Vísir - 23.11.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 23.11.1973, Blaðsíða 8
8 Visir. Föstudagur 23. nóvember 1973. Smaauglýsingar VÍSIS eru virkasta verðmætamiðlunin visir Fyrstur meö fréttimar HRAÐKAUP Fatnaöur i fjölbreyttu úrvaii á alla fjöiskyiduna á lægsta fáanlegu verði. Einnig tán- ingafatnaður. Opið þriðju- daga, fimmtudaga og föstudaga til kl. 10. Laugardaga til kl. 6. Hrað- kaup, Silfurtúni, Garöa- hreppi viö Hafnarfjaröar- veg. □ I INNRÖMMUN IC D n] Hafnarfirði [f^ REYKJAVIKUHVEGI 64 Sími 52446 Opið fró 1 til 6. Síldin að tregast Sildveiði i Norðursjó mun nú talsvert hafa tregazt. Vcður ger- ast nú vond þar suöur frá, þcgar liöur á veturinn, og nú þegar hafa fáeinir bátar hætt veiöum og eru komnir heim. Búizt er við, að flestir þeir Is- lenzku bátar, einir fjörutiu talsins sem fóru til sild veiða i Norðursjó i haust, verði við fram yfir miðjan desember, en leyfi til sildveiða á þessum slóðum renn- ur út um áramótin. Og þá tekur loðnan við, og tals- verðan tima mun taka að búa báta til loðnuvertiðar. -GG Raftækjaverzlun H. G. Guðjónssonar Sími 37637 rs&a*um SÖLUSTAÐIR: Hjólbarðaverkstæðið Nýbarði, Garðahreppi, sími 50606. Skodabúðin, Kópavogi, sími 42606. Skodaverkstæðið á Akureyri h.f. sími 12520. Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarss., Egilsstöðum, sími 1158. VERÐSTAÐRE YNDIR! nýl TORFÆRUHJÓLBARÐINN 650—16 negldur kr. 4290.— 750—16 negldur kr. 4990.— BYGGÐASAFNIÐ AFTUR TIL EYJA UM ÁRAMÓT „þeirra eigin menning, sem ég vona að þeir þurfi ekki að blygðast sín fyrir" ,,Mark mitt er aö flytja byggðasafniö út til Eyja aftur um áramótin. Ég býst þó viö þvi, aö ég fái aö geyma mál- verkin á Þjóöminjasafninu eitt- hvaö lengur, þar sem húsnæöi er eiginlega ekki fyrir hendi fyrir þau úti f Eyjum,” sagöi Þorsteinn Víglundsson, for- stööumaöur byggöasafnsins i Eyjum, þegar viö litum inn á sýninguna á Kjarvalsstööum I gær. Byggðasafnið hefur veriö geymt á Þjóðminjasafninu, frá þvi þaö var flutt frá Eyjum um 27. jan. ,,En nú er i byggingu safn i Eyjum. Hvenær þvi veröur lokið, er ekki gott að segja. Við höfum nóga peninga, en mannskapinn vantar, og ekki er hægt að taka hann frá fisk- vinnslunni I vetur. I þessu safni, sem er staösett á Stakkageröistúni, verður væntanlega koreiö fyrir bóka- safni, byggöasafninu og svo listaverkasafninu.” Töluvert slangur af Vestmannaeyingum hefur litið inn á sýninguna”, sagði Þor- steinn okkur. „Enda er þetta þeirra eigin menning, sem ég vona, að þeir þurfi ekki að blygðast sin fyrir.” Margt merkilegt er á þessari sýningu, sem er einkaframtak Þorsteins. Þarna má meðal annars sjá fyrsta björgunarskip þjóðarinnar, sem Eyjaskeggjar keyptu áriö 1920 á 175 þús. krónur. Og jafnvel börnin voru látin taka út aura, ef fyrir hendi voru, til þess að borga skipið. 34 Kjarvalsmyndir eru á sýningunni ásamt fleiri mynd Þarna voru þaö konurnar, sem unnu erfiöustu verkin. Karlarnir þóttust geta haft þaööllu betra. — Einokunartimabil Dana iEyjum. Fyrsta björgunarskip, sem kom til landsins, keyptu Eyjamenn á 175 þúsund krónur. Börnin tóku út aura sína til þess aö hægt væri aö greiöa skipið. um, allar frá Eyjum. Likan af Skansinum er sýnt frá þeim tima, er Danir einokuðu verzl- unina I Eyjum. Og þá voru það svo sannarlega konurnar, sem unnu. „Við settum tvær kon- ur meö saltbörur á milli sin á likanir, til þess aö sýna þræl- dóminn á konunum þá. Þá voru það ekki karlmennirnir sem unnu, heldur báru þær kol og salt og fleira á milli húsa. Sýningin er opin frá 4-10 alla daga, nema laugardaga og sunnudaga 2-10. Henni lýkur á sunnudag. — EA Bókaútgáfa Arnar og örlygs hefur sent á markaöinn sex nýjar bækur: RÁÐSKONA ÓSKAST í SVEIT Undirtitill þessarar bókar kemur eiginlega beint úr smáauglýsing- unum, sem sé „má hafa með sér barn”. Hver kannast ekki við þetta orðalag. Það er Snjólaug Bragadóttir, blaðakona hjá Tim- anum, sem hefur skrifað þessa skáldsögu, og er það önnur