Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1933, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1933, Blaðsíða 1
26. tölublað. Sunnudag-inn 9. júlí 1933. VIII. árgangur. ——————————————_ ______________ ———k f. Brceðrastríðið milli Pjóðuerja og Rusturríkismanna. í grein í Morgunblaðinu fyrir skömmu var minst á það, hvernig framferði Nazista í Þýskaiandi hefir vakið erlendis mikla andúð í garð Þjóðverja og skaðað stór- kostlega aðstöðu þeirra í utanrík- ismálunum. Þetta er staðreynd. sem menn verða að taka tillit til, hvernig sem menn annars líta á Nazista, því andúðin í garð nú- verandi valdhafa í Þýskalandi hefir svo stórkostleg áhrif á alt stjórnmálástand í álfunni. Svo mikið kveður að andúð- inni í garð Þýskalands, að jafn vel bræðraþ.jóðin í Austurríki stendur nú opinberlega meðal fjandmanna Þýskalands. Þetta er rin hin einkennilegasta afleiðing Nazistasigursins i Þýskalandi. Því síðan heimsófriðnum lauk hefir yfirgnæfandi meiri hluti Austiir- ríkismanna óskað að sameinast Þýskalandi. Á undanförnum árum hafa Frakkar ýmist haft í hótunum við Austurríkismenn eða lokkað þá með lánum til þess að sameinast ekki Þýskalandi. Við ])etta bætist að núverandi stjórn í Austurríki er hvorki sósíalistastjórn eða borg- araleg vinstristjórn, heldur hægri- mannastjór-n, studd af austurrísk- um fascistum (Heiimvehrsmönn- um). Þrátt fyrir þetta herst aust- urríska stjórnin á móti samein- ingu Þýskalands og Austurríkis. Síðan Nazistar komust til valda í Þýskalandi, liafa svo að segja allir í Austurríki," nema Nazistar, snúist á móti sameiningunni. Aust- urríkismenn höfðu nefnilega hugs- að sjer, að Austurríki yrði þýskt sambandsland með víðtækri sjálf- stjórn. Nú hafa Nazistar í Þýska- landi afnumið sjálfstjórn þýsku ríkjanna, og ])ar að auki lýst í bann alt, sem kemur í bág við kenningar Nazista, livort heldur það er í stjórnmálum, menningar- málum eða á öðrum sviðum. Þetta veldur sinnaskiftunum í Austur- riki. Þar eins og svo víða annars slaðar er andúðin gegn Þýskalandi þó ekki vottur um óvildarluig í garð þýsku þjóðarinnar. Þarna er eingöngu. um að ræða andúð gegn Nazistaríkinu ])ýska Dollfuss stjórnarforseti Austur- ríkis er j-ngsti einræðislierra áH- unnar, aðeitis 40 ára gamall, og aðeins 155 sentimetra hár. Hann er þvi oft kallaður „litli Napó- leon“, eða „Matternich í vasa- útgáfu.“ Dollfuss hefir tekið sjer einræðisvald um stundarsakir, til ]>ess að hæla niður allar ofbeldis- stefnu!' í Austurríki. Hann lítur svo á, að pólitískar hreyfingar, sent beita ofbeldi, verði að bælast niður með valdi. Jafnvel hinir mest rjetttrúuðu þjóðemissinnar geti ekki farið aðra leið, ])egar ofbeldisflokkar stofna þjóðfjelag- inu í voða. Dr. Dollfuss yngsti einualdurinn i Evropu. Dollfuss hefir hafið lilífðarlausa baráttu á móti Sosialistum og Naz- istum í Austurríki. „Heimwehrs“ menn styðja Dollfuss í þessari bar- áttu. Þeir eru að vísu fascistar og ]>annig andlega skyldir Nazistum á ýmsum sviðum. En Heimwehrs- menn vilja vernda sjálfstæði Aust- urríkis. En eins og kunnugt er, vilja Nazistar sameina Þýskaland og Austurríki. Heimwehrsmenn eru þar að auki íhaldsmenn og berjast því bæði á móti ,,rauða“ sosialismanum (Marxismanum) og ,,brúna“-sósialismanum (jafnaðar- stefnu Nazista). Dollfuss liefir uppleyst varnar- lið sosialista, gert vopnabirgðir þeirra upptækar og bannað róttæk sósíalistablöð. Sosialistar hafa ekki ]>orað að stofna til alsherjarverk- falls, eins og þeir hótuðu, ])egar Dollfuss sendi þingið heim um óákveðinn tíma. Dollfuss hefir lamað austurríska sósíalista. Það n ]>ví óneitanlega einkennilegt að sjá þýska Nazistablaðið „Völk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.