Alþýðublaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 3
Eldeyjar- goðinn gerir nýja plötu Árni Johnsen súperstar hefst handa um næstkomandi má'naöamót viö upptökku á nýrri LP-plötu, sem Fálkinn mun slöan gefa út fyrir jól. Platan veröur tekin upp I stúdiói Péturs Steingrimssonar, sem þessa dagana er aö leggja siöustu hönd á fastan samastað fyrir tæki sin og tól. Aösögn Árna veröa á plötunni 16 lög og virðist þar vera um nokkra afturför aö ræöa, þvi að á siöustu plötu hans, „Milli lands og Eyja”, voru 18 lög. — Iiclmingurinn af lögunum verður eftir mig, sagöi Arni þegar hann leit inn á ritstjórn biaösins i mýfluguliki fyrir skömmu, — og eru þau lög viö ljóö ýmissa góöskálda. Meðal aðstoöarmanna Arna við upptöku og gerö plötunnar verður Gunnar Þórðarson, sem sjálfur átti eitt lag á siðustu plötu Árna, hið stórfallega „Brimþeyr við ströndina”. Þá má geta þess, að á plötunni verður einnig litiö og snoturt lag, sem Arni kaliar „Klukknahljóm”. „Pelican eins og framlenging af sjálfum mér” — Það hefur einhvern veginn legið lengi i loftinu, að ég spilaði með þeim, að minnsta kosti ein- hverjum þeirra, segir Hlöðver Smári Haraldsson, hinn nýi pianó-, orgel- og moogleikari hljómsveitarinnar Pelican. — Fyrir rúmum tveimur ár- um hitti ég Ásgeir (trommara Óskarsson) i Silfurtunglinu, þar sem við vorum báðir að skemmta okkur. Við höfðum aldrei hist áður og þekktumst ekkert, en tókum tal saman og fór vel á með okkur. Ég fór heim á Norðfjörð skömmu siöar og var nýlega farinn þangað þegar hann fór i Icecross. Hann hefur sagt mér, að hann hefði viljað fá mig þangað og ef ég hefði frest- að heimferðinni um kannski tvo mánuði, þá hefði ég liklega ekk- ert farið og spilað með honum i Icecross. Pelican varð m.a. til út úr Icecross og þannig hefði ég kannski lent þar fyrr. Smári er 24 ára gamall, hætti I prentnámi til að geta verið með Pelican en lauk námi i blásturs- hljóðfæraleik úr Tónlistarskól- anum i Reykjavik vorið 1972. Þá hélthann heim til Neskaupstað- ar og kenndi þá um veturinn og hálfan siðasta við tónlistarskól- ann þar, þar sem faðir hans er skólastjóri. — Svo gerðist það eina nóttina um siðustu áramót, segir hann, — að Pálmi Gunnarsson hringdi i mig og bað mig að koma i nýja hljómsveit, sem hann væri að fara af stað með i Sigtúni. Ég og konan min tókum okkur upp og fluttum með búslóðina suður. Nú, svo fór Islandia á hausinn ýmissa hluta vegna og þá fór ég að biða eftir tækifærinu. Tækifærið kom þegar Ásgeir óskarsson stakk upp á þvi, að Pelican fengi Smára til að að- stoða á hljómleikum hljóm- sveitarinnar. — Ég varð dálitið hissa, viðurkennir Smári fyrir Tóneyranu, — en fannst það skemmtilegt. Siðan lá það ein- hvern veginn beinast við, að ég héldi áfram með þeim. Smekk- ur okkar fellur alveg saman og mér finnst núna, að ég hafi aldrei gert annað en að spila með þeim. Þannig var það strax á fyrstu æfingunni. Mér finnst hljómsveitin sem heild vera eins og einn maður, .kannski eins og ég sjálfur, eða allavega eins og framlenging af sjálfum mér. Ég hef mikla trú á hljóm- sveitinni og er sannfærður um, að þetta samstarf á eftir að vera langt og árangursrikt. Smári fór að spila á pianó sjö ára gamall og hóf þá þegar nám i pianóleik. Tólf ára gamall var hann kominn i hljómsveit á Nes- kaupstað og hefur leikið fyrir dansi stöðugt siðan, með minni- háttar hléum þó. Tólf ára gamall og hljóm- sveitarstjóri. — Einn i hljóm- sveitinni var örn Óskarsson, sem var blásari hjá okkur I Is- landiu, segir Smári. — Trommuleikarinn var sjö ára og sást ekki á bak við trommuna og svo vorum við með annan blás- ara, þannig að hljóðfæraskipun- in var pianó, trompet, saxófónn og tromma. Ég skrifaði allt út fyrir hljómsveitina — og i þá daga var það dixieland sem dugði. Við spiluðum tvisvar i út- varpið, i þáttunum „Kaupstað- irnir keppa” og .Sýslurnar