Vísir - 14.05.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 14.05.1974, Blaðsíða 7
Visir. Þriðjudagur 14. mai 1974. cýlíenningannál Að snúa út úr Þjóðleikhúsið: ÉG VIL AUÐGA MITT LAND Asna og viskustykki i þremur þáttum eftir Þórð Breiðfjörð Tóniist: Atli Heimir Sveinsson Leikstjórn: Brynja Benedikts- dóttir Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Eftir fyrri kynni af verkum Þórðar Breið- fjörðs, bæði i útvarpi og annarsstaðar, hafa trú- lega ýmsir gert sér góðar vonir um fyrsta leikverk hans á sviði, söngleikinn, Ég vil auðga mitt land sem Þjóðleikhúsið frumsýndi á laugardag. Og vist var mikið hlegið i leik- húsinu. Samt olli leikur- inn meir en hálfgildings vonbrigðum. Þau stafa nú ekki af þvi að hér er um að ræða eindregin farsaleik án neinskonar alvörugefni né ádeilna — þótt ævinlega sé það styrkur skops að fjalla um raun- verulegt efni og beinast að ein- hverju marki. Það er samt athugaverðara við þennan leik hvað hann er að stofni til og eðli sinu mikið likur öðrum islenskum skopleikjum og algengu gaman- efni. Það er nú aldeilis algengur mórall bæði i leik og sögum, hjá þeim Múla-bræðrum og Agnari Þórðarsyni svo einhver dæmi séu nefnd, að margur verði af aurum api og sælast sé að forðast þvi- likan soll. En lýsing hinnar ný- riku kliku i Ég vil auðga mitt land er öll á þessa bók lærð og aðeins hana, svo einfaldlega samin að ekki verður um að gera neinar verulegar mannlýsingar eða manngervinga i hóp klikubræðra. Ekki er heldur margt nýlegt á seyði á heimili Eiriks Vidalins, sálfræðings, hindranahlaupara og prófessors með konu hans og dóttur, úrlærðri i fótsnyrtingu, né heldur i „eiginkvennakór” þeirra klikubræðra, svo kátlegur sem hann þó verður á sviðinu. Þetta eru lausleg tilbrigði algengra lýsinga á nýriku snobbi og brodd- borgaraskap. En það sem mesta kátinu vekur i leiknum og sýningunni er einskonar fiflsku- eða fjarstæðu-fyndni i orða- leikjum, útúrsnúningum og uppá ' tækjum af svipuðu tagi og oft hafa vel tekist i útvarpsþættinum „matthildi”. Þannig lagað tiltæki er að gera hinn hjartahreina svein, sem Iris, dóttir hjóna, þrátt fyrir allt leggst á hugi við, að jólasveini i fullum galla, með poka og skegg! Sálarstrið Stekkjarstaurs: Sigurðar Skúla- sonar út af þvi hvort hann ætti nú að gerast nýtur þjóðfélagsþegn eða halda fast við jólasveindóm sinn var ansi kátlega af hendi leyst. Og Herdis Þorvaldsdóttir fór vitanlega létt með frú Rakelu Vidalin: bragur hennar um Leó sem klikan sveik var fluttur af fyndni og fimi sem aðrir leika ekki eftir henni. Hin Iskyggilega klfka lendir i tæri við sinn ofjarl þar sem er fjárplógsmaður af annarri kyn- slóð, heljarskinn sem þykist LEIKHÚS eftir Ólaf Jónsson orðið elliært en heldur reyndar öllum þráðum atburðanna i hendi sér fram undir siðustu stund. Þar var önnur mannlýsing leiksins: Baldvin Halldórsson átti eins og stundum áður hægt um vik að búa til úr litlu efni furðu kostulega karlfigúru. En það er trúlega æði vanda- samt að búa til heilt leikrit úr engu efni, eða aðeins eftirhermu og útúrsnúningi tiðkanlegra leik- og frásagnarefna, þarf furðu út- haldsgóða fyndni til að láta hjól farsans snúast með nógu hjól- liðugum hætti. Vera má að þeim þremenningum Davið Oddssyni, Hrafni Gunnlaugssyni og Þórarni Eldjárn, sem saman standa að höfundinum Þórði Breiðjörð, hefði verið hagkvæmara að semja hreina og beina reviu i við- lika stil við sina vinsælu útvarps- þætti. Það sem