Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						12
Mánudagur 24. nóvember 1975. vISIÍV
vISIÍV Mánudagur 24. nóvember 1975.
ASGEIR
BETUR
„Þetta var hörku spennandi
og skemmtilegur leikur — sér-
staklega siðari hálfleikurinn"
sagöi Guögeir Leifsson, er viö
náðum tali af honum eftir leik
Standard Liege — sem Asgeir
Sigurvinsson leikur með — og
Charleroi —sem Guögeir leikur
með, I Liege I gær.
„Standard hafði það i þetta
sinn en munurinn var ekki nema
eitt mark. Þeir skoruðu 4 mörk
en við 3, en okkar mörk komu
eftir að þeir voru komnir I 3:0 i
byrjun siðari hálfleiks.
Við minnkuöum bilið i 3:2, en
þeir komust i 4:2 og við siðan i
HAFÐI EINUM
EN GUÐGEIR!
4:3. Annars skoruðum við lika
fjórða markið i leiknum, en
dómarinn dæmdi það af vegna
rangstöðu, sem ég segi að hafi
verið rangur dómur, en Asgeir
aftur á móti að hafi verið réttur.
Annars sjáum við það betur i
sjónarpinu á morgun.
Hvorugur okkar skoraði mark
i þessum leik — en áttum báðir
sitt hvort markið. Ég annað
markið hjá okkur og hann þriðja
mark Standard. Asgeir var
áberandi besti maðurinn i liði
Standard að minu viti, og ég
held að ég hafi komist sæmilega
frá   minu   hlutverki   með
Charleroi.
Við vorum voðalega priíðir
hvor við anna i þessum leik —
hann hélt sér á vinstri kantinum
i fyrri hálfleik, en kom inn á
miðjuna i þeim siðari, og þá fór
ég að sjá hann og finna fyrir
honum.
Útlitið er ekki sem best hjá
okkur i Charleroi eftir þennan
leik — erum i neðsta sæti með 7
stig. Annars er munurinn ekki
mikill, þvi að það eru ein fjögur
lið með 8 stig og þrjú með 9. En
við sitjum hjá um næstu helgi og
þá breytist þetta áreiðanlega
eitthvað.
Ég var aö kaupa
Jólabrpfefetna
SUMIR  JOLASVEINAR   DREKKA
EGILS   PILSNER.............
OG  ADRIR  JOLASVEINAR   DREKKA
EGILS   MALTÖL................
EN   ALLIR   JOLASVEINAR   DREKKA
AUDVITAD  EGILS  APPELSÍN."

meíi
#leöilegjól ^§|ffc
«s drpkfejum W
'ms/ón: Kjcrtan L. Pálsson og Björn Blönda.
Jrukkurmn" var
brjóta níður húsið!
BMHS
Þrír fjörugír leikir í 1. deildinni í körfuknattleik um helgina,
þar sem KR sigraði Val, ÍR sigraði ÍS og UMFN sigraði Fram
„Klí er búinn að sjá svo margt
skritiðhér á islandi, að þetta kom
mér ekkert á óvart" var haft eftir
Curtiss „Trod" Carter eftir leik
KR og Vals i 1. deildinni i körfu-
knattleik á laugardaginn.
Það sem „trukknum" fannst
svona skritið, var að hann fékk
áminningu og siðan tækniviti fyr-
Meistararnir
fengu skell
Evrópumeistararnir Bayern
Munchen fengu heldur betur skell
i leiknum við Eintracht Frank-
furth i Bundersligunni i Vestur-
Þýskalandi á laugardagihn.
Þeir töpuðu leiknum 6:0 og er
það eitt mesta tap, sem þetta
fræga lið hefur orðið að þola i
langan tima.
ir að „troða" knettinum hvað eft-
ir annað niður i gegnum körfu-
hringinn — áhorfendum til mikill-
ar skemmtunnar.
