Vísir - 14.10.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 14.10.1972, Blaðsíða 5
Y'ÍSIR Laugardagur 14. október 1972. 5 KIRKTAN Oe SÆLLA AÐ GEFA EN ÞIGGJA i 20. kap. Postulasögunnar er sagt frá samfundum Páls postula mcft öldungunum, þ.e. forstöðu- mönnum safnaðarins i Efesus. Með þeim og Páli voru miklir kærleikar, enda dvaldi Páll þar i 3 ár og ,,lct eigi af nótt og dag með tárum að áminna einn og sér- hvern”. Ekki stundaði hann Iniboð sitt i atvinnu skyni. ,,Ég hef eigi girnst silfur eða gull eða klæði nokkurs manns. Sjálfur vitið þér að hendur þessar unnu lyrir öllu þvi er ég þurfti að hafa og þeir er með mér voru.”. (Post. 20 33-34). Siðan vitnar hann til orða Drottins Jesú, að hann sjálfur sagði: Sælla er að gefa en þiggja. — Þessi ummæli Jesú er ekki að finna i guðspjöllunum. Samt er engin ástæða til að efa að þau séu rétt eftir höfð. — Það er skýlaus og ótviræð kristin kenning, að öllum mönnum ber skylda til að vinna, til þess að geta séð fyrir sér og sinum, en verða ekki til byrði náungum sinum og samfélagi. Það er fyrst þegar maðurinn reynist óvinnufær vegna slysa, áfalla, veikinda eða fyrir elli sakir að samfélaginu er skylt að sjá honum fyrir framfærslu. Hitt er það heilbrigða og eðlilega, að hver vinnandi maður hafi vilja og dug og sé gefið tækifæri til að afla eigin tekna til frjálsrar ráð stöfunar umfram brýnar þarfir. — Þá er hann veitandi, en ekki þurfandi, gefandi, en eigi þiggj- andi, sjálfstæður og frjáls, en ekki upp á aðra kominn. Nú er mikið góðæri i landi, mikil „kaupgeta” sem kallað er, og fólkið með fullar hendur fjár að þvi er virðist. Nú sannast hið fornkveðna, að það þarf sterk bein til að þola góða daga. Það þarf góða gætni, skynsamlegt mat á verðmætum og þroskaða hófstillingu til þess að verja þessum miklu fjármunum svo að ekki hljótist ólán af fyrir sam- félag og fjölda einstaklinga. Það er sannarlega gæfa þeirra, sem þiggja mikið á þessum veltifjár- timum, að þeir þá lika láti mikið af hendi rakna til góðra hluta og gagnlegra málefna. Svo er lika — Guði sé lof. Flesta daga má lesa um það fréttir i blöðunum, að stórar fjárupphæðir hafa verið gefnar til mannúðar- félaga, til liknarstofnana, til framfaramála. Óþarfi er að nefna um slikt einstök dæmi. Hinsvegar hafa þessar hugleiðingar orðið til i sambandi við þau dæmi, sem nefnd eru hér á Kirkjusiðunni i dag um nokkrar ríkmannlegar gjafir, sem ýmsar kirkjur hafa hlotið frá vinum sinum og vel- unnurum á þessu ári. Þessar gjafir bera vott um þetta tvennt: Ræktarsemi við æskustöðvar og ættarsveit. 1 annan stað það mat, sem gefandinn leggur á starf kirkjunnar og gildi kristin- dómsins fyrir einstaklinga og samfélag. Guð launi þessum gef- endum gjafir þeirra og láti á þeim sannast: Guð elskar glaðan gjafara. En gleymum samt ekki þvi, að hversu mikið, sem maðurinn lætur af hendi rakna, er hann samt alltaf þiggjandi gagnvart Guði. Honum skuldar hann sitt eigið lif og hans náð þiggur hann i hjálpræðisstarfi hans eingetna sonar. Þessvegna tökum við undir með Matthiasi: Og þegar loks mitt lausnargjald ég ljúka skal en ekkert hef. Við Krists mins herra klæðafald ég krýp og á þitt vald mig gef. ÞRJÁR GJAFIR Það er sama hvað almennt er sagt um afstöðu safnaðanna til kirkjunnar yfirleitt i Ijósi al- mennrar kirkjusóknar við venju- legar tiðagerðir. Eitt er alveg vist: Það er fjöldi fólks i flestum sóknum, sem ann kirkju sinni og sýnir það i verki með rausnarleg- um gjöfum. Hér skulu nefnd um það þrjú nýlcg dæmi: I f Dölum vestur er forn kirkju- staður og prestssetur til skamms tima, Kvennabrekka. Þar er steinkirkja — hið virðulegasta hús, sem blasir við af þjóðvegin- um á þessum reisulega bæ. t ágúst s.l. barst Kvenna- brekkukirkju höfðingleg gjöf, sem systkinin frá Kringlu réttu henni — eitt hundrað þúsund krónur — til minningar um foreldra sina, þau Jón Nikulásson fyrrverandi bónda i Kringlu og konu hans Sigriði Jónsdóttur. Gjöfina