Tíminn - 14.04.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.04.1966, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 14. apríl 1966 8 TÍMINN Sjö sínnum sjö til- brigði við hugsanir I HLJÓMLEIKASAL Ný Ijóðabók eftir Kristján frá Djúpalæk Kristján írá Djúpalæk: Sjö sinnum sjö tilbrigði við hugsanir. Sindur h. f. Áttunda ljóðabók skáldsins. Dá- lítið sérkennileg að efni og formi. Sviphrein, hugþekk bók. Bókin skiptist í sjö ljóðflokka, hver ljóðflokkur í sjö m'ismunandi tilbrigði, ljóð. Fyrsti flokkurinn heitir landið og hefst með þessu ljóði: Ég hef ort til þín kvæði. Það er orðlaust og myrkt, og ljós þess um eilífð skal inni byrgt. En sorg þess og angist ég aleinn þekki. — Ég ann því af hjarta og umgengst það hljóður sem vornætur sól hinn veika gróður. Víst kýs það sér líf. Víst krefst það orða. Ó, kanntu það ekki? Persónuleg og innileg afstaða til umheimsins í dag. Myrkir skuggar grúfa yfir öllu lífi. Allir finna til. En engir eins og skáldin. Þau sem beztu atgerfi eru búin tefla ljósi eigin ástúðar til alls sem lifir gegn þessum hatursskugg- um. Baráttan er tvísýn. Þau óska einskis freonur, en vernda hið lif andi líf. Ljóð er ljós í myrkri hversu innibyrgt sem það er. Næst streyimir ljóðlindin fram veik og sterk. Tilfæri aðeins brot: Ég fæddist, vegna faðmlaga sólar og íss, í fjallshlíð á sumardegi, og örlög voru mér ætluð — að ná til hafs um óravegi. Ég lærði að sigra og tapa. — Að hola steininn, grafa jökul í gegn, er galdur tímans að skapa. — En stundum varð ég fjalla- vatn fagurblátt í faðmi öræfa minna. Og sólhvítir fuglar, flugþreyttir, ófu mig í fegurð vordrauma sinna. Kvæðið allt Ijóðræn mynd, lit- mjúkar línur frá jöklum til hafs. — Ljós mynd af mannlífinu á óra vegum þess, þar sem grjót og ís- hröngl torvelda greiða leið. — En sólhvítir fuglar, flugþreyttir að vísu, bjóða örlagahringnum byrg inn. — Það er — framvindan sjálf. — Þá minnist skáldið við fjöruna. Tilfæri aðeins þessar línur: Frímerkjaval Kaupuxn íslenzk frímerki hæsta verði. Skiptum á er- lendum fyrir íslenzk frí- merki — 3 erlend fyrir 1 íslenzkt. Sendið minnst 25 stk. FRlMERKJAVAL, pósthólf 121, GarðahreppL Aldrei eg, fjara, unaði þínum gleymi. Glóð'heitur sandur um greipar sem tíminn rann. Og dásamleg undur frá djúpsins óræða heimi, öll dýrustu gull minnar æfi, eg hjá þér fann. Frá fjörunni leitar hugurinn til fjalls og skóga. Fjallið hefur staðið í stríði hvern ævidag og varist eyðingaröflum, en orðið að láta undan síga, „grennst og lækkað“. Skógurinn stendur sig betur, enda er gróðrarmagnið eðl isfar hans og rætur djúpar. Að- eins síðasta erindið: Kristján frá Djúpalæk Ó, megi stofn þinn gildna og lauf- ið hærra leita, og langir sólskinsdagar og regn- hlý nóttin veita þér styrk og vaxtarmegin að standa voða mót. Svo skjól þú verðir öllu, sem er yngra þér og minna, svo andinn megi skilja, í friði lunda þinna, að allt, sem lífi fagnar, er fætt af sömu rót. Annar kaflinn nefnist myrkur. Þessu öðru höfuðstórveldi heims ins mætir skáldið með ýmsum viðbrögðum og blæbrigðum: Um myrka eyðimörk sem menn á löngum flótta, vér förum flest. Vort líf er þrungið þrá og ótta. Sú leið var ströng. En loks í heiðri ró á lausnarfjallsins tindi vitrast það, að reyndist gangan mibla alsæld ein til einskis hefði verið lagt af stað. Hér er ort um myrkur, en ekki í myrkri. Þá var kaflinn Hverfleiki. Verða nú tilbrigði skáldsins á ýmsa vegu, eins og titill bókarinn ar gefur til kynna. í blindgötu, allt frá bernsku, hafnaði hugsun vor. Bliknaði stoltsins stjama. Spekinnar máðust spor. Afl þrýtur önd að leita. þreytist hugur að þrá. — Stormfang þig hrífur, steindranginn kalda, ströndinni auðu frá. Rór skyldi hugur þótt ramman leggi reyk fyrir vit, er borg þinna vona brennur. Víls