Tíminn - 18.05.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.05.1966, Blaðsíða 5
MINNING Anna Björg Benedlktsdóttir 26 apríl var hér til moldar bor- in gömul húsfreyja norðan úr Svarfaðardal, Anna Björg Bene- diktsdóttir, sem um langt skeið var húsfreyja á Upsum þar í sveit, en andaðist í Rvík 18. apríl á 95. aldœrsári. Hún var fædd að Völlum í Svarfaðardal 6 sept. 1871, og voru foreldrar hennar úr Kelduhverf- inu, Benedíkt Jónsson bóksali og Hólmfríður Gísladóttir. Mun Hólm fríður hafa flutt að austan með sr. Hjörleifi Guttormssyni á Skinnastað, sem var veitt Tjörn í Svarfaðardal 1870, og síðar Vell- ir, og líklega átt heima um tíma á báðum prestssetrunum, og dótt- ur sinni gaf hún nafn tveggja dætra sr. Hjörleifs. En síðar voru þær mæðgur hjá sr. Kristjáni E Þórarinssyni og Þorbjörgu systur hans, sem stóð fyrir búi hans þar til hann kvæntist 1881 Segja dæt ur Önnu Bjargar, að hún hafi jafn an talið sig eiga Þorbjörgu mik- ið að þakka, þ'eirri góðu og gáf- uðu konu. Þá ftetti Anna Björg með móð- ur sinni út í Fljót og þar var hún fermd, en kemur svo aftur heim í Dalinn og dvelur þá um tíma að Böggvisstöðum, því mikla Og athafnasama rausnarheimili, og þar kymrist hún mannsefni sínu. Má því segja, að hún hafi alist upp í skjóii móður sinnar á prýði- legum heiuriihim, og bar hún með sér menningarblæ þess uppvaxtar aila ævi. Um tsítugsaldur giftist Anna Þorvaidsdóttur frá Krossum, mikl- um atorku og forstandshjónum, óg kippti Þorsteini í sit góða kyn, greindur vel og dugmikill dreng- skaparmaður. Hófu ungu hjónin búskap á Upsum og bjuggu þar á 4. áratug. Eru Upsir mektar- jörð að fornu fari, prestssetur frá fyrstu öldum kristni hér og fram yfir miðja 19 öld, síðan annexía frá Tjörn og síðar Völium. Var á þeirra búskaparárum tvíbýli á Upsum, bærinn mikill og mann- margur og all þéttbýlt í kring. Það var því oft gestkvæmt á þeim Björg Þorsteini Jónssymi á Ups- um, syni hjónanna þar, Jóns Magnússonar skipstjóra og Rósu bæ, og mikiil skari tmgs fólks sem TÍMINW________________ þar óx úr grasi. Og á messudög- um og mannfundum varð heimili þeirra hjóna af með margan kaffi- bollann, því að bæði voru þau hjón gestrisin og greiðasöm. Naut húsfreyjan sín vel meðal gesta, hafði ánægju af þeim og veitti af rausn þegar ástæður leyfðu, glæsi leg kona, greind í tali og glað- sinna, var söngvin og hafði sjálf ágæta söngrödd, hvatti jafnan til söngs og gleði og var stundum forsöngvari í kirkju sinni á Ups- um. Og svo mjög sem hún unni tónlist og söng, mun það hafa glatt hana, hve dóttursyni henn- ar, Magnúsi Péturssyni, þeim kunna tónlistarmanni hér í borg, er sú list ljúf og töm. En stóru heimili og mannmörgu og margs konar búsýslu til sjós og lands, um áratugi, fylgir mik- ið - annriki og erfiði, sem reynir á þrek og heilsufar. Og víst og satt var það, að þau Upsahjón lágu ekki á liði sínu. En þreytan sækir á, og þar kemur að þau hætta búskap á Upsum 1924 og flytja til Akureyrar. Þar andaðist Þorsteinn 1939, en Anna Björg flytzt til Þórunnar dótur sinnar í Reykjavík, og hefur síðan dval- ið í skjóli hennar. Hefur frú Þór- unn reynst móður sinni hin bezta dóttir og var jafnan ástúðlegt með