TÝmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

VÝsir

and  
M T W T F S S
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
VÝsir

						Visir. Þriðjudagur 2 janúar 1973
Flugeldur inn
umstofuglugga!
Þó að litið bæri á svo vara-
sömum eldfærum sem kinverjum
nú um áramótin, var það magn
flugelda, stjörnuljósa og blysa,
sem kveikt var á, áreiðanlega
engu minna i ár en áður. Slys
urðu þó næsta fá af völdum slíkra
hluta, en eitt óhapp skeði þó i
vesturbænum  á  gamlarskvöld.
Þar hugðist heimilisfólkið
heilsa nýja árinu á viðeigandi
hátt með skothvellum, flugeldum
og öðru sliku, en þegar kveikt var
á flugeldi fyrir framan húsið fyrr- <
nefnda, tókst ekki betur til en
svo, að skotið geigaði, og flug-
eldurinn tók stefnuna á stofu-
gluggann.
Flugeldurinn var þó eitthvað i
minna lagi og sem betur fór, varð
ekki meira tjón af en að rúðan
brotnaði og eitthvað sást á
gluggatjöldum eftir ófarirnar.
Fljótlega tókst þó að slökkva i
flugeldinum.            —EA
Ætti oð kjósa róðherra
í hlutfallskosningum?
— Úr óramótarœðu forsœtisráðherra
Ólafur Jóhannesson, forsætis-
ráðherra mælti með því f ára-
mótaræðu sinni að athugað yrði,
hvort ekki væri hyggilegt að
ráðherrar yrðu kosnir i hlut-
fallskosningum af Alþingi, eins
og gert er um margs konar
stjórnir, ráð og nefndir. Með
þeim hætti mundi núverandi
stjórnarandstaða til dæmis fá
þrjá ráðherra af sjö í ríkis-
stjórn, ef núverandi stjórnar-
flokkar hefðu samvinnu um
lista.
Fosætisráðherra lagði mesta
áherzlu á einingu þjóðarinnar
og lýsti vonum sinum, að ein-
róma samþykkt Alþingis i land-
helgismálinu yrðu leiðarljós i
öðrum efnum. 1 þvi sambandi
bar hann fram tillögu sina um
hlutfallskosningar ráðherra,
svipað og gert er i Sviss. Hann
gagnrýndi kröfupólitikina, sem
hvarvetna gætti i þjóð-
félaginu og væri eitt hið versta
vandamál okkar tima.
Hann kvaðst telja, að gengis-
fellingin hefði verið hið skásta
úrræði, sem völ var á, enda
hefði ekki getað orðið sam-
komulag i rikisstjórninni um
annað.
Forsætisráðherra fagnaði
samþykkt Allsherjarþings Sam-
einuðu þjóðanna um réttindi
rikja á hafi yrir landgrunni.
Hins vegar gagnrýndi hann
Norðurlandaþjóðirnar mjög
fyrir afstöðu þeirra gegn hags-
munum tslendinga og lagði
áherzlu á hve miklum von-
brigðum  sú  afstaða  þessara
frænda okkar hefði valdið og
mundi munuð.
Hann taldi, að engin þjóð hefði
verið íslendingum betri en
Bandarikjamenn, en hins vegar
fordæmdi hann loftárásir
Bandarikjamanna I Vietnam.
Forsætisráðherra lýsti stuðn-
ingi við öryggismálaráðstefnu
Evrópu, en hann kvað viðræður
um endurskoðun varnarsamn-
ingsins við Bandarikin ,,auð-
vitað ekki" mundu biða eftir
niðurstöðum i viðræðum um
minnkun vigbúnaðar.    —HH
„Með kappi og forsjá
mun takmarkið nást"
— sagði forseti íslands í áramótarœðu
„Jörðin er ein og mannkynið
eitt, eins og áhöfn á skipi, og get-
ur þá og þegar staðið andspænis
tveimur kostum, að koma sér
saman eða farast ella," sagði for-
seti islands, dr. Kristján Eldjárn
i áramótaræðu. „Það er ekki um
fleiri gististaði að ræða, eins og
Tómas Guðmundsson kvað spá-
mannlega þegar fyrir löngu. Ef
tala má um einhvern boðskap
tunglferða, þá er það þetta, og
það er ekkert litið."