bók hinnar ungu skáldkonu. Ung Reykjavikurstúlka fer sem ráðs- kona á fámennt sveitaheimili norður á landi. Með henni er 5 ára dóttir, en barnsfaðirinn verður eftir fyrir sunnan. Ráðs- konunni mæta þarna ýmsir erfið- leikar. STUNGIÐ N|IÐUR STÍLVOPNI 1 þessari bók litur séra Gunnar Benediktsson i Hveragerði, „Drottins smurði til Grundar- þinga”, eins og hann kallar það yfir liðna daga og minnist manna og máiefna. Gunnar Benedikts- son á sér langa og litrika sögu fyrir afskipti sin af félags- og menningarmálum. Bókin hefst áriö 1920 er hann gerist „Drottins smurði til Grundarþinga”, eins og hann kallar þaö, þar til hann lætur af kennslustörfum i Hvera- gerði á siðasta ári. En á þessu hálfrar aldar skeiði hafði séra Gunnar verið einn mesti predikari blóðrauðs bolsévisma og notaði jafnt bilapalla, húsþök eða moldarhauga sem ræðustól. SÝÐUR Á KEIPUM Fá skip eru Reykvlkingum (og Skagamönnum) jafnvel þekkt og Akraborgin. Og þekktastur allra stjórnenda þessa skips er án efa Guðjón Vigfússon. En Guöjón sigldi með öðrum fleyjum en Akraborginni, m.a. var hann dáti I sjóher Danakóngs. Ýmis ævin- týri biðu hins unga sæfara, og i þessari bók segir frá ýmsu af þvi, sem á daga Guðjóns Vigfússonar hefur dreifið. ÞR A U T G ÓÐ I R Á RAUNASTUND Hér birtist fimmta bindið i björg- unar- og sjóslysasögu Islands, og nær það yfir árin 1953-1958. Það er Steinar J. Lúðvíksson, blaðamaður við Morgunblaðið, sem hefur ritað þessa sögu. 1 formála segir m.a.: „Má geta þess að samkvæmt skýrslum félagsins fórust á þessum árum 1361 islenzkir menn i sjóslysum, en samtals 5683 mönnum var bjargað frá drukknun eða úr sjávarháska. t þessum hópi voru 1049 menn, sem bjargað var af björgunarsveitum Slysavarna- félagsins. Á sama árabili drógu björgunar- og varðskip 1623 hjálparþurfi skip að iandi, með samtals 10.045 manns innan- borðs”. Margir eftirminnilegir atburðir gerðust á þvi árabili, sem bókin spannar, og eru þeir raktir itarlega i bókinni. MANNLEG NÁTTÚRA UNDIR JÖKLI Þórður Halldórsson frá Dag- verðará iýsir hér, hve mannleg náttúra er margslungin og mikil- fengieg I hans heimabyggð. Refa- skyttuna, listmálarann, skáldið og sagnaþulinn þarf naumast að kynna, enda löngu landskunn- urmaður og „sést langt að” eins og Jökulinn, eins og segir i frétta tilkynningu frá þeim Erni og örlygi. Þórður: „Undir Jökli verður enginn vændur um ósann- sögli, þvi að þar getur enginn sagt frá neinu svo óvenjulegu eða ósennilegu, að það hafi ekki gerzt þar eöa eigi eftir að gerast”. Loftur Guðmundsson færði minningar Þórðar i letur, en Ragnar Kjartansson myndlistar- maður hefur myndskreytt bók- ina. UNDIR HAUSTSTIRNDUM HIMNI Leiftur h.f. hefur sent frá sér ljóðabók þessa, sem er eftir Richard Beck, hinn þekkta Vestur-íslending. I bókinni er að finna 50 ljóða Richards frá siðustu 14 árum. KVIÐUR HÓMERS Menningarsjóður hefur gefið út Ilionskviðu og Odysseifskviðu Hómers. Þeir Kristinn Ármanns- son og Jón Gislason bjuggu verkið til prentunar. Verkið var áður gefið út 1949, en er nú offsetprent- að I Letri. UM NÝJA TESTA- MENTIÐ Rannsóknir siðari ára hafa gjör- breytt skoðunum fræðimanna á frumheimildum kristnidómsins. Er nú litið á höfundana sem hóp guðfræðinga, sem tengdir eru stefnum og straumum i menning- arlifi sinna eigin tima og eru um margt ólíkir og jafnvel ósam- mála. Hvernig ber þvi að túlka hin fornu rit? Séra Jakob Jónss. hefur valið Nýja testamentið sem sina sérgrein. t þessari nýút- komnu bók, sem Menningar- sjóður gefur út, ræðir hann hin nýju sjónarmið. RAFTÆKNI OG LJÓSORÐASAFN Handhæg og ómissandi bók fyrir þá, sem starfa við raftækni, en vilja jafnframt tjá sig á móður- málinu I stað þess að sletta er- lendum orðum. Þetta er annað bindi safnsins, og undirbúningur hafinn fyrir útgáfu hins þriðja. En er orð eins og Augabragðs- hreyfiorkuþykkni ekki nokkuð strembið? Menningarsjóöur gefur bókina út.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.