Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Fimmtudaguj? 14. ágúst 1969.
r\
BOLHOLTI6  SlMI 82143
OWUMST      „  3*£  _       FUOT
iUA    W\í\ 'Ci'Vréj  00
Í'ÆKI   JC  •   V   'ji'é   GO0
PSENTUN   V<£:^   "  <4f
-**  .MOWSM
SVANS-PRENT
l  SKEIFAN 3 - SÍMAR 82605 OG 8T9I4 1
TRYhrGíNG-
LAUGANféGl 178
;"#   SÍMl 21120
if set
Einhver mun
ökklann í hrauninu ykkar
— segir rithöfundurinn Bagley um næstu
ævintýrabók s'ina, sem á ao gerast á Islandi
D Desmond Bagley,
kunnur brezkur rithöf-
undur, og kona hans eru
stödd hér á landi og haf a
verið hér á ferðalagi um
mánaðarskeið, meðan
hann hefur viðað sér
upplýsingum og efni í
næstu bók sína, sem
mun gerast að einhverju
leyti hér.
D „Já, mér fannst upp
lagt að fara til þessa
hluta hnattarins að
þessu sinni, því að í
fyrra fór ég til Suður-
skautslandsins og er
með eina bók í smíðum
um það," sagði Bagley,
þegar blaðamaður Vísis
hitti hann aö máli í gær-
kvöldi á Hótel Garði, um
leið og þau hjónin komu
úr 9 daga ferðalagi um
Vestur- og Norðurland.
Nokkrar bóka Bagleys hafa
komið út á íslenzku, Fjallavirk-
ið, Gullkjölurinn, Fellibylur og
Skriðan, en bækur hans hafa
verið þýddar á 15 tungumál.
„Þær hafa selzt hér í 2500
eintökum og það þykir mér al-
veg stórkostlegt, því að seldi ég
jafnmikið, prósentvís, í Banda-
ríkjunum, mundi það samsvara
2,5 milljóna upplagi", segir Bagl
ey og bæði hjónin létu í ljós
undrun sína yfir því, hve mikil
bókaþjóð Islendingar væru.
„Ég hefði ekki trúað því, ef
ég hefði ekki séð það, hve marg-
ar bókabúðir eru hérna" ,sagði
frúin.
„Svo eru bækur komnar út &
íslenz'.iu kannski 8 mánuðum
eftir að þær hafa verið gefnar
út á ensku, en í öðrum löndum
líða jafnan tvö, þrjú ár."
„Nei. Ég hef ekkert ákveðiö
um efni næstu bókar minnar,
annað en hún á að gerast á ís-
landi," sagði Bagley aðspuröur,
en bætti síðan viö með kímni-
glampa í augum: „Nema einn
hlutur er alveg vís og þaö er,
að einhver mun áreiðanlega
brjóta á sér ökkla á göngu eftir
einhverju hrauninu ykkar. Úff,
þvílíkar vegleysur!"
„Þér veljið yður einkennileg
sögusvið fyrir bækur yðar, Kúrd
istan, Suður-Afríku, Suður-
skautslandið — hvað vakti at-
hygli yðar á íslandi, sem bókar-
efni?"           M
„Einkennileg sögusvið segir
þú! Það er einfaldlega vegna
¦ þess aö maður lendir ekki í æv-
intýrum í t. d. London. Þá*pru
það bara óþægindi. En lendi
maður í ævintýrum í Reykjavík,
þá er þaö ævintýri.
En ísland. Það er langt síðan
mér kom ísland í hug,'1 segir
Bagley.
„Það eru ein fjögur ár, eða
lengri tími síðan hann minntist
fyrst á það við mig," skaut frú-
in inu>i?,r~-~
„Ég kom hér sem farþegi á
fiskiskipi 1946 og hef aldrei get
aö gleymt Reykjavík síðan, þótt
ég staldraði  aðeins  iy2  dag,"
sagði Bagley. „Annars vel ég
mér sögusvið, eftir því hvort
fólk veit h'tið eða mikið um land
ið, og eiginlega það eina, sem
fólk í Englandi heyrir um ís-
land, eru þessar sektir, sem
brezkir landhelgisbriótar hljóta.