Hamagangurinn i „trukknum"
var svo mikill við þetta, að húsið
nötraði og skalf, og óttuðust menn
um tima að hann myndi brjóta
niður allt viravirkið, sem heldur
uppi körfunni. Strangt til tekið er
bannað að „troða" knettinum
niður um hringinn, og var það sú
regla, sem dómararnir fóru eftir,
og voru áhorfendur ekkert
ánægðir með það.
„Trukkurinn" var i miklum
ham i þessum leik, sem ,var hans
besti með KR til þessa. Hann
skoraði 43 stig i leiknum, sem
lauk með yfirburðasigri KR
110:88. Leikurinn þótti ekki neitt
sérlega góður enda litill broddur i
Valsmönnum — sérstaklega eftir
að þeir höfðu misst Torfa
Magnússon útaf með 5 villur i
fyrri hálfleik.
Aftur á móti var meira fjör i
H.F OLGERÐIN EGILL SKALLAGRIMSSON REYKJAVIK
leik Fram óg "Njarðvikur, sem
einnig fór fram á laugardaginn.
Var hann jafn og sáust oft
skemmtileg tilþrif til beggja liða.
Njarðvikingarnir voru 6 stigum
yfir i hálfleik en i þeim siðari
tókst Fram að jafna og komast 1
stigi yfir. Þegar 2 minútur voru
eftir var munurinn 4 stig —
Njarðvik i vil — en i lokin var
hann 10 stig — 87:77 fyrir liðið frá
Suðurnesjum.
Stefán Bjarkason var stiga-
hæstur njarðvikinga með 32 stig,
en hjá Fram var það Helgi Valdi-
marsson með 20 stig.
1 gærkvöldi léku svo 1R og ÍS,
og lauk þeirri viðureign með sigri
1R, 87:73, eftir að staðan i hálfleik
hafði verið 46:33 fyrir IR. Höfðu
stúdentarnir litið i Islands-
meistarana að gera — sérstak-
lega þá Kristinn Jörundsson og
Þorstein Hallgrimsson. Voru þeir
báðir mjög góðir, og var Þor-
steinn tvimælalaust besti maður-
inn á vellinum. Hann skoraði 14
stig en Kristinn 30 stig.
Hjá 1S var Jón Héðinsson einna
bestur — skoraði 14 stig — og
einnig átti Ingi Stefánsson góða
spretti og skoraði 12 stig.
-klp-
IR skaut
KRíkof
Sigraði 26:17 í
„stórleiknum" í
2. deild í gœrkvöldi
IR-ingar tryggðu heldur betur
stöðu sina i 2. deild islands-
mótsins i handknattleik i gær-
kvöldi. Þá léku þeir við silfurliðið
úr Reykjavikurmótinu — KR —
og sigruðu með 9 marká mun,
26:17.
Þeir náðu strax góðri forustu og
komust fljótt i 9:3. KR náði að
minnka bilið i 15:13, i siðari hálf-
leiknum, en þá skoruðu tR-ingar
9mörk gegn 3, enda var þá KR-
liðið gjörsamlega brotið og ekki
heil brú i leik þess.
Hilmar Björnsson var mark-
hæstur KR-inga með 8 mörk, en
þeir Ágúst Svavarsson með 8 og
Brynjólfur Markússon 7, voru
markhæstir IR-inga i þessum
mikilvæga leik.
Tveir aðrir leikir voru i 2. deild
um helgina. Fylkir sigraði
Breiðablik 22:19, og Leiknir
sigraði Keflavik i Njarðvikum
7:15.
Þar var staðan 12:12, þegar
ljósin i húsinu voru slökkt eftir að
i „ljós" hafði komið að Leiknis-
menn voru með „klistur" á
puttunum, en það er algjör
bannvara þar. Eftir að ljósin
kviknuðu aftur, var allur „eldur
úr keflvikingum, og Breiðholts-
búar sigldu út af með bæði stigin.