er ei not, þegar váboðendur drepa högg á dyr. Aðeins hinn ragi rennur. Léttar góðlátlegar „glettur" ein kenndu nokkuð fyrri ljóð Kristj- áns frá Djúpalæk. Nú er minna um þær, en alvaran og umhyggj an þeim mun meiri. Jákvæði lífsins er ljós — meira Ijós. Gleðin er ljós, fegurðin ljós, vizkan ljós, ástúðin ljós. Og ljósið er miklu fremur fólgið í vitundarhorfinu sjálfu til heims og lífs, en í skýringartilraunum eða tjáningarformum. Ekki munu öll Ijóð þessarar umræddu bókar teljast list eða speki — mál. Én víða er færni, form, innsæi og áorkun eitt. Þetta virka innsæi er vegljós sem skín. í eðli sínu og veru andlegt leiftiu-, sem klýfur myrkrið. — Snillisýn innan örlagahringsins og út yfir hann. — Ljósið, sem aldrei brenn ur niður í stjakann, boðar komu sína víða í þessum ljóðum. Leiftr in kasta á okkur kveðju þegar við göngum framhjá, svo okkur skilst eins og skáldinu, að til mikils sé lifað og barizt. Hlutdeild okkar í tilverunni verður ávallt rýmri og bjartari í skini þess innra Ijóss, — „sem í bókmenntum skín.“ Næst birtist Guðinn sjálfur. „Áfram knýst lífið í óendan- legri spurn.“ Vér sinntum ei vegsögu hnoðans og villtumst í hugmyndaþokum. Þér gleymdum vér, móðir, og síðan hugstola þreytum vér skeið áttlausra, minnkandi hringa. — Hve lengi, hve lengi? Ó, móðir, hvort náum vér heim? Skáldið lítur mannlífið raun- skyggnum augum, kannar mennsk an veruleik þess, „hlæjandi bylgj ur“ og „harmslungin öldusog" — Þjáningu og þrá í þess duldu djúpum, þar sem fegurstu von ir manna og ægilegustu lifsógn ir þeirra rísa og stíga fram á þann leikvang, sem mannkindin sjálf hefur kosið sér, vitandi og óafvitandi. „Innri sjónir" skáldsins eru fránar, hugboðin framsýn, falin umsjá taminna vitsmuna. Það horfir út yfir varðhring orða og hugtaka, þar sem lífið er heild, eining og samhljómar. Jákvætt horf hugans, sannleiksskynjun hjartans er sú al'hygð, sem gefur kvæðum og ljóðum Kristjáns frá Djúpalæk líf. — Lýsandi gildi fram um tímans veg — og óveg. — Skáldið hefur lifað það lögmál and ans, að heildin í sínu fulla veldi, er miklu meiri en „frumlur kerf isins“ samanlagðar — (summa partanna). Þetta skynjar líka all ur fjöldi manna í „tónlistarhöll- inni“ og á listasafninu hans Ein- ars ^ónssonar. En þess utan gleym ast og týnast þessi hástæðu sann- indi svo átakanlega oft. — Hvers vegna? Að síðustu þetta hulduljóð: Ég bý að bernskuminning um blóm á ungri grein, sem öllum öðrum blárra við innri sjónum skein. Þess hef ég langveg leitað um lönd þíij, móðir jörð. Og brjóst mitt ákaft bærðist í bæn og þakkargjörð. Pólyfónkórim PolyfánJcórinn hefir ekki verið aðgerðalaus í vetur. Um jólaleytið flutti hann þætti úr Jólaóratoríu J. S. Bach og nú þ. 4. apríl s. 1. hélt kórinn sam- söng í Gamla Bíói undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. — Það eru talsverð umskipti fyrir viðkvæman polyfón-söng að flytja viðfangsefni sín, burt frá hljóðlátum en hljómgóðum veggjum kirkjunnar, því jafn- vel þótt fyrrnefnt samkotnuhús hafi jafnbezt skilyrði til söng flutnings vilja töfrar gömlu meistaranna hrynja af flutn- ingnum er kirkjunni sleppir. — Verkefnaval söngstjórans hefir að jafnaði skipzt í eðlilegum hlutföllum, milli fortíðar og nútíðar, og er það vel. — Á þessum tónleikum flutti kórinn verk eftir Palestrina Gesualdo Morley o. fl. Raddirn ar vel þjálfaðar og innbyrðis tillitssemi þeirra í milli í heiðri höfð. — Þó vilja í auknu álagi á sópran-raddir rýrna tóngæði, og gætti þess nokkuð í löngum tónlínum Palestrina og hinu uhdrafagra „Moro-lasso“, eftir Gesualdo. — Þótt Tomas Mor- ley sé samtímamaður og ná- skyldur fyrmefndum tónskáid um eru verk hans samt gerð úr annarri steypu en þeirra. Flutn ingur nokkurra verka Morleys var hrífandi og bar með sér ein