Já, og svo þaö, að þegar þið
viljið færa út landhelgina, þá
skjótið þiö upp nýrri eldfjalla-
eyju fjær og fjær landinu,"
bætti hann við brosleitur. Hann
á greinilega bágt með að halda
sér lengi alvarlegum í einu.
„Annars hefur okkur hjónun-
um líkað svo vel hérna, að við
erum staðráöin í því að koma
hingaö aftur — kannski með bfl-
hýsi — og gefa okkur betri tíma
til þess að skoða land og þjóð,"
sagöi Bagley, sem fer núna um
miðjan mánuðinn.
Bagley og kona hans, sem er
í ævintýra- og hugmyndaleit í
framkvæmdastj óri hans, hafa ferðazt um landið að undanförnu
næstu bók.
*¦
Ferðamennirnir sendir út í móa
9 Það er í sjálfu sér allt í lagi,
þó að Gullfossskálanum hafi
verið lokað, en það er afleitt,
að salernunum á staðnum var
iokað um leið, sagði einn ferða-
skrifstofumaður í viðtali við
Vísi í tilefni þess, að erlendir
ferðamenn eru nú sendir í hóp-
um út í móa við Gullfoss, ef
þeir þurfa á því að halda.
Gullfossskálanum var lokað fyr
irvaralaust um síðustu helgi, hler
ar settir fyrir glugga og hurðir, en
eigandi mun ekki hafa talið hag-
kvæmt að halda rekstrinum áfram
í sumar.
Ferðaskrifstofurnar, sem senda í
sameiningu ferðamenn nær daglega
til Gullfoss og Geysis eru nú að
reyna að fá salernin aftur opnuð,
en þær telja salernin ekki í einka-
eign eiganda Gullfossskálans, þar
sem opinber styrkur hafi fengizt
til að reisa þau.
n
Uthoi á breiBum grunni
— segir formabur Framkvæmdanefndar, Eyjólfur K. Sigurjónsson
UÆ
¦ „Við leggjum meginkapp á
það, að allir þeir, sem að
byggingariðnaði vinna, standi
jafnt að vígi við tilboð í þær
framkvæmdir, sem við höfum
forgöngu um," sagði Eyjólfur K.
Sigurjónsson,  formaður  Fram-
kvæmdanefndar, í viðtáli við
Vísi. Fjórir aðalverktakar hafa
þegar verið valdir við næsta á-
fanga Breiðholtsframkvæmd-
anna, byggingu 180 íbúða, en
þann 23. ágúst nk. verða tilboð
opnuð í ýmsar smærri einingar.
AÖalvertakarnir fjórir eru tveir
hópar byggingameistara og tvö
byggingafélög, Almenna bygginga
félagið og Breiðholt hf.
„Viö bjóðúm út á svo breiðum
grunni, sem mögulegt er, og kapp
kostum að hafa áfangana ekki of
stóra, þannig að ekki sé neinum
ofviða, hvorki byggingameisturum
né öðrum", ságði Eyjólfur. „Við
viljum ekki, aðÆeinn hafi þaö á til
finningunni, að harni sé að ðsekju
útilokaöur, heldur viljum við njóta
reynslu og hæfni sem flestra. Við
væntum hagstæöra tilboða í all-
ar greinar framkvæmdanna, en
þegar er Ijóst, að margir eru um
hituna. Gangi vel með þennan á-
fanga, mun verða haldið áfram á
sömu braut og frekari framkvæmd
um skipt í hæfilega smáar eining-
Kaup hækkar um
50 kr. í sept.
Ferðamenn koma nú að Gullfossskálanum lokuðum og salernunum með.
• Kaup launþega mun almennt
hækka um 350 krónur fyrir septem
bermánuð næstkomandi samkvæmt
samningum Al',ýðusambandsins og
Bandalags str.rfsmanna ríkis og
j bæja við vinnuveitendur frá í sum
ar. Gildir þetta kaun hærra en
8.800 krónur í grunnlaun á mánuði.
Samkvæmt      samkomulaginu
skyldi verðlagsuppbót reiknuð 1.
ágúst og koma til hækkunar kaups
fyrir september, Vísitala fram-
færslukostnaðar hefur hæKKaö um
5,5 stig frá maíbyrjun. Mest er
hækkunin á matvörum, snyrtivör-
um og snyrtingu og heilsuvernd,
um 10 stig á hverjum lið, sem er
7 — 8%  hækkun  ir& maíbyrjun.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16