Pómararnir voru með hress-
asta móti i leik KR og Vals i
körfuboltanum á laugardaginn.
„Trukkurinn" fékk áminningu
og viti hjá þeim fyrir að „gera
tilraun til að mölva niður húsið"
og Kolbeinn Pálsson fékk tiltal
fyrir að nota heldur sterkt orð
um ágæti dómgæslunnar. Eru
þessar myndir teknar fyrir og
eftir þá „athöfn"... Ljósmyndir
Einar.

.
Skúli tók brons-
verðlaunin í HM
í kraftlyftingum
Það er ekki á hverjum degi, sem við
islendingar getum státað okkur af því að
okkar iþróttafólk vinni til verðlauna i
heimsmeistarakeppni i iþróttum.
Það gerðist þó á laugardaginn i
Birmingham i Englandi, en þar fór
fram um helgina heimsmeistarakeppni
i kraftlyftingum, og voru þar mættir
„kraftajötnar" frá mörgum londum
heims.
Einn islendingur tók þátt I keppninni
— austfirðingurinn Skúli Óskarsson,
sem keppti I millivigt. Þar hafnaði hann
i þriðja sæti, þegar búið var að leggja
sáman árangurinn i þeim þrem'grein-
um, sem keppt  var í.
Þarf varla að pota þvi á prent, að það
var frábær árangur hjá hoiuim, þvi að
þarna voru margir hraustir kappar
samankomnir, en alls kepptu i þessum
flokki fjórtán menn.
Fyrsta greinin, sem keppt var i, var
„hnébeygja".... en þar er stöngin með
lóðunum á tekin á axlirnar og siðan
beygt sig niður og upp með alla
þyngdina. Þar tók Skúli 230 kíló, sem er
nokkuð frá hans besta, en islandsmet
hans i „hnébeygjum"  er 240,5 kiló.
i annarri greininni, sem er „bekk-
pressa".... þar leggst keppandinn á
bakið á bekk og lyftir lóðunum niður að
brjósti og upp aftur ..... var Skúli með
130 kiló, og var hann þá kominn í þriðja
sætið á eftir bandarikjamanninum
Walter Thomas, sem hafði mikla yfir-
burði i þessum þyngdarflokki, og Fiori
frá Zambiu.
i siðustu greininni ,,rétt-
stöðulyftu".....þar er þyngdin tekin frá
gólfi og upp fyrir hné..... varð Skúli að
setja nýtt íslandsmet til að ná öðru
sætinu.eða að fara upp með 29ðklló.
Var það heldur of mikill biti fyrir hann
að kyngja, þvi að hann var farinn að
finna til i baki og treysti sér ekki I þá
þyngd, þótt svo að silfrið væri i húfi.
Hann lét sér nægja að tryggja sér
bronsverðlaunin með þvi að fara upp
með 252,5 kiló, en best «itti hann fyrir
keppnina 280kiló. Samtalslyftihann þvi
612,5 kílóum, sem er nokkuð frá hans
besta i keppni hér heima, en þetta var i
fyrsta sinn, sem Skúli keppir á móti eins
og þessu á  erlendri grund.
Bandarikjamaðurinn Walter Thomas
sigraði I millivigt— lyfti samtals '717
kílóum, en Fiori frá Zambiu varð annar
með 647,5 kiló.              — klp —
Létt hjá Danker-
sen í Austurríki
Lið þeirra Axels Axelssonar og
Ólafs H. Jónssonar, Pankersen,
er örugglega búið að tryggja sér
sæti i annarri umferð i Evrópu-
keppni bikarhafa i handknattleik.
Liðið lék um helgina við UHC-
Salzburg frá Austurriki — i
Austurriki — og sigraði með 15
marka mun — 28:13.
Ekki vitiiin við hvernig þeim
félögum vegnaði i þessum leik, en
trúlega hafa þeir gert það gott,
þvi að þeir hafa verið máttar-
stólpar liðsins í undanförnum
leikjum.
