Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
689
Þótti nú sýnt að einhverjir fleiri
en hinir þrír brendu galdramenn
hefði verið að verki um að koma
veikindum þessum á fólkið. Var
þá farið að svipast um hver mundi
líklegastur til þess að standa að
þessari nýu plágu, og fengu menn'
þá helzt augastað á ungri stúlku,
sem Margrét hét Þórðardóttir og
átti heima í Munaðarnesi. Er
mælt að hún hafi verið dóttir Þórð-
ar þess, er brendur var, og hefir
því að sjálfsögðu verið talin út-
farin í göldrum. Kvað svo ramt að
þessu umtali, að Margrét taldi sér
ekki óhætt þar í sveitinni og strauk
því og fór huldu höfði. Varð hún
fyrir þetta ein af þjóðsagnahetjum
vorum, kölluð Galdra-Manga, og er
löng saga um hana í Þjóðsögum
Jóns Árnasonar. Er sú saga að
sumu leyti sönn, en yfirleitt mjög
ýkt og öfgakend. Hér skal því
reynt að segja söguna eins sanna
og rétta sem kostur er á og heim-
ildir leyfa.
Sagan af Galdra-Möngu
Vorið eftir að Margrét hvarf,
kom galdra ákæra á hendur henni
og var réttur settur í Árnesi og
dómendur kvaddir til að dæma um
þá kæru. Varð sá dómur þeirra,
að hana skyldi grípa hvar sem hún
fyndist „og til rannsaks tekin, og
sektarstraff það hæsta eftir lögum
þeim tildæmt, sem hana hyldu
ellegar dyldu, eður ráð með henni
legðu svo lög og réttur þess vegna
hindraðist". Gerðist þetta hinn
25. apríl 1656. Höfðu fjórir menn
borið á hana að hún væri völd að
„fullkomnum           galdraverkum,
mönnum til meinsemda, sérdeilis
nokkrum kvenpersónum".
En hvergi spurðist þá til Mar-
grétar og létu sýslumenn því lýsa
henni á Alþingi 1656. Er þar sagt
að hún sé „vel að meðalvexti, ljós-
leit, kinnbeinahá, léttfær og skyn-
söm í máli. Kveður nærri kvenna
bezt". Biðja sýslumenn síðan að
hún verði gripin hvar sem hún
finnist og flutt til Strandasýslu til
réttar rannsóknar.
En nú brá svo við, að Þorvarður
prestur, er mestan hlut hafði átt
að því að koma föður hennar og
hinum tveimur á bálið, snerist
öfluglega til liðs við Margrétu.
Verður nú ekki sagt með neinni
vissu hvernig á því stóð, en vel
mætti ímynda sér að hann hefði
iðrast sinna fyrri gerða, og ef til
vill hafi honum ekki verið ljóst
þegar hann fekk mennina til að
meðganga galdur, að það mundi
kosta þá lífið. Er líklegt að einhver
sektartilfinning hafi gripið hann,
er hann sá þá borna á bál lifandi,
og honum hafi óað við að slíkt
kæmi fyrir aftur einkum þegar
ung stúlka átti í hlut. Skrifaði
hann nú eftirfarandi bréf:
„I Jesú nafni, í nafni guðs son-
ar, svara ég svo upp á kristilegt
efni, að ég trúlofa því öllum mín-
um vinum og velgerðamönnum, að
ég vil enga ásókn veita né veita
láta Margrétu Þórðardóttur, hvorki
af mér né mínu sóknarfólki, held-
ur skal mér gleði vera að öllum
þeim, sem henni liðsinna og gott
til leggja, svo hún megi opinber-
lega hjá frómu fólki augljóslega
umgangast. Það er í einu orði skal
talað og skrifað vera, að ég og
mitt sóknarfólk skulum aldrei
þessa Margrétu sturla eða til ills
ýfa. Biðjum vér hana að vér allir
séum bræður og systur í guði, bæði
í lífi og dauða, fyrir drottinn vorn
Jesúm Krist. Amen".
— • —
En það er af Margrétu að segja
að hún komst að Stað í Grunna-
vík. Þar var þá prestur Tómas
sonur Þórðar prests Tómassonar í
Garpsdal og konu hans Hallgerðar
eyðsluhandar Guðmundsdóttur.
Síra Tómas hafði fengið Stað
1629.   Kona   hans   hét   Margrét
Gísladóttir og áttu þau sjö börn,
sem fjöldi manna um allt land er
frá kominn.
Margrét flóttakona leitaði á náð-
ir Tómasar prests og er sagt að
hann heldi hana lengi á laun.
Sumir segja að hann hafi falið
hana í helli undir fossi nokkrum,
en aðrir segja að hann hafi fólgið
hana í kirkjustúku heilan vetur.
Settist Margrét svo þarna að, og
var nú kyrrt um hríð.
En seint á árinu 1658 virðist svo
sem einhver hreyfing hafi komizt
á um að taka mál hennar upp að
nýu, því að nú kemur opinbert
bréf frá síra Þorvarði og er á þessa
leið:
„GUð almáttugur, faðir allrar
miskunnsemdar, hver eð elskar
allt það hann hefir skapað og sér-
deilis mennina, sem hann hefir til
eilífs lífs fyrirhugað, fyrir það
blóðuga dýrmæta offur, sinn drott-
inlegan son Jesúm Kristum vorn
frelsara. Hann vill ekki að nokkur
fortapist, heldur fái og hreppi
stundlegt farsælt líf. Hann veit og
bezt að ég, hans bersyndugastur
þræll, vil þar til hjálpa bæði mér
og öllum mínum bræðrum og
systrum, hvar og í hverju það ég
fæ mér við komið. Því sé það öll-
um guðhræddum mönnum vitan-
legt, að mig sturlar það, að sú frá-
vikna manneskja úr minni sókn,
Margrét Þórðardóttir, kemur ekki
til leiðréttingar við guS og menn.
Því er nú guðhræddum mönnum
vel gert, hvar sem hún er eða
fram kemur, að hugga hana og
styrkja með guðs orði og hollum
ráðum, og scrdeilis þeim góðu og
umhyggjusömu guðs kennimönn-
um með kristilegum friheitum, af
því að ekkert illt er sannprófað
upp á hana síðan hún tók altaris
sakramenti hér í Árneskirkju, og
er það sannarlega satt, að bæði
ég og allt mitt sóknarfólk sjáum
það gjarnan og viljum það helzt,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 687
Blašsķša 687
Blašsķša 688
Blašsķša 688
Blašsķša 689
Blašsķša 689
Blašsķša 690
Blašsķša 690
Blašsķša 691
Blašsķša 691
Blašsķša 692
Blašsķša 692
Blašsķša 693
Blašsķša 693
Blašsķša 694
Blašsķša 694
Blašsķša 695
Blašsķša 695
Blašsķša 696
Blašsķša 696
Blašsķša 697
Blašsķša 697
Blašsķša 698
Blašsķša 698
Blašsķša 699
Blašsķša 699
Blašsķša 700
Blašsķša 700
Blašsķša 701
Blašsķša 701
Blašsķša 702
Blašsķša 702
Blašsķša 703
Blašsķša 703
Blašsķša 704
Blašsķša 704
Blašsķša 705
Blašsķša 705
Blašsķša 706
Blašsķša 706
Blašsķša 707
Blašsķša 707
Blašsķša 708
Blašsķša 708
Blašsķša 709
Blašsķša 709
Blašsķša 710
Blašsķša 710