vonbrigðum olli af leik þeirra var, held ég, fyrst og fremst að hann vantar sjálfstæða uppistöðu, velvirka leiksögu sém leyfihinni paródisku og fjarstæðu fengnu fyndisgáfu þeirra að njóta sin i samfellu. Eins og hann er úr garði gerður verður farsinn furðu bláþráðóttur og úthaldslitill — þótt að sönnu beri fyrir ýmsa hlá- lega brandara og kostuleg tiltæki. Og efni leiksins, sliku sem það er, var vel til skila haldið i sýningunni við leikstjórn Brynju Benediktsdóttur, fjarska hagan- lega leikmynd Sigurjóns Jóhannssonar og siðast en ekki sist tónlist Atla Heimis Sveins- sonar. Bæði hún og söngvar Þórðar Breiðfjörðs eru að sönnu -öldungis ólik þvi sem tiðkast i innlendum söngleikjum, og söng- vararnir nutu miklu betur paródiskrar aðferðar að efninu, eftirhermu og útúrsnúnings, en leikurinn að öðru leyti. Ég nefni bara sigursöng þeirra kliku- bræðra eftir skúnkinn Leó, ræfil, fifl og dverg, þar sem mörgum karlakór, fóstbræðrum og kvart- ett var i einu lagi gefið langt nef. Klikubræður I Ég vil auðga mitt land: Bessi Bjarnason, Gubjón Ingi Sigurðsson, Erlingur Gislason, Ævar Kvaran, Gunnar Eyjólfsson, Valur Gíslason, GIsli Aifreðsson. Harmur ón tára Sinfóniuhljómsveit tslands. Tónleikar 9. mai 1974. Hljómsveitarstjóri: Karsten Andersen. Einleikur á pianó: Ann Schein. Epitaphion Jóns Nordal er samið til minningar um einn ágætasta tónlistar- mann islendinga, Einar Vigfússon sellóleikara. Einar Vigfússon var svo kunnur unnendum æðri tónlistar, að ég ætla mér ekki þá dul að reyna að tjá með orðum, það sem tón- skáldið Jón Nordal hefur gert fagurlega með hendi meistarans, i verki sínu. Það er ekki fljótgert fyrir mig að telja upp allar þær ógleyman- legu stundir, er ég hef hlýtt á tón- smiðar Jóns Nordals. Aldrei hef ég hlýtt á þær svo, að ekki sætu þær lengi i huga mér til umhugs- unar og ánægju. „Epitaphion” Jóns Nordal, er, eins og verk hans yfirleitt, hnit- miðað i byggingu og útfærslu. Formskyn hans er með afbrigð- um, verk Jóns þeim kostum gædd, að aldrei sækir að manni leiði við að hlýða á þau. Með söknuði hlýðir maður á lokatón- ana og hugsar með sjálfum sér: „Sárt að verkinu skuli vera lok- ið.” Seinna, þegar maður fer að ihuga verkið, verður niðstaðan sú, að það var ekki nótu of langt né stutt. Þegar ég hlustaði á „Epitaphion” Jóns, hvarflaði að mér sá grunur, að Jónmundi gefa tilfinningum sinum meiri útrás en raunin varð. Harmur er dýpri án tára. Fáum mun hafa blandazt hugur hvert tónskáldið var að fara með tónverki sinu, slagharp- an, svo eitthvað sé nefnt, talaði sinu máli. Þetta tónverk Jóns Nordal er að minu mati ein hin fá- gætasta islenzkra tónsmiða. Sem betur fór! Næst lék Ann Schein annan (sem reyndar var fyrsti) pianókonsert Chopins. Einleikar- inn flutti verkið af viðkvæmni, kannske um of. Leikur Ann Schein var ekki að öllu leyti öruggur, sérstaklega i fyrsta þætti. Það lagaðist þó er á leið, linur hreinni og samleikur vinstri og hægri handar til muna skýrari. Hvað ætli sé annars búið að flytja þetta verk oft hér á landi? Að lokum lék hljómsveitin sinfóniu no. 1 i D-dúr eftir landa hljómsveitarstjórans, Johan Svendsen. Sem betur fer, samdi Svendsen ekki nema eina sinfóniu. Tónsmiðar hans eru yfirleitt samsuða af norskum þjóðlögum eða lögum i norskum þjóðlagastil, talsvert kryddaðar af áhrifum frá Robert Schumann. Dæmigerðar um svokallaðar „hljómsveitarstjóratónsmiðar”, ljóðrænar, en afskaplega óeftir- minnilegar. Hljómsveitarstjórinn