þeim mæðgum. Þeim Upsahjónum, Önnu Björgu og Þorsteini varð 9 barna auðið og lifa nú 4 þeirra: Benedikt, vél- stjóri á Reykjalundi, Helgi, vél- stjóri í Vestmannaeyjum, kv. Huldu Guðmundsdóttur, Hólmfríð ur, búsett á Akureyri og Þórunn, ekkja Einars Benediktssonar loft- skeytamanns. Auk þess fóstruðu þau 2 börn vandamanna sinna. Munu þau hjón nú eiga 93 afkom- endur. Með þessum örfáu minningar- orðum skal gamla húsfreyjan á Upsum kvödd með virðingu, vin- arhug og þökk. Og börnum henn- ar og öllu skylduliði send einlæg samúðarkveðja. Sn. S Magnús Auðunsson frá Sólheimum Magnús Auðunsson bóndi á Sól- heimum í Landbroti lézt snögg- lega af hjartabilun laugardaginn 5. marz s.l. Hann var fæddur að Eystri-Dal- bæ í Landbroti 1 desember 1893 Foreldrar hans voru hjónin Sig- ríður Sigurðardóttir og Auðun Þórarinsson Móðir Sigríðar hét Guðríður Bjarnadóttir, Jónssonar á Geir- landi, Sigurðssonar. Sr. Jón Stein- grímsson getur Jóns þessa í ævi sögu sinni. Móðir Guðríðar Bjarna dóttur hét Sigríður, dóttir Jóns á Kirkjubæjarklaustri, Magnússon ar Kona Jóns var Guðríður Odds- dóttir frá Seglbúðum. Sigurður fað ir Sigríðar, var Sigurðsson, Eyjólfs son á Mörtungu, Þórarinssonar, ísleikssonar. Kona Eyjólfs var Anna Oddsdóttir frá Seglbúðum. Þórarinn, faðir Auðuns, föður Magnúsar, var Magnússon, Jóns- sonar á Kirkjubæjarklausri, Magn ússonar. Konu Jóns er áður get- ið, en hann var Eyfirðingur. Frá honum er mikil ætt orðin á Suð- urlandi og við hann kennd. For- eldrar Magúsar Auðunssonar voru þremenningar úr Jóns Magn ússonar ætt og Oddsætt. Móðir Þórarins var Kristín Teitsdótir, eystir Matthildar fyrri komi Páls prófasts í Hörgsdal, en kona Þór- Brins var Valgerður Pálsdóttir á Hunkubökkum, Þorsteinssonar á ílunkubökkum, Salómonssonar. Kona Páls hét Sigríður Helgadótt- ir, ættuð úr Mýrdal, systir Helga á Lambastöðum í Garði suður. Móðir Þorsteins var Rannveig á Geirlandi, en kona hans hét Kat- rín Óiafsdóttir á Hunkubökkum. Magnús Auðunsson missti móð- ur sína, þegar hann var barn að aldri, en ólst upp í Eystri-Dal- bæ með föður sínum og stjápu til fermingar. Réðst þá vinnumað- ur að Þykkvabæ (syðri bænum) til móðurbróður síns, Páls Sigurðsson ar, og var þar nokkur ár. Eftir það var hann vinnumaður i Segl- foúðum og Þykkvabæ (efri bæn- um). Þaðan fór hann að Aarnar- drangi og átti þar heimili, unz hann kvæntist 1932 eftirlifandi konu sinni, Kristjöu Jónsdóttur kennara frá Eystri-Sólheimum ía Mýrdal. Hófu þau hjón síðan fljót lega búskap og reistu nýbýlið Sól- heima i Landbroti. Börn þeirra hjóna eru tvö: Guð- rún Sigríður cand. mag. húsfreyja, gift Birni Jónssyni cand mag. kennara og Helgi nemandi í Menntaskólaum í Reykjavik Magús Auðunsson var fríður sýnum, fremur hár vexti, röskur og djarfmannlegur í hreyfingum. Kjarkur og karlmennska ein- kenndi hann, hvar sem han fór. Kom það í ljós, þegar á reyndi eins og sjálfsagðir hlutir. Og þó að hann væri kominn af léttasta skeiði og bilaður að heilsu er hann lézt, bar hann þessa eigin- leika í fari shhi til æviteka, svo að athygli vakti. Rúmlega tvítugur að aldri fór Magnús í alþýðuskólann á Hvítár- bakka. Varð honum sú skólavera jafnan minnisstæð og