjón Marteinsson 5, Agúst 4, Asgeir 3, Gunnlaugur 3 (1 v.), Höröur A., Hörður H. og Vil- hjálmur eitt mark hver. Viðar og Gunnar voru i sérflokki hjá FH, og þeir njóta greinilega meira frjálsræðis viö brotthvarf Geirs Hallsteinssonar. Enda fengu þeir gott næði til að athafna sig i þessum leik. Birgir Finnbogason var i markinu allan timann og varði litið. Var það óskiljanleg ráöstöfun að halda jafn ágætum mark- verði og Mól. utan vallar allan timann. Enginn liðsmaður 1R er hróss verður, nema ef vera skyldi Geir Thorsteinsson í markinu, en hann varði oft á tfðum frábærlega. Þá var Guðjón Marteinsson nokkuð góður. —SS. KR-Stúdentar Barátta sterkra miðherja KIl-ÍS 96:72 (45:30) Það voru Reykjavikurmeistararnir sem geröu fyrstu körfu leiksins, en IS jafnar 2:2, þá gerir Kolbeinn Pálsson sex stig í röð, og staðan er 8:4 fyrir KR, en stúdentar jafna 8:8, og var leikurinn jafn allt fram i siðari hluta fyrri hálfleiks, en þá loks tóku KR-ing- ar á og hafa þeir 15stig yfir i hálfleik. I þessum leik mættust tveir stórir og sterkir miðherjar, Bjarni Gunnar hjá IS, og Kristinn Stefánsson hjá KR, og háðu þeir oft grimmilega baráttu sin á milli, og virtist svo sem Bjarni hefði bet- ur i sókninni, en Kristinn i vörninni. Stúdentar byrjuðu seinni hálfleikinn vel, og breyttu stöðunni úr 30:45, i 38:47, enda KR með hálfgert varalið inn á fyrstu minútur I seinni hálfleiks. Strax og Gunnar, Kolbeinn, Birgir Kristinn og Guttormur voru saman inn á fór bilið breikkandi, og þegar yfir lauk munaði 24 stigum á liðunum, og ekki munaði miklu að KR næði 100 stiga markinu. Þrátt fyrir stórtap i þessum leik, ætti lS-liðið að halda sér vel um miðja deild i vetur, i liðinu eru margir góöir leikmenn, t.d. Steinn Sveinsson, Bjarni Gunnar, Ingi Stefánsson, Albert Guðmundsson og nú hafa tveir leikmenn bæst liðinu, þeir Þorleifur Björnsson fyrrum leikmaður með Þór frá Akureyri og I.M.A. og Indónesfu- maðurinn David Janis sem áður lék með KR. Hvorugur þessara leikmanna er kominn i fulla æfingu ennþá, en ættu seinna meir að styrkja liðiö. Kolbeinn Pálsson var að vanda besti leikmaður KR, en Gutt- ormur ólafsson átti nú sinn besta leik í langan tima, skemmtileg- ur leikmaður með góða framkomu á leikvelli, og mættu margir taka hann sér til fyrirmyndar. Þá voru þeir Gunnar, Birgir og Kristinn einnig atkvæðamiklir. Stigahæstir: KR: Kolbeinn 29, Guttormur 21, Birgir Guðbjörns- son 18, Gunnar 14 og Kristinn 13. 1S: Bjarni Gunnar Sveinsson 27, Ingi Stefánsson 15, Steinn 10 og Albert 7. Vitasköt: KR: 14:8. IS: 17:6. ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■7 iiii ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Miövikudagur 14. nóvember 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.