stæðan þokka í meðferð kórs- ins. — Það má telja til merids viðburða, þegar frumflutt eru verk ísl. tónskálda. Sem full- trúi nýrrar ísl. tónlistar, átti dr. Jón S. Jónsson þama tvo þætti úr verki við texta eftir Lao Tze. — Jón treður engar nýjar slóðir, en heldur görnlum og nýjum þráðum til haga í mjög svo aðgengilegu og áheyri legu formi, sem í einfaldri bygg ingu ætti ekki að verða neinum heyranda ofraun. Túlkun kórs ins á verki Jóns var ágæt og ein söngur Halldórs Vilhelmssonar prýðilegur. — Þessu nýja verki var mjög vel tekið og end urtók kórinn hluta úr því. — Af nýrri erlendri tónlist vom flutt 5 lög eftir Hugo Distler við ljóð eftir Mörike, sem sýndu nokkurn þverskurð á verkum höfundar. Athyglisverð vom t. d. „Denk es o Seele“ og hið balltöu-kennda „Dei Feuerreiter", vandsungið lag, sem kórnum tókst þó vel að blása lífi í. — Söngstjórinn Ing- ólfur Guðbrandsson hefir að vanda verið natinn við verk- efnaval, og lagt mikla alúð í vínnubrögð. — Söngur Polyfón kórsins hefir í vissu tilliti opn að hlustendum víðari sjóndeild arhring og gerð í túlkun gömlu meistaranna og að auki leitast við að kynna nútímatóntist í góðum. flutningi. Unnur Arnórsdóttir. Stúdentakórinn Stúdentakórinn, undir stjórn Jóns Þórarinssonar hélt sinn fyrsta samsöng í Gamla bíói þ. 7. apríl s. 1. Kórinn var stofn aður árið 1964 og hefir því tiltölulega stuttan starfstíma að baki. Að vísu hafa margir stúd entakórar orðið til um dagana en starfsgmndvöllur þeirra ekki haft þá kjölfestu, sem til þarf, eða þá reyndu og rútíneruðu söngmenn se:n eru raunvemlegur kjami kórs hverju sinni. Nú hefur verið ráðin bót á þessu, því innan raða núverandi Stúdenta- kórs má sjá menn á öllum aldri og þeirra á meðal mörg velkunn andlit sem meira og minna hafa komið við sögu í sönglífi bæjarins um áraraðir. — Stjómandinn Jón Þórarins- son hefir sett efnisskrá saman með tilliti til þeirra krafta sem fyrir hendi eru. Var hér mest- megnis um að ræða góð og gömul stúdentalög, sem ■ eðli- lega eiga mikil ítök í slíkum kór. — Raddir eru furðu jnfnar og eðlilegar, og sú sjálfsagða sönggleði, sem fylgir stúdent um afgjörandL Raddsetning söngstjóra á „Gaudeamus" syrpunni og Skólapiltasöngvum var ágæt og þó sérlega „Ég söng þar öll út jól“ með öllum sínum samstígu fimmundum skemmti leg. Einsöngvarar með kórnum vom Jakob Þ. Möller, Magnús Gíslason, Sigmundur P. Helga son og Örlygur Richter og stóðu þeir vel fyrir sínu. Við hljóðfærið var Gunnar Möller og fjórhentan undirleik Önnuð- ust Kolbrún Sæmundsdóttir og Eygló E. Haraldsdóttir. Jón Þórarinsson hefir þjálfað kórinn, þau tvö ár sem hann hefir starfað á má kalla árang urinn góðan miðað við æfinga tíma og stjórn hans ömgga og ákveðna. Góð stúdentalög eru undir vissum kringumstæðum bráð skemmtileg og nauðsynleg, og þurfa því alltaf að vera tiltæk í pokahorni Stúdentakórs, en til þees að ekki verði um „skólatröppusöng“ að ræða þarf kór með slíka möguleika að færast 1 fang önnur og flókn i ari verkefni og þykist ég vita > að það muni á eftir fylgja. > Eg fékk ei blóm það fundið. Til ferða skorti styrk. Því eru nú mín augu svo örvæntingarmyrk. Þess var ei hér að vænta. En von mér birtir sýn: Svo hreinn og heiður blámi á himni aðeins skín. Og þaðan mun hún myndin í muna, sem ég lýt. Af eyðimörkum ævi, ég allslaus koma hlýt. En blómið eilíf-bláa, mér birtast samt þú skalt, því hver sem lengi leitar, að lokum finnur allt. Þannig yrkja skáld. En þetta ei ekki aðeins ljóð skáldsins frá Djúpalæk. Það er einnig ljóðic þitt og ljóðið mitt. — Hin eins elskunnar gjöf, sem aldrei verðuj frá okkur tekin. Mynni eru sjö. Öll með ágætum Hugsanir skáldsins innilegar, ski ríkar og fagurbúnar. — Ólafur Tryggvason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.