afhentu systkinin á hundrað ára afmælisdegi móður sinnar, sem var 18. ágúst s.l. Af- hendingin fór fram á heimili Skarphéðins Jónssonar bónda og sóknarnefndarmanns i Kringlu, að viðstöddum öðrum sóknar- nefndarmönnum Kvennabrekku- kirkju og sóknarpresti Hjarðar- holtsprestakalls. Systkinin frá Kringlu, börn Jóns og Sigriðar, eru Guðrún, Guðni, Halldóra, Valdimar, Stefán og Skarphéð- inn. II Nú vikur sögunni norður i Hrútafjörð. Þegar sóknarpresturinn á Prestsbakka, sr. Yngvi Þ. Árna- son, messaði þar i heimakirkj- unni þ. 6. ágúst s.l. var kirkjunni fært að gjöf vandað rafmagnsor- gel til minningar um hjónin Sig- fús Sigfússon fyrrum bónda að Stóru Hvalsá og konu hans, Kristinu Gróu Guðmundsdóttur, og tvær dætur þeirra Salóme Sig- friði og Sólbjörgu. Gefendur eru 12 börn þeirra hjóna, en þau eru: Guðmundur, Hans, Hallgrimur, Anna Helga, Steingrimur Matthi- as, Lárus, Guðrún Sigriður, Garðar, Eirikur, Haraldur, Gisli, Maria Guðbjörg, Salóme Sig- friður og Þorbjörn Sigmundur. Um þessa gjöf farast sr. Yngva þannig orð: Gjöfin hinn góði gripur, er vel valin, bæði með tilliti til þarfa kirkjunnar hér, sem aðeins átti gamalt og slitið orgel og með til- liti til foreldranna kæru, sem börðust hér áfram af elju og dug með barnahópinn sinn stóra, en Stóru-Hvalsár-hjónin höfðu bæði yndi af söng og báru ávallt hlýjan hug til kirkjunnar, það sama má segja um gefendur, börnin frá Stóru-Hvalsá voru öll söngelsk og kirkjuvinir. Eins og kemur fram i gjafa- bréfi systkinanna, er það von þeirra, að þessi gjöf verði söfnuð- inum hér til hvatningar og kirkj- unni til blessun í starfi. Vil ég hér fvrir kirkjunnar hönd færa gefendum alúðarþakkir fyrir kær komna gjöf og velvilja til Prests- bakkakirkju. Athöfnina í Prestsbakkakirkju þann 6. ágúst má að vissu leyti lita á sem ártið hinna látnu ást- vina, þvi þeirra var minnzt með þökk, bæn og hinni fegurstu minningargjöf.” III Austur i Landeyjum eru þrjár kirkjur. Ein þeirra er Voðmúla- staðakapella. Hinar eru sóknar kirkjurnar á Krossi og i Akurey. 1 sumar sendi sóknarpresturinn i Landeyjum, sr. Sigurður prófast- FRÆKORN Vér vitum, að hver sem af Guði er fæddur, syndgar ekki, heldur gætir sá sin, sem af Guði er fædd- ur og hinn vondi snertir hann ekki.... ...Vér vitum, að Guðs sonur er kominn og hefur gefið oss skilning til þess að vér þekkjum hinn sanna, og vér erum i hinum sanna fyrir samfélag vort við son hans, Jesúm Krist. ( I Jóh. 5. 18-20 Kirkjan á Kvennabrekku Kvennabrekka Prestbakkakirkja. ur Haukdal, ásamt sóknarnefnd Akureyjarsóknar út svohljóðandi fréttatilkynningu: „Hinn 18. júni andaðist frú Maria Jónsdóttir á Forsæti i V.- Landeyjum, merk kona og góð. Hún var kirkjurækin, þótti vænt um kirkju sina og sýndi það i mörgu. Og nú siðast með þvi að ánafna Akureyjarkirk ju rausnar- lega fjárupphæð, 135.000.00kr„ og hafa börn hennar nú afhent kirkj- unni þessa gjöf. Fyrir hönd Akureyjarkirkju viljum við þakka þessa höfðing- legu gjöf og fögnum þeim hlýhug til kirkjunnar, er gjöfin ber vott um. Blessuð sé minning Mariu á Forsæti.” Akureyjarkirkja. Mitt hjarta, Guð minn, hneig til þin i hafsins djúp gef reiði min á undan röðli renni. Og gef, að elsku eldur sá, sem aldrei neitt sinn slokkna má, æ mér i brjósti brenni. V. Briem. Magnús Helgason var prestur á Torfastöðum i Biskupstungum árin ’84-’04. Þá réð fólk sig i kaupavinnu i Grimsnesi með þvi skilyrði m.a. að það fengi hest einn sunnudag á slættinum til að riða til Toríastaöakirkju og hlusta á sr. Magnús Helgason. Asgeir gamli á Þingeyrum var 13 ár að reisa steinkirkju sina, og sál hans var hálf eða meir I þvi húsi. Af honum er sögð sú saga, að þegar landskjálfta gerði a 11 - snarpan um það er kirkjan var langt komin eða fullger, þá hafi Ásgeir setið allan daginn úti i kirkju. Vildi verða undir, ef hryndi. Treysti sér eigi að hafa efni til að reisa af nýju. (NýttKirkjublað)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.