Vísir - 03.09.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 03.09.1971, Blaðsíða 6
Óskar Gíslason, Ijósmyndari, lék Ijósmyndara í Postulíni af stakri prýði. Hér eru þær Lilja Þórisdóttir og Þóra Friðriksdóttir að sitja fyrir í myndatökunni í leikritinu. Postulín sýnt á öllum Norðurlöndum Það kemur víst fæstum á óvart að sjónvarpinu okkar skyldi tak ast að selja sjónvarpsleikritiö PostuWn til sjónvarpsstöðva Norðurlandanna. Leikurinn, sem er eftir Odd Bjömsson, vakti fá- dæma eftirtekt og er ekki ör- grannt um að margir óski eftir að fá að skoða leikrit þetta aft- ur. Isienzka sjónvarpiö er nú aðilj að reglubundnum leikrita- skiptum milli Norðurlandanna og í næsta mánuði fánm Vfð að' sjá Samfunnets stötter eftir Ibsen frá norska sjónvarpinu og Söndagspromenaden eftir Lars Forsell frá sænska sjónvarpinu. Eru konur minna virði en karlar? Líftrygging handa konum er snöggtum ódýrari en lfftrygging fyrir karjmenn. 1 pésa frá Sam- vinnutryggingum segir svo: „Öll um ber saman um nauðsyn þess, að heimilisfeður séu vel líf- tryggðir, en aðstæður eru þann- ig, að konur þurfa engu síður aö vera vel líftryggðar. Reynsl an sýnir, að konur eru langlíf- ari en karlmenn og því betri á- hætta og iögjald Því lægra“. — Sem sagt, þaö er langlífi kvenna aö þakka að iðgjöldin eru hag- stæðari, — en ekki því aö trygg ingafélögin meti ís-lenzku kon- una sem minna virði en karl- inni.'tm V lUOltli i Vildu ekki íslenzka brennivínið! Innbrotsþjófar nokkrir komu ný lega við I skrifstofu SÍS í Lon- don. Fátt fundu þeir áhugavert á skrifstofunum, enda ekki venja þar að láta mikil verðmæti liggja á glámbekk. Tvær flöskur af Vslenzkum svartadauða skildu þjófarnir m.a. eftir, — en það sem þeir hirtu af „minjagrip- um“ voru sýnishorn af ýmsum skinnavöirum. Landhelgis.málanefndin komin samaa Landhelgismálanefnd sú, sem stofnuð var í samræmi viö álykt un hins síöasta Alþingis og fal- ið það aðalverkefni að undirbúa löggjöf um ýmis ákvæði varð- andi landhelgi íslands, hélt sinn fyrsta fund 1. sept. 1 nefnd þessari eiga sæti Benedikt Grön dal, Hannibal Valdimarsson, Jó- hann Hafstein, Lúðvik Jóseps- sort og Þórarinn Þórarinsson og var Lúðvík Jósepsson sjávarút vegsráðherra kosinn formaður nefndarinnar. 600 manns í Öskju í einu Frá því segir í Degi á Akur- eyri aö um 600 manns hafi ver ið samankomnir I Öskju á ein- um og sama deginum fyrir skömmu. Eins og áður hefur ver ið skýrt frá, hefur það aukizt mjög að fölk sæki inn á hálend- ið og styður þessi tala ’þaö svo sannarlega. Vegir hafa í sumar verið með eindæmum góðir og inni á hálendinu hafa menn jafnve] fundið fyrir mun hent- „Á alþjóðlegu vörusýning- út við strendur landsins. Frá vöggu til grafar Fallegar skreytingar Blómavendir í miklu úrvali Daglega ný blóm Sendum um allan bæ Silla & Valdahúsinu Alfheimum — Slmi 23-5-23. Nútíma . skrautmumr, menoghálsfestar. SKÓLAVÖRÐUSTÍG13. % Ý » © VISIR. Grúskar 'i öskutunnu um hvert miðnætti K. H. skrifan „Ég var aö vakna rétt áðan, — klukkan mfn er kortér geng- in V eitt að nóttu. Og þetta gerist alltaf öðru hverju. Ég hrekk upp rétt um það leyti, sem nýr sólarihringur er að hefjast. Þá gerist það á baklóðinni héma fyrir neðan mig, að bóndinn þar (sérlega reglusamur maður) heldur út að öskutunnu, hrifsar lokið upp á gátt og rjátlar svo við tunnuna næstu mínútur (a. m.k. þangað til flestir nágrann- arnir era vaknaðir). Stundvísi mannsins er viðbrugöið, og reglu semin slik að maður undrast. — Ég hef oft velt því fyrir mér hvað hann sé að gera þama. — Líkiega er hann bara að kasta því, sem safnazt hefur saman yfir daginn á heimill hans? Og kannski geymir hann smá fleyg með góðu konjakki við tunnuna? Við nágrannamir höfum gert