svara”. Þar með er upptalin stúdió- þjálfun Smára. En það gerðist fleira skemmtilegt á Norðfirði. — Einu sinni var ég útilokaður úr hlómsveit vegna þess að ég átti ekki orgel. Þeir tóku frekar inn annan náunga, sem átti org- el. Ég fór þá og keypti mér orgel Dögg heldur upp á ársafmælið 5. okt. Hljómsveitin Dögg heldur upp á eins árs afmæli sitt eftir hálfan mánuð. Stórfengleg af- mælisveisla verður haldin fyrir meðlimi hljómsveitar- innar og nokkra velunnara. Verður sjálf veislan haldin á veitingahúsi hér i borg en siðar um kvöldið færist glaumurinn i Tónabæ, þar sem Dögg leikur fyrir dansi að einhverju leyti. Dögg er sivaxandi hljóm- sveit og þeir hafa ekki gefist upp, þótt ekki hafi alltaf gengið sérlega vel. Eins og áður hefur verið sagt frá i þessum dálum, þá hafa sam- komuhúsastjórar aðallega sett fyrir sig fjölmenni hljóm- sveitarinnar, en þeir félagar eru sex. A undanförnum mánuðum hefur Dögg batnað jafnt og þétt og nú virðist nokkurn veginn .tryggt, að hljómsveitin heldur velli. Við heyrðum i Dögg á Akur- eyri um verslunarmanna- helgina og þá hafði hljóm- sveitinni farið mikið fram frá þvi siðast þá er við heyrðum i henni. Aberandi bestir eru pianó- og saxafónleikarinn Nikulás Róbertsson og gitarleikarinn Kjartan Eggertsson, enda fást báðir viö kennslu i hljóðfæra leik i Tónskóla Sigursveins D Kristinssonar. Driffjaðrirna eru aftur á móti Páll söngvai Pálsson og Ólafur H. Helga son, trommari. 1 stuttu spjalli við Tóneyral lyrir helgina sagði ólafur frí þvi, að einn þeirra félaga hefð nú fest kaup á hálfrar miiljór króna hljóðblendi og með þv segulbandstæki, sem þeii þegar ættu, ætluðu þeir al dunda sér við upptökur og taka siðan upp plötu snemm; á næsta ári. Magnús Kjartans son mun stjórna þeirri upp töku, að sögn ólafs. — segir Smári Haraldsson nýi maðurinn í Pelican i viðtali við Tóneyrað Pelican, eins og hljómsveitin er skipuö I dag. Frá vinstri: Björgvin, ómar, Asgeir, Smári, Pétur og Jón. Þessi samsetta mynd er af þeim féiögum I Dögg. Frá vinstri eru: Nikuiás Róbertsson, Kjartan Eggertsson, bræðurnir Jóhann og Rúnar Þórissynir, Páll Pálsson og Ólafur H. Heigason. en þá keypti hann sér Hamm- ond-orgel. Enn barðist ég og keypti Hammond — en þá fór hann og keypti sér rafmagns- pianó. Þá leiddum við saman hesta okkar og fórum saman i hljómsveit, þar sem hann spil- aði á bassa en ég á rafmagns- pianóið hans og Hammond-org- elið. Smári heyrir til „Austfjarðar- innrásarinnar”, sem svo er kölluð og hefur gerst allt i einu. Fyrst var það Pálmi Gunnars- son, sem kom austan af Vopna- firði og var orðinn súperstjarna i Reykjavik áður en hann vissi af, meira að segja giftur falleg- ustu söngkonunni i bænum. Svo komu þeir Smári og Orn Óskarsson ásamt Pálma i Is- landiu og siðast en ekki sist Þokkabót, þar sem þrir af fjór- um eru Austfirðingar. Fyrr ár árum voru það aðeins Keflvikingar, sem komu „inn á markaðinn”, sbr. Hljóma, Magnús og Jóhann, Þorstein „Presley” Eggertsson og fleiri og fleiri. Siðan var það Akur- eyri, sem ungaði út fyrirtaks músiköntum, eins og t.d. Vil- hjálmi Vilhjálms, Þorvaldi Halldórssyni og fleirum og nú eru það Austfirðir. Hvað eru Vestfirðingar að hugsa? — Ég hef verið mjög heppinn, segir Smári um tilvist sina i Pelican, vinsælustu rokkhljóm- sveit landsins um þessar mund- ir. — Ég er mjög ánægður þarna og jafnvel þótt ég hafi sjálfur alltaf verið ákveðinn I að ná langt á þessu sviði, þá var ég aldrei viss um að tækifærið gæf- Hlöðver Smári Haraidsson, aidrei kailaöur annað en Smári: — Þaö ist. Nú finnst mér það hafa kom- lá einhvernveginn beint við að ég héldi áfram með Pelican eftir ið og þvi var ég ekki lengi að hljómleikana. Þar var eins og við hefðum aldrei gert annaö en aö gripa það. spila saman. w Omar Valdimarsson Sunnudagur 22. september 1974. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.