Alþýðublaðið - 13.02.1977, Blaðsíða 1
Sunnudagur 13. febrúar 35. tbl. —1977 —57.árg.
7
SUNWUPAGSmÐABI
Veflist að Kjarvalsstöðum
Að undanförnu hefur staðið yfir glæsileg sýning á
norrænni veflist að Kjarvalsstöðum. Er hér um að
ræða úrval af listaverkum á sviði veflistar frá
Norðurlöndunum fimm, og hafa verkinþegar verið
sýnd í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, en
héðan fer sýningin til Færeyja. Á sýningunni eru 116
listaverk, valin af dómnefnd kunnáttumanna frá
öllum Norðurlöndum úr 665 verkum, sem boðin voru
til sýningar. Á sýningunni eru verk eftir sex íslenzka
vef listamenn, en í dómnefndinni átti sæti Ásgerður
Búadóttir af íslands hálfu. Hvarvetna hafa gagnrýn-
endur lokið miklu lofsorði á sýninguna, en áhugi á
veflist hefur farið mjög vaxandi í Evrópu á undan-
förnum árum, og þá ekki hvað sízt á Norðurlöndum.
Islendingar hafa sérstaka ástæðu til þess að fagna
mikilli sýningu á veflist. Um aldamótin síðustu var
íslenzk myndlist á bernskuskeiði. Það var menning
Islendinga, sem bjargaði þeim sem þjóð í aldalöngum
þrautum. Oft er sagt, að það haf i verið bókmenningin.
Átter m.a. við það, að þegar nútímarhyndlist fæddist
á (slandi upp úr aldamótum, hafði almenningur eink-
um haft kynni af marglitum glansmyndum og skraut-
legum vörumerkjum. En þá gleymist, að einmitt forn
list hafði aldrei dáið út á íslandi. öldum saman hafði
myndlist lifað lífi sínu í þessu fátæka og afskekkta
landi, upphaflega erlend, en hafði fyrir mörgum öld-
um tengzt einkennum íslenzkrar ullar og islenzkum
litum. Heimsmenning kristninnar birtist í þessari list,
i kórkápunum og altarisdúkunum, í söðuláklæðunum,
sessuborðunum og reflunum. Enginn armóður og
engin áþján megnaði að eyða áhuga íslenzkra kvenna
á listinni í langar myrkar aldir. Hér var ekki eingöngu
um að ræða listsköpun efnaðra og menntaðra hefðar-
kvenna. Þessi list lék ekki siður í hendi fátækrar
alþýðukonu. Sú þökk er ómæld, sem íslenzk þjóð á að
gjalda þeim íslenzkum konum, sem í þýðum sam-
hljómi við nið aldanna varðveittu forna listhefð með
þeim hætti, að þegar myndlist haf ði leyst glansmyndir
og vörumerki af hólmi, þá hófst öld nýrrar vef listar á
Islandi: Aðsjálfsögðu ný viðfangsefni og ný tækni, en
samt ekki list á barnsskóm, af því að hún átti sér
þúsund ára sögu að baki.
Sýningin að Kjarvalsstöðum er íslenzkum veflista-
mönnum til sóma. Því ber að fagna, að hún fer um
Norðurlönd öll. Frændur okkar fá að sjá, að Islend-
ingareruekki eftirbátar íþessum efnum, íslenzk vef-
list er ekki aðeins hlutgeng í norrænni vef list, — hún
eykur f jölbreytni hennar og bætir hana með sérkenn-
um sinum. Og norræn veflist er tvímælalaust þáttur
heimslistar á þessu sviði. GÞG
LISTIR/IVIENNING
Leiklistarfélag MH:
Sýnir Drek-
ann
eftir
Evgeni Schwarts
A sunnudag gefst ibúum
Reykjavikur kostur á aö sjá af-
rakstur nær eins og hálfs
mánaöa æfinga Leiklistarfélags
Menntaskólans viö Hamrahliö,
en þá mun félagiö frumsýna
leikritiö Drekann eftir rússann
Évgeni Schwarts. Sagan um
Dreka er rússneskt ævintýri,
blandaö þjóöfélagslegri ádeilu
haröstjóra sem stjórnaö hefur
borg sinni um nær 400 ára skeiö.
Leikstjóri er Þórunn
Siguröardóttir, en alls taka á
milli 25 og 30 nemendur þátt i
sýningunni. Aöalhlutverk eru i
höndum eftirtalinna: Sigriöar
Þorgeirsdóttur, Björns Guö-
brands Jónssonar, Karls Á.
tJlfssonar, Jakobs S. Jónssonar
og Indriöa Einarssonar.
Myndlistafélag skólans á
allan heiöur af leikmynd og
búningum, en tónlistin er samin
og flutt af nemendum skólans.
Af leikritum sem leikiistarfélag
Menntaskólans viö Hamrahliö
hefur áöur tekiö til sýninga má
nefna Þingkonurnar eftir Ari-
stofanes, GIsl eftir Brendan
Beham og tsjakann.
Þessi mynd var tekin á einni af efingum Leiklistarfélagsins nii
fyrir skömmu.
Drekinn veröur sýndur i Há-
tföasal Menntaskólans viö
Hamrahliö dagana 13. 15. og 18.
febrúar og hefjast sýningar
klukkan 20:30.
—GEK
Meistari Jakob vinnur í happdrætli
Starfsemi Leik-
brúðulands að Fri-
kirkjuvegi 11 er orðinn
fastur liður i skemmt-
analifi höfuðborgarinn-
ar og undanfarin 5 ár
hefur verið sett upp ný
sýning á hverjum vetri.
1 vetur er sýning Leikbrúöu-
lands óvenju seint á feröinni og
koma þar til ýmsar ástæöur.
Meöal annars sú aö Leikbrúöu-
land tók þátt i gestaleik Þjóö-
leikhússins „Litla prinsinum”
fram eftir hausti og fór i leikferö
til Chicago i desember.
En hvaö um þaö, á morgun
sunnudaginn 13. febrúar frum-
sýnir Leikbrúöuland 3 nýja leik-
brúöuþætti. Fyrsti þátturinn
fjallar um stutta ævi litillar
holtasóleyjar, þá koma gamlir
kunningjar „10 litlir negra-
strákar” og loks er nýr þáttur
um Meistara Jakob, sem aö
þessu sinni vinnur i happadrætti
og lendir I framhaldi af þvi i
ýmsum þrengingum.
Aöstandendur Leikbrúöu-
lands eru Bryndis Gunnarsdótt-
ir Erna Guömarsdóttir, Hall-
veig Thorlacius og Helga
Steffensen. Hólmfrlöur Páls-
dóttir annaöist leikstjórn á
þættinum um Meistara Jakob
en hún hefur frá upphafi mótað
Meistara Jakob og hans skyldu-
lið. Hinum þáttunum tveimur
leikstýröi Arnhildur Jónsdóttir,
en leiktjöld eru eftir Þorbjörgu
Höskuldsdóttur.
Framvegis mun Leikbrúðu-
land sýna á hverjum sunnudegi
klukkan 3 aö Frikirkjuvegi 11 og
hefst miðasala klukkan 1
sýningardagana.
—GEK