Safnað
rir
bágstadda
fy
Vel hefur gengið að afla fjár til
hjálpar nauðstöddu fólki i Mana-
gua. RKÍ og Hjálparstofnun
kirkjunnar hafa sameiginlega
staðið að söfnuninni og miðar
henni vel áfram, en á þrettándan-
um lýkur söfnun þessari.
Þegar borgarar mættu að
morgni siðasta söludags ársins i
útsölum ATVR, var ungt fólk þar
fyrir með samskotabauka sína.
Þetta voru 7 unglingar, sem voru
á siðastliðnu ári skiptinemar viða
um lii)i<l á vegum þjóðkirkjunnar.
Á tæpum þrem timum söfnuðust
þannig 52 þúsund krónur á tveim
útsölustöðum, svo Reykvikingar
hafa brugðizt vel við.
Forseti ræddi, að þess sæjust
greinileg merki, að mannkynið sé
að snúast til varnar gegn þeim
eyðingaröflum, sem ógna heim-
kynnum þess, jörðinni. Sjáist það
bezt i umhverfisvernd i viðasta
skilningi og muni verða talað um
hina vistfræðilegu vakningu á-
tuttugustu öld. Sá sé og draumur
margra góðra manna, að einnig
verði hægt að tala um friðarsókn
eða friðarvakningu mannkynsins
á seinni hluta tuttugustu aldar. Ef
til vill sé ofdirfskufullt að segja,
að við þessi áramót sé friðvæn-
legra um að litast i heiminum en
verið hafi um nokkurt skeið.
Engu að siður hafi margt gerzt á
siðastliðnu ári, sem i svip hafi
orðið til að slaka á strengdum
taugum hins kalda striðs.
Forustumenn fjölmennisþjóða
hafa haft óvenjumikla tilburði til
að troða niður ónytjagróður á veg
um milli þeirra. Kina hefur setzt
á bekk með 'hinum' Sameinuðu
þjóðum, góður undirbúningsfund-
ur haldinn undir ráðstefnu um
öryggismál Evrópu og sáttargerð
staðfest milli Vestur- og Austur-
Þýzkalands. Þó hafi stærsta jóla-
gjöfin brugðizt, þegar friðargerð
fór út um þúfur i Vietnam, og enn
einu sinni héldu kristnir menn
friðarhátið sina með sprengju-
dun.
,,Það var átakanleg sönnun
þess, hversu mikið skortir enn á,
að friður sé á jörðu og velþóknun
meðal manna," sagði forseti. ,,Sá
forni draumur er enn býsna fjar-
lægur, en þó er enn sem fyrri
betur dreymt en ódreymt, eins og
fornkveðið er."
Forseti kvað það hafa verið
mikið fagnaðarefni, þegar al-
þingismenn af öllum stjórnmála-
flokkum komu sér saman um
ágreirtingslausa ályktun um út
færslu fiskveiðilögsögunnar. Sú
samstaða kynni að verða lengst i
minnum höfð af atburðum ársins,
og hljótum vér að óska og vona,
að sú samstaða rofni ekki, hvort
heldur blítt eða stritt ber oss til
handa, þangað til takmarki sé
náð. „Með kappi og forsjá mun
það nást, þannig er rétt mál rek-
ið," sagði forseti.
Hann  fjallaði  um  hlutverk
Hverju reiddust goðin?
— Þrumur og eldingar fylgdu sendimönnum
Ásatrúarmanna af fundi róðherra
Goðin reiddust svo um munaði
rétt fyrir jólin. Það gerðist
morgun einn, þegar tveir full-
trúar Asatrúarmanna gengu á
fund dóms- og kirkjumálaráð:
herra, Ólafs Jóhannessonar.