gerði örugglega flest, sem hægt er til Gisli Magnússon þess að koma i veg fyrir að hlust- endur annað hvort sofnuðu eða gengju út. 1 sjálfu sér á Karsten Andersen þakkir skildar, að ekki fór verr en fór. Segja má um hljómsveitarstjórn hans á þess- um tónleikum, að hún einkenndist af hógværð og varfærni, án sof- andaháttar. Vofur á sjó og skógi Vegna prentaraverkfallsins hafa umsagnir um tónleika legið niðri um langt skeið. En hér verð- Jón Nordal ur einnig getið um tónleika Sinfóniuhljómsveitar íslands 25. april. Stjórnandi hljómsveitar- innar var þá Bohdan Wodiczko og einleikari á pianó Gisli Magnús- son. Einnig þá var frumflutt nýtt verk eftir Islenzkan höfund, „Haflog” eftir Þorkel Sigur- björnsson. Verk Þorkels er kunnáttulega samið og ekki flóknara né óað- gengilegra en svo, að auðvelt er að fylgjast vel með þvi fyrir flesta tónlistarunnendur, og hafa þó nokkra ánægju af. Tónsmiðin ólg- aði af þeim blæbrigðum, sem haf- ið býr yfir. Minnti reyndar af og til á annað tónverk, „La Mer” eftir Debussy. Sennilega þekkir Þorkell það verk mæta vel, allt frá kyrru hafi til ólgandi. Þótt einhverjum kunni að þykja undarlegt kom annað tónverk mér oft I huga — „Tapiola” eftir Tónlist eftir Birgi Guðgeirsson Sibelius. 1 verki Þorkels hvarflaði hugurinn oft að sævofum. I „Tapiola” Sibeliusar eru hins vegar á reiki skógarvofur hljóð- andi i snjóbyl i eyðiskógum Finn- lands. Að svo miklu leyti, sem ég get um dæmt, var leikur hljómsveit- arinnar með miklum sóma og öryggi. Annars er einkennilegt hvað Wodiczko snýr sér sjaldan að hægrihluta hljómsveitarinnar, heldur einbeitir sér fyrst og fremst til vinstri og að miðju. Það eru mörg hljóðfæri hægra megin á hans hönd, sem hljómsveitar- stjórinn mætti gjarnan sinna á annan máta en hann gerir. Um gums Næst á efnisskránni var hinn leiðinlegi og langdregni pianó- konsert Katsjatúrians. Tónskáldið kann að visu sitt handverk. Hljómsveitarútsetning eins og flugeldasýning og ein- leikshlutverkið afar erfitt tækni- lega, með umtalsverðum glæsi- brag, en innihaldið takmarkað, svo ekki sé minnst á andagift. Það eina, sem unun var á að hlýða I þessu gumsverki var ein- leikur Gisla Magnússonar. Hafi hann áður leikið betur opinber- lega, þá hefur það farið fram hjá mér. Mest kom mér á óvart öryggi Gisla frá upphafi til enda, örugg framkoma og stórglæsi- legur leikur. Vinstri hendin hljómmikil svo. af bar. Leikur Gisla fyllti salinn, allt frá voldug- um hljómum til fingerðs og glitr- andi efra sviðs á nótnaborðinu. Það eru margir heimsfrægir pianóleikarar, sem naumast hefðu gert betur, hvað þá meir! Þó að verkið sé takmarkað að innri gæðum, býður það afburða pianóleikara næstum sleitulaus tækifæri til þess að sýna getu sina eða getuleysi. Um getu sina þarf Gisli ekkert að óttast. Samleikur hljómsveitar var hnökralitill. Eftir hlé lék hljómsveitin verk eftir Martinu og Milhaud. Verk þessi eru haglega samin, en nán- ast það sem á dönsku mundi vera kallað „underholdningsmusik”, enda naut hljómsveitarstjórinn sin vel I þeim. En hvilikt samanhnoð af töturiegum verk- um á einni og sömu efnisskrá, á þessum tónleikum eins og þeim sem fyrr var getið! En það sem bjargaði báðum tónleikunum var þáttur heima- manna, leikur Gisla Magnússon- ar og hin nýju verk þeirra Jóns Nordals og Þorkels Sigurbjörns- sonar. Þrátt fyrir allt gerðu þeir tónleikana áhugaverða og ánægjulega. Þökk sé þeim!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.