góðlátlegt grín að öllu saman og sjálfur hamraði/' ég saman þetta skrif svona f gamni mínu með an ég var aö snerpa undir kafif- inu, svona rétt til að segja ykk- ur litla sögu af bæjarbragnum. Ég er sko ekkert að kvarta, — ég mundi bara sakna þess ef ég hætti að heyra ískrlð f tunnu sinfóníunni hans nábúa míns“. Já, þetta var skenuntileg saga og vel þegin. Það er mesti mis- skilningur að menn þurfi endi- lega að vera að kvarta, ef þeir ætla að fá aðgang að þessum þætti. Bréf eins og þetta era mjög kærkomin tilbreyting og leyfum við okkur að skora á fólk að senda okkur smásögur sem þessa, smeilnar og meinlaus ar sögur um daglegt líf. Aftur um símalokun Símnotandi síman „Ég sá í Vísi á fimmtudaginn að skrifstofustjóri bæjarsíma Reykjavíkur svarar umkvörtun minni. Hann hefur rétt fyrir sér í því að símanum var ekki lokað á laugardegi. — Það getur hafa gerzt hvenær sem var vikunn- ar, því enginn var heima. Um þetta leyti árs era hundruð manna að koma úr sumarleyf- um sínum, og áreiðanlega gerist það með marga að þeir koma t.d. á föstudagskvöldi eða á laugar- degi. Sé síminn lokaður, — þá er ekkert að gera annaö en bíða mánudagsins, — símalaus. Sím inn, sem mér skilst að sé rokfyr irtæki sem margir fjársterkir einstaklingar mundu gjarnan vilja reka með betri þjónustu, lokar hins vegar á viðskiptavini Föstudagur 3. sepiemoer isr/i. sína, jafnvel vegna ómerkileg- ustu upphæða. Að ekki skuli vera hægt að borga á laugardög um. og virka daga á þeim tím- um, sem sauðsvartur almúginn er ekkj við vinnu, — er hreint hneyksli. Ég sný ekkert til haka með það. Hins vegar veit ég að margir góðir og gegnír menn starfa hjá símanum og áreiðan lega er skrifstofustiórinn engin undantekning. Þeirra verkefni er því skiljanlega að gera þetta þjónustufyrirtæki það mikið þjónustufyrirtæki að það fari að taka viö peningum án þess að það þurfj að kosta fólk miklar eftirtölur. Koma í strætó skítugir upp fyrir haus Ó. skrifar: „Strætisvagnabílstjórar ættu að varast að láta níðast á góð semi sinni. Ég kalla það áníðslu, þegar svo bar við sem í gær, þegar ég fór með strætó og inn í vagninn komu nokkrir piltar, sem greinilega störfuðu í smiðju. Þeir vora svartir og skítugir upp fyrir haus Gallabuxurnar voru útataðar í ryki. Ogíþess um múnderingum settust þeir í sætin. Það heifði verið ferlegt, ef ein- hver troðningur heföi verið í vagninum, því að þá hefðu þeir ekki komizt hjá því að nudda sér utan i annað fólk. Og ekki hefði ég viljað setjast I sætin þeirra á eftir þeim“. Hvenær barn og hvenær fullorðinn? Táningur skrifan ,,Á alþjóölegu vörusýning- unni er auglýst verð fyrir fuill- orðna og annað verð fyrir böm. Síðan er tekið fram, að bðm innan tðlf ára fái ekki aðgang nema í fylgd með fullorönum. En við hvaða' aldur en fullorðinn miðaður? Er þaö við tóif ára aldur, þegar maður lýkur fulln aðarprófi úr bamaskóla? Er það við fjórtán ára aldur þegar maö- ur fermist? Er það viö sextán ára aldur, þegar maöur er lög- ráða og hægt að dæma mann í fangelsi? Er það við tuttugu ára aldur þegar maður fær kosninga rétt og peningaskuldbindingar manns eru bindandi að lögum? Þetta atriði um aldurinn er nauðsynlegt fyrir unglinga aö fá upplýst. I bíóunum virðist vera miðað við sextán ára aldur, í strætó við tólf ára og ibrótta- völlum tólf ára, en í sundlaugum brettán ára. Hvenær er maður barn og hvenær er maður fu’lorð inn? Þegar auglýst er verö fvr- ir böm, er lágmafkskrafa, að tekið sé fram, við hvaða aldur er miðað. Er bað ekki kjörið verkefni fyrir nýju ríkisstiómina að setja •^kveðnar rerfur um aldurstak- mörk svo komizt veröi hiáleið indum og árekstrum sem núver- andi ástand skapar". HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.