Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1940, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1940, Blaðsíða 4
68 LESBÓU MORGUNBLAÐSTNS Mahatma Gandi Hinn duiarfuIH persónu/e/ki. EFTIR WEBB MILLER Fangelsið í Yeravda, þar sem Gandhi hefir oft svelt. í eftirfarandi kafla lýsir Webb Miller áhrifamesta maaini einnar fjölmennustu þjóðar heimsins, hinum dul- arfulla persónuleika, Mah- atma Gandhi. Orlögin haga rás viðburðanna stundum einkennilega. Jeg hafði orðið að hverfa frá Indlandi án þess að sjá manninn, sem skap- að hefir og bygt upp eina merk- ustu pólitísku fjöldahreyfingu sög- unnar. Allan tímann, sem jeg dvaldi þar, sat Mahatma Gandhi í fang- elsi. ítrekaðar tilraunir mínar til þess að fá levfi vfirvaldanna til þess að heimsækja hann urðu árang- urslausar. Ári síðar hitti jeg hann í London, er hann kom þangað til ráðstefnu. Jeg sá hann þar í fyrsta skifti á hinu skrautlega Dorchester veit- ingahúsi. óneitanlega var hann, í hinni látlausu heimaunnu bómullar skikkju sinni, áberandi andstæða hinna glæstu laffrakkaklæddu Englendinga. Hinir beinaberu fæt- ur hans voru naktir og báru gróf- gerða og einfalda ilskó að hætti landa hans. Hann bauð mjer sæti á silki- fóðruðum legubekk og spurði mig f góðlátlegri kímni, hvers vegna jeg hefði ekki heimsótt sig þegar jeg hefði verið í Indlandi. „Þjer voruð í fangelsi þá og jeg fjekk ekki leyfi til að sjá vð- ur“, svaraði jeg. Nn brosti þessi hálfvisna inn- þornaða mannvera tannlausu brosi og augun tindruðu bak við stál- spengd gleraugun. „Var jeg þaðt Jeg hefi eytt drjúgum tíma ævi minnar þar“. „Hversu mörg ár ævinnar hafið þjer setið í fangelsi?" spurði jeg. Hugsandi virtist hann telja á fingrum sjer hversu oft það hefði verið. „Jeg veit það eiginlega ekki, jeg hefi setið í fangelsi sjö eða átta — jafnvel tíu sinnum, hve mörg ár það eru til samans veit jeg naumast. Alt frá því, að jeg var í Suður-Afríku árið 1907 hefi jeg átt margar stundir í fangelsi. En jeg hefi svo sem ekkert sjer- stakt á móti því. Fangelsisvistin veitir mjer betri tækifæri til þess að hugsa og skrifa, en jeg hefi þegar jeg geng laus. Þar er jeg yfirleitt sjaldan ónáðaður og jeg á þar gott atlæti. Að öllum lík- indum á jeg ennþá eftir að eiga mörg ár ævi minnar í fangelsi, ef til vill verða það örlög mín að deyja þar?“ Þar sem jeg var áður jurtaæta þótti mjer kjötbindindi Gandhis. líferni hans alt og einkum hinar tíðu saltvatnsföstur hans næsta merkilegar. Hann sagði mjer, að aðeins einu sinni á ævinni hefði hann bragðað kjöt. „Þegar jeg var ungur“, sagði hann, „hugleiddi jeg mjög yfir- burði Englendinga, hvað líkamleg- an þrótt áhrærði. Jeg hugsaði um, af hverju það sprytti, að þeir ríktu í Indlandi og fjölmörgum öðrum stöðum í heiminum. Að síðustu komst jeg að þeirri niðurstöðu, að það væri af því að þeir borðuðu svo mikið kjöt. Jeg gerði mjer í hugarlund að ef til vill rynni eitthvað af þrótti þeirra skepna, sem þeir ætu, þeim í merg og blóð. Eins og þjer vitið banna trúar- brögð okkar okkur að neyta kjöts, eða yfirleitt að drepa dýr. En jeg ákvað eitt sinn að byrja að borða kjöt til þess að vita, hversu heilla- vænleg áhrif það hefði á mig. Að- eins eitt skifti reyndi jeg það, og fjekk af því svo mikið samvisku- bit að síðan hefi jeg aldrei bragð- að það. Ef móðir mín hefði vitað að jeg lagði mjer kjöt af dauðu dýri til munns mundi hana hafa hrylt við mjer. Þegar jeg óx til vits og ára tók jeg að draga þrótt hins breska kynþáttar í efa“,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.