hugljúf. Skólastjórann, Sigurð Þórólfsson mat hann mikils og hugsjónir hans tileinkaði Magnús sér í ríkum mæli. Hann var einn af stofnendum ungmennafélagsins „Ármann" f Landbroti. Formaður þess var ihan um skeið og löngum öflug- air stuðningsmaður. Magnús unni tfögru Iífi og heiibrigðu, sem ung- tmennafélögin í þá daga lögðu Imikla rækt við. Áhugamáliun iþeirra fylgdi hann eftir í krafti ipersónu sinnar. Þannig var hann alger bindindismaður á áfegi og itóbak. íþróttir iðkaði hann, eink- tum sund og kenndi það mörg ár í sveit sinni og víðar. Hann varð (sigurvegari í sundkeppni oftar en leinu sinni og vann til eignar heið- lursgrip í þeirri íþrótt. Magnús Auðunsson bar í fari isínu margt það, sem einkenndi toeztu menn þess tímabils, þegar ungmennafélögin notuðu æskuna í landinu að verulegu leyti til manndóms og drengskapar. Þar sem hann kom við sögu félagsmála, mælti hann hiklaust og djarflega fyrir skoðunum sín- um. Mörg nýmæli bar hann fram, sem fundargerðarbækur bera Ijóst vitni. ÖIl hafa þau ekki komið _______________________]7 Bjarni Kristjánsson frá Næfranesi Hinn 26. marz s.l andaðist hann á sjúkradeild Hrafnistu í Reykja vík á 91 aldursári Þar hné í valinn góður hlynur Dýrfirzkrar byggðar, sem ekki má með öllu liggja óbættur hjá garði, eða án þess að hans sé minnzt með fáeinum orðum, og honum þakkað mikið og gott starf langr- ar ævi, er mjög stuðlaði að því að leysa örbirgðarfjötrana af sveit lians og þjóð, en slíkt var að vísu starf þeirra manna, er börðu og sjgldu rauðarokið langa ævi, leit andi bjargar á hafdjúpið og drógu úr sjónum þau auðævi, sem voru fyrsta undirstaða þeirra framfara og umbóta, er síðari tímar mikl- ast af og njóta nú í ríkum mæli Bjarni var af góðu bergi brot- inn þróttmikilla búandsmanna, er komu lítt við prentaðar æviskrár en unnu hörðum höndum sér og sínum til lífsbjargar en bjargræði þeirra tíma var sjávaraflinn heit- inn hér vestra löngum. Landbúin voru flest smá, jörðunum marg- skipt, svo fleiri kæmust að jarð- arhundruðum þó fá væru sér til búsetu og lífsframdráttar með sjáv araflanum. Á einni slíkri jörð hér í firðin- um, sem nú þykir ekki lengur hæf til að framfleyta lífvænlegu búi, en var þó þá og lengi síðan skipt milli 2ja til 3ja búenda. Næfranes heitir hún með allbröttu túni og grýttu, en grasgefnu, all- góðum engjum á fyrri tíma mæli- kvarða, sem nútímavegur hefur skipt eftir endilöngu og að mestu fordjarfað sem slægju og ræktun- arlandi. Landið er lítið ummerkj- um, en sólríkt er þar og notagóð sauðbeit, fjörubeit nokkur og „nótalög" þar fram af, þar sem selír voru veiddir fyrrum, búend- til framkvæmda, en mörg þeirra eru svo vaxin að fram hjá því verður ekki komizt. Þau eru á vegi framtíðarinnar og fyrnast ekki. Magnús átti frumkvæði að stofn un Sauðfjárræktarfélags Kirkju- bæjarhrepps og var formaður þess frá upphafi. Hann var góður fulltrúi, þar sem hann mætti á fundum út á við fyrir félagssamtök sveitar sinn ar. Honum var ógjarnt að láta draga úr höndum sér neitt, sem með réttu mátti halda eða krefja. Magnús Auðunsson var góður bóndi á forna vísu og nýja. Hann var atgervismaður hin mesti til allra verka. Var það mikils um vert á þeim