Alþýðublaðið - 25.08.1974, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.08.1974, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS I LEIÐARINN ISLENSK MYNDLIST í1100 ÁR Á þjóðhátiöarárinu hafa ekki aðeins verið haldnar hátiðir og efnt til mannfagnaðar viðs veg- ar um land' Efnt hefur verið til margs konar varanlegra fram- kvæmda og tekin stórmerk á- kvörðun til verndunar og bóta á landinu. Merk rit verða gefin út ár árinu, svo sem ljósprentun á Landnámuhandritum. En jafn- framt hefur verið efnt til margs konar sýninga. Hér verður sér- -staklega getið sýningar þeirra, sem verið hefur á Kjarvalsstöð- um og senn verður lokið, en það er kynning á islenskri myndlist i 1100 ár. Er hér um að ræða ein- hverja merkustu listsýningu, sem stofnað hefur verið til á Is- landi. Þeir menn, sem hófu hér landnám fyrir 1100 árum, eru frægir að mörgu og góðu, mann- dómi, dirfsku, höföingsskap. En það er minna kunnugt en skyldi, að hinir bestu meðal þeirra voru menntaðir menn á sins tima visu og miklir listunnendur. Einn meginkostur sýningarinn- ar á Kjarvalsstööum er sá, að hún gerir þeim, sem hana skoða af athygli, þetta ljóst. A sýning- unni er t.d. kvenskart frá land- námsöld, tvær kúptar nælur, þriblaðanæla, hálsband með 52 tölum, hringprjónn, armbaugur og beltisspöng úr bronsi með dýrshausum, allt miklar ger- semar. Þegar hlutir þessir fundust 1956, lét dr. Kristján Eldjárn svo um mælt, að ekkert væri þvi til fyrirstöðu, aö eig- andi þessara skartgripa hafi komið út hingað i hópi lands- námsmanna. Þá er á sýningunni mikið listaverk, mannsmynd úr bronsi, sem talin er sýna guðinn Þór, þar sem hann situr og styð- ur hamarinn Mjölni fram á hné sér. Ennfremur er á sýningunni eftirmynd af Valþjófsstaða- hurðinni, mesta myndskurðar- verki Islendinga frá fyrri öld- um. Er talið, að upphaflega hafi á henni verið þrir kringlóttir skurðreitir. A efri myndreitnum á huröinni, eins og hún fannst, er sýnd saga um riddara, sem bjargar ljóni úr drekaklóm. Riddarinn riður að drekanum, rekur hann i gegn og bjargar þannig ljóninu, sem hann hafði hremmt, en ungar drekans horfa á úr hellismunna. Riddar- inn riður heim að unnu afreki, en ljónið fylgir honum. Þá er sýnt, er ljónið liggur á gröf lif- gjafa sins, syrgjandi og að dauða komið. 1 neðri hringreitn- um eru sýndir fjórir drekar, fléttaðir saman af mikilli list. Bita þeir i sporð sér, en klærnar vita inn að miðju. Hér er um fá- gætt listaverk að ræða. Á sýningunni eru fjölmörg listaverk i gotneskum stil frá lokum 13. aldar til siðaskipta. Má t.d. nefna næstum fjögurra meta langan rekkjurefil, sem i eru saumaöir 13 sporbaugar með bibliumyndum, bæði úr gamla og nýja testamentinu, og litmynd af vigslu heilags Nikulásar, þar sem hann krýpur fyrir altari, en hjá honum standa tveir alskrýddir biskup- ar og krúnurakaður munkur. Hin gamla myndlistarhefð varðveittist, þótt aldir liðu og mjög syrti i álinn fyrir Islend- ingum i veraldlegum efnum. Á sýningunni eru mörg ágæt lista- verk frá siðaskiptum til loka 17. aldar. Siðar eða á 18. og 19. öld hafa barokkstill og rókokóstill áhrif, en siðan sést, að ný is- lensk málaralist tekur að mót- ast á 19. öld. Eru á sýningunni myndir eftir t.d. Sæmund Magnússon Hólm, Helga Sig- urösson, Benedikt Gröndal og Sigurð Guðmundsson. Að sjálfsögðu er siöan islensk myndlist á þessari öld kynnt rækilega, og hefur liklega ekki áður sést á einum staö jafnfjöl- breytt og glæsilegt úrval ai verkum þeirra afbragðs mál- ara, sem Islendingar hafa eign- astá öldinni. Það er ánægjulegl að unnt skuli að segja á 1100 ára afmæli Islandsbyggðar, að is- lensk nútimamyndlist sé heims- list, sem standi á ellefu alda gömlum grundvelli. GÞG Sunnudagur 25. ágúst 19/4 - 159. tbl. 55. árg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.