Þannig stóð á innliti þeirra til
ráðherra, að ráðuneytið ásamt
biskupi þurfa lögum samkvæmt
að fjalla um þennan nýja trúar-
söfnuð þannig að hann geti talizt
gildur meðal annarra safnaða
hérlendis.              ,
Heldur fengu fulltrúar Asa-
trúarmanna loðin svör hjá ráð-
herra, — og það hefur þrumu-
guðnum Þór víst lika fundizt, þvi
þegar erindinu var lokið, ráð-
herra búinn að standa upp úr sæti
sinu og fylgja gestunum til dyra,
— datt ein hin ferlegasta þruma
niður i miðborg Reykjavikur og
olli skemmdum ekki alllangt frá
ráðuney tisskrifstofunni.
Varla hafa Asatrúarmennirnir
verið i vafa um tákn þessi af
himnum ofan, en liklega hafa
tvær grimur komið á ráðherrann
við þessa óvæntu reiði goðanna,
þvi engu var likara en Þór væri að
undirstrika með vopni sinu
óánægju með móttöku sinna
manna i skrifstofunni við Lækjar-
torg. — JBP —
yé'ertun skipí  -u
þjÓBKÍíiKJ
BtU&lMM fí&>
10 FA FALKANN
»n
MfíNfíi
Uru f/j/rim '.
Hemiuslövsum-
Siwimmr   -J- 3f<-"'-
Forseti tslands hefur i dag
sæmt eftirtalda tslendinga heið-
ursmerki hinnar fslenzku fálka-
orðu:
Freystein Gunnarsson, fyrrv.
skólastjóra, stórriddarakrossi,
fyrir störf að fræðslumálum.
Jón H. Bergs, forstjóra, ridd-
arakrossi, fyrir störf að atvinnu-
og félagsmálum.
Jón Sigurðsson, formann Sjó-
mannasambands Islands, ridd-
arakrossi, fyrir störf að málefn-
um sjómanna.
Frú Mariu Pétursdóttur, skóla-
stjóra riddarakrossi, fyrir störf
að félags- og hjúkrunarmálum.
Prófessor Ólaf Björnsson, ridd-
arakrossi, fyrir embættis- og fé-
lagsmálastörf.
Ragnar Jónsson, forstjóra,
stórriddarakrossi, fyrír stuðning
við lista- og menningarmál.
Séra Sigurð Ó. Lárusson, fyrrv.
prófast, riddarakrossi, fyrir störf
að kirkju- og menningarmálum.
Sigurjón Olafsson, myndhöggv-
ara, riddarakrossi, fyrir högg-
myndalist.
Frú Sólveigu Benediktsdóttur
Söyik, kennara, Blönduósi, ridd-
arakrossi, fyrir störf að félags- og
kennslumálum.
Steinþór Þórðarson, bónda á
Hala i Suðursveit, riddarakrossi,
fyrir félagsmálastörf.
Islands meðal þjóða og kvað eðli-
legt, að áhugi margra, ekki sizt
ungra manna, að sambúð beinist
nú fast að baráttu og þróun hinna
fátæku og fjölmennu þjóða, sem
byggja önnur jarðarhvel, en lagði
að lokum áherzlu á, að norræn
samvinna skyldi varðveitt. — HH
Frönsk matargerð-
arlist á Hótel Esju
Veitingastaðir Reykjavikur skörtuðu sinu bezta i gærkvöldi, en
þá héldu helztu skemmtistaðirnir nýársfagnaði sina, en mjög
hefur færzt i vöxt að hafa húsin lokuð á gamlárskvöld og nýárs-
nótt, en hafa þeim mun betri fagnað á nýársdag.
Þessa mynd tók Astþór Ijósmyndari f eldhúsinu á Hótel Esju.
Þar var franski matargerðarmeistarinn Paul Eric Calmont að
leggja síðustu hönd á dýrindis kræsingar, sem nýársgestir
hótelsins kunnu að meta. Hefur Esja ráðið Frakkann til næstu S
mánaða til að veita nýjum hugmyndum inn á matseðla sina og
létta mathákum hérlendum þannig skammdegismánuðina.
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
10-11
10-11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16
Page 17
Page 17
Page 18
Page 18
Page 19
Page 19
Page 20
Page 20