tíma, þegar manns- aflið gilti að mestu um afkomu bú- skapar. Véltækni nútímans kunni hann einnig að meta og tileinkaði Frarehald á bfe. 16 um til hagræðis. Þar var og fræg- asta móland fjarðarins ,heil mó- riáma af mörgum notuð. Fjörður- inn spennir túnfót og engjaland á aðra hönd ,og var þar oft féng- sælt fyrrum og greiður vegur granna á milli Hvesst gat hann á Næfranesi skaðlega, en fagurt er þar og hlýlegt um að litast. Þetta er Næfranesið hans Bjarna, þar fæddist hann og átti heima alla ævi nema 1—2 síðustu áratugi sinnar löngu ævi, og þar var yndi hans allt og hvergi var hann heima nema þar, annars staðar útlagi, því að þar er allur sem unir.“ Bjarni fór þegar á fermingar- aldri „til sjós“ eíns og það var kallað hér vestra, þ.e. á seglskip til fiskidráttar, og það starf stund- aði hann óslitið 30—40 vor og sumur, en sjóróðra á árabátum á haustum Hann var ágætur sjó- maður, veðurglöggur og aðgætinn mikill og kappsamur dráttarmað ur og gaf sér lítinn tíma til svefns, ef sá guli var fáanlegur. Hann var lengi stýrimaður og lengst hjá Páli Rósinskranssyni, skipstjóra frá Flateyri og bónda á Kirkjubóli í Korpudal. Var mikil vinátta þeirra á milli og ágætt samstarf. Skömmu eftir 1920 fór að draga úr skútuútgerðinni og hvarf Bjarni þá að búskap og róðrum á árabátum Hann hafði byggt sér snoturt íbúðarhús úr timbri skammt utan við túnið á Næfra- nesi og ræfctaði þar túriblett í mjög grýttu landi og hafði þar og garðrækt. Hann kvæntist 1901 Guðmundu Jónsdóttur, ættaðri úr Önundar- firði. Dó hún 1902 af barnsförum ög var hann sjálfur hart nær far- inn yfir landamæri lífs og dauða af svæsinni lungnabólgu, svo að hann gat ekki fylgt konu sinni til grafar. Svo sagði mér vinur hans og uppeldisgranni, Björn skóla- stjóri Guðmundsson, að aldrei hefði hann séð mann nær dauða 'kominn, sem batnaði aftur, en Bjarna þá. Skömmu eftir dauða konu sinn- ar, réðist til hans sem ráðskona Guðrún Erlendsdóttir frá Óseyrar- nesi í Árnessýslu. Var hún hjá honum upp frá því og annaðist heimili þeirra, unz hana þrutu svo kraftar að þau gátu ekki foúið þar lengur, dvöld- ust þau síðan hér á heimilinu unz Guðrún andaðist eftir rúm- lega eins árs dvöl. Guðrún var fráfoær kona að dugnaði og búhyggindum. Þau ólu upp son konu Bjarna, er hún átti áður en hún giftist, svo og nokk- ur fósturbörn önnur að meira eða minn leyti. Eftir lát Guðrúnar fluttist Bjarni til Samsonar Sam sonarsonar, fóstursonar síns og konu hans Guðbjargar Guðbjars- dóttur er búa í Hvammsvík í Kjós. Hjá þeim dvaldi hann unz hann fluttist að Hrafnistu. , Bjarni Kristjánsson var prýði- lega greindur maður og gjörhug- ull, lesinn vel og vel máli farinn og lagði gott til mála og rækt við fundi og félagsmálefni Hann var um áratugi í hrepps- nefnd Mýrahrepps, lengi forða- gæzlumaður sveitarinnar og um árabil í stjórn Kaupfélags Dýrfirð- inga og lét sig aldrei vanta þar á fundi, meðan hann mátti. Lét hann gengi og hag félagsins sig miklu skipta og unni því alls góðs og er ég heimsótti hann á Hrafn- istu, var venjulega ein af fyrstu spurningunum: „Hvernig gengur hjá kaupfélaginu?” Framhaíd á fols. 16

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.