Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1946, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1946, Page 1
31. tölublað Sunnudagur 22. september 1946 XXI. árg. ItAfoldarprtt&Uralðja h.f. Benedikt Sveinsson: ÞJÓÐSKÖRUNGUR LÁTINN Joannes Patursson (myndin tekin 1938) FÁNAR dregnir í hálfa stöng drúptu um allar Færevjar þegar fregnin um lát Jóannesar Paturs- sonar bónda í Kirkjubæ barst þar um bygðir 2. ágúst síðastliðinn, Foringinn hafði látist af heilablóð- falli árla um morguninn. Þó að Jóannes bóndi væri orðinn maður háaldraður, kom helfregn þessi mörgurn á óvart. Á þjóðhátíð Fær- inga á Ólafsvöku, 29. júlí, hafði hann tekið til máls og flutt for- snjalla ræðu um frelsi og framtíð Færeyjalands, hress í anda og gunnreifur sem ungur væri. „Yjer heyrðum hann tala þar af þeim eldmóði, að honum tókst ekki öðru sinni betur“, — segir einn sam- herja hans. Menn sáu enga feigð eða bilbug á honum þá. Virtist hann kenna sjer einskis meins. En fár veit sitt skapadægur og ungur má en gamall skal. Nær tvo mannsaldra barðist hann fyrir þjóðlegu frelsi og sjálf- stæði heimalands síns. Hefir hann verið langsamlega tilþrifamestur þeirra manna, er unnið hafa að vakning og viðreisn eyjanna, sakir skaplyndis síns og frábærrar þekk- ingar á sögu og sál (skáldskap) færeysku þjóðarinnar að fornu og nýju. Með afburða hæfileikum var hann vakningarmaður þjóðar sinnar, — „djarfur og ágrýtinn“ frumhei’ji framtíðarhugsjóna, og ljet aldrei hugfallast, þótt á móti bljesi, höfðingi í anda og skap- lyndi, sögulegur höfðingi. Fyrir nokkurum árum kendi hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.