Einar Magnússon var ekkert i
eldlinunni um helgina, og heldur
ekki ólafur Einarsson. Aftur á
móti lék Gunnar Einarsson með
Göppingen í Beiiin i gær, og sigr-
aði Göppingen i þeim Ieik 17:16.
Gunnar átti ekki að vera með
vegna meiðsla i fingri, en þegar
til kom taldi Göppingen sig ekki
geta án hans verið, og voru
spelkurnar teknar af fingrinum
og hann sprautaður af lækni til að
finna ekki fyrir sársauka.
Hann skoraði samt 3 mörk i
leiknum, en var svo slæmur á eft-
ir, að vafasamt er að hann verði
með i næsta leik, sem verður um
helgina.
— klp —
Skautafélagið
komið í blak!
Einn leikur var leikinn i 1. deild
islandsmótsins i blaki um helg-
ina. ÍS lék við UMSB á Laugar-
vatni og  sigraði  i ölliiin  þrem
hrinunum, eða samtals 3:0.
t fyrstu hrinunni sigruðu stú-
dentarnir 15:4 og þeirri næstu
15:6. i þriðju hringunni náðu
heimamenn sér sæmilega á strik
— komilst i 6:1 — en héldu ekki út
og töpuðu henni 15:9.
Þá var leikinn einn leikur i
meistaraflokki  kvenna.  Þróttur
sigraði Breiðablik 3:1. Breiðablik
tapaði einnig i 2. deild karla um
helgina — fyrir b liði Þróttar — og
fór sá leikur einnig 3:1.
Lið iþróttakennaraskólans á
Laugarvatni lék tvo leiki i 2. deild
igær og sigraði i þeim báðum 3:0.
Sá fyrri var við HK úr Kópavogi,
en sá síðari við Skautafélag
Reykjavikur, sem nú haslar sér
völl i ýmsum greinum iþrótta —
en með misjöfnum árangri enn
sem komið rr.         —klp —
Úr ýmsum áttum
úti í heimi.......
Sovésku fimleikastúlkurnar
sigruðu i landskeppninni við
Japan, sem lauk i Yamaguchi i
Japan i gær. Þær sigruðu i öilum
greinunum, sem keppt var i —
eða með samtals 9,5 stigum.
Neli Kim, hin unga og efnilega
sovéska fimleikakona, var með
bestan samanlagðan árangur,
76,65 stig. Keppni karlmannanna
stendur nú yfir og má þar búast
við spennandi keppni.
Heimsmeistarinn fyrrverandi i
borðtennis, sviinn Stellan Bengts-
son, tapaði fyrir kinverjanum Go
Yao Hua i úrslitaleiknum i ein-
liðaleik i hinu árlega alþjóðamóti
i borðtennis, sem háð var i Lju-
bljana i Júgoslaviu um helgina.
Kinverjinn, sem er 19 ára gam-
all  og  vinnur  i  rafhlöðuverk-
smiðju,  sigraði  sviann  23:21,
21:15 og 21:9.
í einliðaleik kvenna urðu kin-
verjarnir aftur á móti að þola tap,
og kom það mjög á óvart. Branka
Katinic frá Júgoslaviu, sem er 17
ára gömul, sigraði þar Chang Pe
In i úrslitaleiknum 14:21, 21:18,
22:20 og 21:14. Var þetta fyrsti
sigur þessarar ungu skólastúlku i
stórmóti i borðtennis.
Paninn Fleming Pelfs sigraði i
cinliðaleik karla i Northumber-
land-keppninni i badminton, sem
háð var i Newcastle um helgina.
i útslitunum lék daninn — sem
tapaði i úrslitaleiknum i Nörður-
landamótinu um fyrri helgi — við
englendingiiiii Paul VVhetnall_og
fóru hrinurnar 6:15, 15:8 og 15:10
fyrir Pelfs.            —klp —

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24