Alþýðublaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 1
alþýöu blaðið m % Laugardagur 13. juní 1981 82 tbl. 62. árg. ÓSKUM SJÓMÖNNUM FARSÆLDAR OG HEILLfl ALÞÝÐUFLOKKURINN - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Tage Erlander, landsfaðir Svia, áttræður Bls. 12 Frá útvegi til orkuiðnaðar Erindi Dr. Gylfa Þ. Gislasonar á Orkuþingi '81 Bls. 5 TULL Þaö er ekki auöveit starf aö vera sjómaöur, og menn endast ekki jafnlengi veröa bátar aö lokum aökoma f land. — þvl starfi, og I skrifstofustörfum. Og eins og gamlir sjómenn, (AB —mynd Valdis) TAGE ERLANDER ÁTTRÆÐUR Tage Erlander fyrrverandi forsætisráðherra Sviþjóðar verður áttræður hinn 13. júni. Hann fæddist i Ransá'ter i Vermalandi 1901. Faðir hans hafði þá fyrir fáeinum árum fengið stöðu sem barnaskóla- kennari i þessu litla plássi. Tage tók stúdentspróf i Karl- stad og hélt siðan til náms i náttúruvisindum við háskólann Lundi. Siðar lagði hann stund á hagfræði, tölfræði og þjóöfé- lagsfræði, en þjóðmálin og stjórnmálin tóku þó fljótlega hug hans. t janúar 1931 var hann kjörinn borgarfulltrúi i Lundi og 1932 var hann kjörinn á þing. Arið 1937 hóf hann störf i félags- málaráðuneytinu undir stjórn hugsjónamannsins Gustavs Möller. Eftir það átti það fyrir Tage Erlander aö liggja að starfa samfellt I stjórnarráöi Svia i 32 ár, þar af 23 ár sem for- sætisráðherra. Tage Erlander varð mennta- málaráöherra 1945 og rúmu ári siðar þegar hinn ástsæli Per Al- bin Hansson féll skyndilega frá var Tage falin forysta jafnaðar- mannaflokksins og rikisstjórn- arinnar. Það var áreiðanlega ekki auð- velt verk að taka af við Per Al- bin, er Tage óx við hverja raun og seinustu áratugina hefur hann notið fádæma virðingar og vinsælda með þjóð sinni. Störf Erlanders sem stjórn- málamanns einkenndust jöfn- um höndum af efnahagslegu raunsæi og baráttu fyrir aukn- um jöfnuði og öryggi i þjóðfé- laginu. Honum tókst að ná fram samvinnu milli rikisstjórnar sinnar,verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda á ýmsum svið- um. Þótt hann væri eldheitur verkalýðssinni virtu atvinnu- rekendur hæfileika hans og rik- an þjóðfélagsskilning. Aftur og aftur kemur glögglega fram i skrifum hans, ræðum og að- gerðum trúin á framfaramátt tækninnar og baráttan fyrir þvi að tækniframfarir fái að njóta sin og skila afrakstri til vinn- andi fólks. En jafnframt leiddi hann þjóð sina til meiri vel- ferðar en annars staöar hefur náðst. Hann og ílokkur hans byggðu upp sifellt fullkomnara tryggingakerfi, sem frelsaði fólk frá ótta um afkomu sina og sinna. Stærsta átakið og jafn- -framt hið eftirminnilegasta var stofnun sameiginlegs lifeyris- sjóðs allra landsmanna. Kveðja frá Alþýðuflokknum Fyrrverandi forsætisráöherra Tage Erlander Bommcrsvik, Sviþjóö. Alþýðuflokkurinn á íslandi sendir þér hjartanlegar heillaóskir á áttræöisafmælinu. Viö þetta tækifæri minnumst viö brautryðjenda- starfs þíns i þágu jafnaöarstefnunnar, sem hefur ekki einungis haft afgerandi áhrif i Sviþjóö heldur sett mark sitt á þróunina viöa um heim. Sérstaklega þökkum viö þau ágætu áhrif, sem starf þitt hefur haft á hugsjónabaráttuna hér á tslandi, og minnumst meö þakklæti ágætrar samvinnu Alþýðuflokksins viö þig og sænska jafnaðar- mannaflokksinn um áraraöir. Kjartan Jóhannsson. Baráttuna fyrir þvi réttlætis- máli lögðu jafnaðarmann undir forystu Erlanders fyrir þjóðina i almennri þjóðaratkvæða- greiðslu, þegar öll sund virtust lokuð, og unnu þá frækilegan sigur. Tage Erlander er ekki ein- ungis stjórnmálalegt stór- menni, heldur einnig mikill og hlýr persónuleiki. Kimni hans og kimnisögur urðu þekktar um Sviþjóð alla. Sögurnar nefndi hann Vermalandssögur. Eftir aðráðherrastörfum lauk settist Tage fljótlega að i lag- legu húsi á lóð verkalýðsskólans i Bommersvik, skammt utan við Stokkhólm. Þar reit hann ævi- minningar sinar en hefur þó jafnframt verið virkur þátttak- andi i sænskum stjórnmálum og stjórnmálaumræöu. Allt fram á þennan dag hefur hann lika endrum og eins haldið fyrir- lestra i verkalýðsskólanum i Bommersvik. Á þessum merku timamótum flyt ég Tage Erlander og fjöl- skyldu hans innilegar árnaðar- óskir frá islenskum jafnaðar- mönnum, jafnframt þökkum fyrir ánægjulegt og lærdómsrikt samstarf á liðnum árum. Kjartan Jóhannsson „Nýi sósíalisminn byggist á valddreifingtT Viðtal við leiðtoga bandarískra jafnaðarmanna Michael Harrington Bls. 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.